Fréttablaðið - 16.02.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 16.02.2017, Síða 16
Hlutabréfaverð verslunar­fyrirtækisins Haga og Fjar­skipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í gær. Bréf Haga lækkuðu í 506 milljóna króna viðskiptum en velta með hluti í Fjarskiptum nam 509 millj­ ónum. Samkvæmt viðmælendum Vísis á hlutabréfamarkaði hafði frétt Mark­ aðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, um áhrif komu Costco á heildsöluverð inn­ flutningsfyrirtækja, að öllum lík­ indum talsverð áhrif á gengi bréfa Haga. Þeir eiga og reka innflutn­ ingsfyrirtækið Aðföng. Sérfræðingar hagfræðideildar Landsbankans gáfu í september síðastliðnum út að Hagar gætu misst um tvo milljarða króna af ársveltu sinni til Costco þegar fyrirtækið opnar hér í maí. Bréf VÍS lækkuðu einnig eða um 2,6 prósent. Þar á eftir kom upp­ lýsingatæknifyrirtækið Nýherji með lækkun upp á 1,9 prósent. Icelandair Group var aftur á móti hástökkvari dagsins en gengi bréfa flugfélagsins hækkaði um 1,3 pró­ sent. Alls hækkuðu sjö félög á Aðal­ listanum í virði en níu sáu rauðar tölur. Bréf tryggingafélaganna Sjó­ vár og TM stóðu í stað. – hg Bréf Haga lækkuðu um 3% Afar lítið er um einka­fjárfesta í hluthafa­hópi Icelandair Group sem eiga u m þ e s s a r mundir tals­ verða eignarhluti í félag­ inu. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa flugfélags­ ins síðastliðinn mánu­ dag, sem Fréttablaðið hefur séð, eru tíu stærstu einkafjárfestar á hluthafa­ lista félagsins samanlagt aðeins með um 1,9 pró­ sent í Icelandair. Markaðs­ virði Icelandair hefur minnkað um 115 milljarða frá því í lok apríl 2016 samhliða því að hlutabréfa­ verð félagsins hefur lækkað um 60 prósent. Í þessum hópi einkafjárfesta er eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Gíslabarna, umsvifamest með tæplega 0,7 pró­ senta eignarhlut. Í árslok 2015 átti félagið hins vegar 0,35 prósenta hlut í Icelandair og hefur því tvöfaldað stöðu sína í félaginu á rúmlega einu ári. Miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær er hlutur Brimgarða metinn á um 545 millj­ ónir króna. Enga einkafjárfesta er að finna á opinberum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en íslenskir lífeyrissjóðir eiga saman­ lagt vel yfir helmingshlut. Þá á Högni Pétur Sigurðsson, fjárfestir og einn eigenda Domino’s á Íslandi, um 0,35 prósenta hlut í Icelandair, bæði í eigin nafni og eins í gegnum eignarhaldsfélagið Naut­ ica. Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, sem eiga meðal annars Johan Rönning, eru með 0,2 prósenta hlut í gegnum félagið Sindrandi ehf. en sá hlutur er í dag metinn á um 159 milljónir. Í árslok 2015, samkvæmt hluthafa­ lista Icelandair Group á þeim tíma, átti sama félag þeirra hjóna hins vegar 0,57 prósenta hlut. Rétt er að taka fram að hluthafa­ listi Icelandair gefur ekki tæmandi mynd af því hvaða einkafjárfestar eru í reynd í eigendahópi félagsins hverju sinni. Margir þeirra kunna meðal annars að eiga talsverða hlutafjáreign í flugfélaginu í gegn­ um safnreikninga sem eru skráðir í nafni fjármálafyrirtækja eða fram­ virka samninga sem þeir hafa gert um hlutabréfaviðskipti í Icelandair. Erlendir sjóðir með tvö prósent Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um við­ skipti og efnahagsmál, í gær að fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir ættu um þessar mundir rúmlega tveggja prósenta eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestinga­ sjóðanna