Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2017, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 16.02.2017, Qupperneq 58
Fifty Shades Darker HHHHH Leikstjóri: James Foley Handrit: Niall Leonard Tónlist: Danny Elfman Aðalhlutverk: Dakota Johnson, Jamie Dornan, Kim Basinger Fifty Shades-bækurnar eftir E.L. James munu seint teljast til menn- ingarlegra eða vandaðra bók- mennta, en einhverja ánægju virð- ist markhópurinn fá út úr þeim. Skemmst er frá því að segja að það sama á við um bíómyndirnar, þessar tvær sem nú eru komnar út. Af báðum að dæma hefur verið óskaplega lítið innihald til staðar til þess að bera örlátan sýningartíma uppi. Einnig hefur lítið gagnast að brjóta upp efniviðinn með sveittum athöfnum þegar persónurnar eru svona óspennandi og kemistrían á milli þeirra er sama og steindauð. Í Fifty Shades Darker er þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið. Anastasia Steele er á uppleið í líf- inu eftir að hafa losað sig við vafa- sama auðkýfinginn Christian Grey. En það líður ekki langur tími þar til Grey kallinn er farinn að betla sig aftur inn í líf hennar, með því loforði að verða stilltur strákur. Af óskiljanlegum orsökum ákveður Anastasia að slá til og prófa hvernig gangi að þróa „vanillu“-samband með honum, eins og hún kallar það; engar bindingar, engin leikherbergi og lítið um flengingar. Á meðan Christian gerir sitt besta til að halda aftur af sér birtast einstaklingar úr fortíð hans sem þykja líklegir til að velta öllu um koll, þar á meðal snargeðveikur, fyrrverandi „skjól- stæðingur“ hans og eldri kona sem kenndi honum allt sem hann kann á sviði BDSM. Aðalleikararnir, þau Dakota Johnson og Jamie Dornan, líta kannski ágætlega út og það að þau geti flutt línurnar sínar án þess að bíta í vör eða óvart springa úr hlátri er vissulega afrek í sjálfu sér. Hins vegar er enginn hiti á milli þeirra og kemur þetta fyrir vikið út eins og að horfa á systkini para sig. Ekki fallegt. Framvindan er líka svo þunn, uppfull af endurtekningum og ómeðvituðum aulahrolli að öflugra samspil á milli þeirra hefði litlu bjargað. E.L. James vill meina að þetta séu ástarsögur en þetta spilast meira eins og harmleikur. Skila- boð þessara Fifty S h a d e s - m y n d a virðast stafa það út að fullkomlega sé í lagi að vera í sambandi með heimtu- frekum, afskiptasömum, köldum og ógeðfelldum manni svo lengi sem hann er heitur í rúminu annað slagið (sérstaklega ef hann er ríkur og gefur þér fartölvu stöku sinnum ef þú ert þæg). Ég hugsaði oft um hversu miklu betra efni þetta væri ef handritið færi bara alla leið með Christian Grey og breytti honum í f j ö l d a m o r ð i n g j a sem Ana væri að reyna að sleppa frá. Hann ber sig oft eins og hann eigi betur heima í American Psycho. A ð ka l l a F i f t y Shades Darker eins konar pyntingu er of auðvelt skotmark. Allir sem berja þessa sandpappírsþunnu lostasögu augum vita fullvel hvað þeir eru að fara út í, en kallast það þá ekki ákveðin vörusvik þegar þú færð hvorki áherslu á losta né almenni- lega sögu? Þú færð bara stefnulaust sápuóperudrama og væl í fólki sem fer greinilega ekki vel saman. Kyn- lífssenurnar eru flestar smekklega gerðar, en stuttar, hálfkjánalegar og í besta falli á pari við það sem sést reglulega í HBO-þáttum, sem hljóta að vera talsverð vonbrigði miðað við það sem bækurnar eru þekktar fyrir. Að auki eru u.þ.b. þrír litlir söguþræðir hér í gangi sem stefna hvergi og ekkert er gert við (Kim Basinger fær t.d. sama og ekkert að gera). Myndin hefur ekki einu sinni almennilegan endi. Hún bara ... klárast. Undirritaður getur sam- viskusamlega sagt að fyrri myndin sé ögn betri því í henni gerðist eitt- hvað að minnsta kosti – eða stefndu hlutir eitthvert! Fifty Shades Darker er ekki einu sinni svo slæm að hún verði ánægjuleg, því hvet ég alla sem slysast á hana til þess að mæta með góðan kodda. Tómas Valgeirsson NiðurStaða: Kjánaleg, hlægileg og ákaflega leiðinleg saga um losta, þar sem merkilega lítið er um losta eða sögu. Vond samtöl og svæfandi stunur Dakota Johnson og Jamie Dornan fara með aðalhlutverkið í myndinni Fifty Shades Darker. NORDICPHOTOS/AFP Fifty Shades Darker fær 5,0 í einkunn á IMDb. Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum ... allt sem þú þarft 1 6 . F e b r ú a r 2 0 1 7 F i M M t u D a G u r42 M e N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð bíó 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 F -2 0 B C 1 C 3 F -1 F 8 0 1 C 3 F -1 E 4 4 1 C 3 F -1 D 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.