Fréttablaðið - 16.02.2017, Síða 68

Fréttablaðið - 16.02.2017, Síða 68
Moderat munu halda uppi stuðinu í Silfurbergi á föstudaginn. Mynd/Moderat Popparar ættu ekki að láta Sleigh Bells fram hjá sér fara. Mynd/Sleigh BellS tommy genesis er eitt stærsta númerið á Sónar. Mynd/toMMy geneSiS oddisee hefur verið að síðan 1999. helena hauff er alveg einstök. B.traits spilar í bílastæðakjallara hörpu. Fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi Vatican Shadow Fimmtudagur kl. 00.00 í Kaldalóni Forest Swords Föstudagur kl. 21.20 í Norðurljósum hatari Fimmtudagur kl. 21.00 í Silfurbergi Pan daijing Fimmtudagur kl. 23.05 í Kaldalóni Giggs Hinn breski Giggs hefur unnið til fjölda verðlauna og unnið með listamönn- um á borð við B.o.B, Waka Flocka, Jeremih, Shola Ama og Mike Skinner. Hans fyrsta breiðskífa Let Em Ave It hlaut feiknagóðar viðtökur og það er nokkuð víst að það verður geggjuð stemning þegar hann stígur á svið á Sónar. laugardagur kl. 01.00 Í norðurljósum Nadia Rose Sumir vilja meina að árið 2017 verði ár Nadiu Rose, og það er trúlegt. Hún er aðeins 22 ára og á sko miklu meira en nóg inni. laugardagur kl. 23.00 í norðurljósum De La Soul Þeir sem hafa áhuga á hip hop-tónlist væru brjálaðir að láta tækifæri til að sjá De La Soul renna sér úr greipum. Brjálaðir. laugardagur kl. 23.15 í Silfurbergi Oddisee Amir Mohamed el Khalifa, betur þekktur sem Odd- isee, hefur átt viðburða- ríkan feril en hann steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999. Föstudagur kl. 23.10 í Kaldalóni Ben Klock Ben Klock hefur þann hæfileika að skapa einstakt andrúmsloft og þeir sem hafa ekki upplifað það ættu að grípa tækifærið núna. Fimmtudagur kl. 23.00 í bílastæðakjallaranum Moderat Moderat er sett saman úr tveimur af þekktustu elektrónísku verkefnum Þýskalands, Modeselektor og Apparat. Þeir munu ekki bara fá þig til að svitna af dansi á tónleikum sínum, þeir gætu líka komið þér til að gráta. Föstudagur kl. 00.30 í Silfurbergi Helena Hauff Helena Hauff er einstakur plötusnúður sem er erfitt að negla nákvæmlega niður. Hver og einn verður bara að upplifa hana sjálfur og mynda sér skoðun út frá því. Föstudagur kl. 23.30 í bílastæðakjallaranum sónarhátíðin hefst með pompi og prakt í dag og þeir sem ætla að skella sér eru eflaust með val- kvíða enda er ansi þétt dagskrá fram undan. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Sónar því fjölbreyttur hópur listamanna mun troða upp í Hörpu um helgina. Meðfylgjandi hugmyndir ættu að auðvelda gestum hátíðarinnar lífið. í essinu sínu Rapphundar, elektrótýpur og popparar Vatican Shadow er svo sannarlega öðruvísi. Mynd/BecKa diaMond Tommy Genesis Einn almesti töffarinn sem stígur á svið á hátíðinni í ár er Tommy Genesis. Hún reyndi fyrst að finna sig í ljóð- list, skúlptúrgerð, myndlist og kvikmyndagerð áður en hún sneri sér að tónlistinni. Við eigum eflaust eftir að sjá miklu meira af henni á komandi árum. Fimmtudagur kl. 22.00 í Silfurbergi BEA1991 BEA1991 kemur frá Amsterdam en hún gaf út EP-skífu sína 2k11 árið 2015 og vakti strax athygli. Ævintýraleg popptónlist eins og hún gerist best. Framtíðin er björt hjá BEA1991. laugardagur kl. 22.10 í Kaldalóni FM Belfast FM Belfast þarf nú varla að kynna en þeir sem hafa mætt á tónleika með sveitinni ættu að vita að það er ómögulegt að standa kyrr á meðan þau hefja upp raust sína. Fimmtudagur kl. 00.00 í Silfurbergi. Fatboy Slim Þennan er óþarfi að kynna en skylda að sjá í Silfur- bergi. laugardagur kl. 00.30 í Silfurbergi B.Traits B.Traits er upprunalega frá Kanada en fluttist til Lond- on og toppaði þá breska smáskífulistann með lagi sínu Fever. Hún hefur verið áberandi í starfi sínu sem þáttastjórnandi hjá BBC Radio 1. laugardagur kl. 00.00 í bílastæðakjallaranum Sleigh Bells Sleigh Bells spila í fyrsta sinn hér á landi en þau eru í óða önn að fylgja fjórðu plötu sinni, Jessica Rabbit, eftir. Föstudagur kl. 23.45 í norðurljósum PoPP RaPP ElEktRó 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r52 L í f I ð ∙ f r É T T a b L a ð I ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 F -1 B C C 1 C 3 F -1 A 9 0 1 C 3 F -1 9 5 4 1 C 3 F -1 8 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.