kemst þó á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins. Markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna er í dag samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að kaupa bréf í Icelandair á árinu 2015 og frá því í ársbyrjun 2016 hafa sjóðirnir nærri þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu. Talsverð viðskipti hafa verið með bréf Icelandair Group á undanförn­ um dögum og síðastliðinn mánudag kom fjárfestir að kaupum á 50 millj­ ónum hluta í félaginu á genginu 16, eða sem jafngildir eins prósents eignarhlut í Icelandair. Það voru markaðsviðskipti Kviku banka sem voru milligönguaðilar með þeim viðskiptum. Fram kom í Morgun­ blaðinu að samkvæmt heimildum blaðsins væru viðskiptin tengd stjórnarkjöri á aðalfundi Icelandair Group sem fer fram 3. mars næst­ komandi. Frestur til að skila inn framboði til stjórnar er þar til fimm dögum fyrir aðalfund. Horft til breytinga á stjórn Margir fjárfestar í Icelandair, ásamt öðrum markaðsaðilum, horfa til þess að breytingar verði gerðar á stjórn félagsins á aðalfundinum. Hafa ýmsir gagnrýnt yfirstjórnend­ ur Icelandair, bæði stjórnarmenn og aðra helstu stjórnendur félagsins, fyrir að hafa ekki komið fyrr fram með trúverðuga aðgerðaáætlun til að bregðast við vaxandi erfiðleikum í rekstrarumhverfi Icelandair. Afar líklegt er því talið að ýmsir hlut­ hafar muni vilja sjá ný andlit í stjórn flugfélagsins. Fjórir stærstu eigendur Iceland­ air Group – Lífeyrissjóður versl­ unarmanna, Stefnir, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi lífeyrissjóður – eiga samanlagt 46 prósent. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað til hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna en að styðja áfram Úlfar Stein­ dórsson, varaformann stjórnar, til stjórnarsetu og slíkt hið sama áformar LSR hvað varðar stuðning sinn við Magnús Magnússon. Meiri óvissa er um áform Stefnis, sem á 14,3 prósent í gegnum tvo hluta­ bréfasjóði í stýringu félagsins, en fram til þessa hefur sjóðastýringar­ fyrirtækið ekki stutt neinn tiltekinn einstakling til setu í stjórninni. Það gæti breyst á næsta aðalfundi. Íhugar framboð Svanhildur Nanna, sem er á meðal stærstu hluthafa, ásamt með eigin­ manni sínum, Guðmundi Erni Þórð­ arsyni, í VÍS og Kviku, bauð sig fram í stjórn Icelandair á aðalfundi flug­ félagsins í mars í fyrra en hlaut ekki brautargengi. Í frétt Markaðarins 8. febrúar sagði Svanhildur aðspurð að það kæmi vissulega til greina að bjóða sig fram á ný sæi hún fram á að hluthafar væru tilbúnir í breyt­ ingar á stjórn félagsins. Svanhildur sagðist löngum hafa verið þeirrar skoðunar að það væri mikilvægt að jafnvægi ríkti milli svonefndra óháðra stjórnarmanna og stjórnar­ manna sem hafa beina hagsmuni af árangri félaganna. „Það skortir nokkuð á það jafnvægi í stjórn Ice­ landair eins og sakir standa.“ Þau hjónin hafa minnkað lítillega hlut sinn í Icelandair að undanförnu en Svanhildur staðfesti að þau ættu engu að síður um 15 milljónir hluta, sem jafngildir um 0,3 prósenta hlut. Sá hlutur er hins vegar ekki á þeirra eigin nafni eða fjárfestingafélags þeirra, samkvæmt hluthafalista Icelandair 13. febrúar síðastliðinn. Einkafjárfestar hverfandi í Icelandair Fáir einkafjárfestar eiga verulegan hlut í flugfélaginu. Sá stærsti er einkahlutafélagið Brimgarðar með 0,7 prósenta hlut, samkvæmt hluthafalista Icelandair á mánudag. Lífeyrissjóður verslunarmanna og LSR hyggjast styðja Úlfar og Magnús áfram til setu í stjórn. Hagnaður Vodafone nam 1.007 milljónum króna á árinu 2016 og dróst saman um 22 prósent frá fyrra ári. Þá lækkuðu heildartekjur fjarskipta­ fyrirtækisins um eitt prósent á milli ára og voru samtals 13.655 milljónir. EBITDA­hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagns­ liði, afskriftir og skatta – nam 3.060 milljónum á síðasta ári og dróst saman um sex prósent. Þetta kom fram í afkomutilkynn­ ingu sem Vodafone sendi frá sér í gær en þar segir að EBITDA­af­ komuspá félagsins fyrir árið 2017 sé hækkuð á ný og er áætluð um 3.250 milljónir. Í tilkynningu er haft eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Vodafone, að árið 2016 hafi að mörgu leyti verið „sérstakt ár í rekstri Fjarskipta hf. þar sem margt fór saman; miklar launahækkanir í tengslum við kjarasamninga, einskiptiskostn­ aður vegna húsnæðismála, hag­ ræðingaraðgerða og vinnu sér­ fræðinga við áreiðanleikakönnun vegna hugsanlegra kaupa á 365 miðlum hf. Á sama tíma höfðu markaðsaðstæður neikvæð áhrif á meðaltekjur af viðskiptavinum. Mótvægisaðgerðir gengu vel þar sem vöxtur í fjölda viðskiptavina hefur ekki verið meiri í seinni tíð eða 7%. Sjónvarpsvörur félagsins skiluðu mikilli aukningu í tekjum sem unnu á móti fyrrgreindum neikvæðum þáttum þrátt fyrir lækkun tekna í heildsöludreifingu sjónvarps. Horfur í rekstri félagsins fyrir árið 2017 eru betri, þar sem ætla má að hagræðingaraðgerðir árið 2016 og vöxtur viðskiptavina skili sér í betri rekstri árið 2017.“ Stefán segir að enn sé unnið að gerð kaupsamnings vegna fyrirhugaðra kaupa á ljósvaka­ og fjarskiptahluta 365 miðla og eru bundnar vonir við að sú vinna klárist fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. – hae Hagnaður Vodafone minnkaði um 22% markaðurinn 1,9 % er samanlagður eignarhlutur tíu stærstu einkafjárfestanna á hluthafalista icelandair. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Aðföng annast innkaup, birgðahald og dreifingu fyrir Haga. FréttAblAðið/VAlli Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, segist búast við betri afkomu árið 2017. 13,7 milljarðar króna voru tekjur Vodafone á árinu 2016. Gengi icelandair Group hækkaði um 1,27 prósent í 226 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. bréfin hafa lækkað um 28 prósent frá afkomuviðvörun félagsins sem gefin var út í lok janúarmánaðar. FréttAblAðið/pjétur Einkafjárfestar í Icelandair brimgarðar ehf. (Guðný, Eggert, Halldór og Gunnar Gíslabörn) 0,69% 546 milljónir Sindrandi ehf. (Hjónin Bogi Þór og Linda Björk, eigendur Johann Rönning) 0,20% 159 milljónir Nautica ehf. (Högni Pétur Sigurðsson, fjárfestir og einn eiganda Domino’s) 0,18% 143 milljónir Högni pétur Sigurðsson 0,17% 136 milljónir Mini market ehf. (eigendur samnefndrar pólskrar matvöruverslunar) 0,12% 97 milljónir Frístundabíllinn ehf. (Gísli S. Friðjónsson, fyrrverandi eigandi Hópbíla) 0,12% 97 milljónir Þarabakki ehf. (Daníel Helgason, fjárfestir) 0,12% 97 milljónir Ólafur björnsson (eigandi heildverslunarinnar Innness) 0,11% 84 milljónir Gunnar i. Hafsteinsson (fyrrverandi útgerðarmaður) 0,11% 84 milljónir Heimild: Hluthafalisti Icelandair Group 13. febrúar 2017. Hlutur Virði 506 milljóna króna velta var í viðskiptum með bréf Haga. 1 6 . f E b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r16 f r é T T I r ∙ f r é T T a b L a ð I ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -1 B C C 1 C 3 F -1 A 9 0 1 C 3 F -1 9 5 4 1 C 3 F -1 8 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.