Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 31

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 31
Kristján K. Linnet r I UPPHAFI VAR ORÐIÐ í upphafí var orðið og orðið var í bensíngeymi vondi kallinn kom og henti eldspýtu ofan í geyminn og orðið fuðraði upp r r ÞJOÐVISA síðan er orðið hjá guði einsog ílangur kúkur úr breiðu burgeisarassgati liðu emjandi vélpöddur eftir austurstræti fremstur fór svartur fíat sem í voru miðaldra hjón petrína og palli petrína sagði: hvar endar þetta palli minn? palli svaraði: nú auðvitað í klóinu kerling Theodór Þórðarson Svo er ég allt í einu einn hálf hrekk við og horfí í kringum mig. Allt er hljótt og kyrrt ég hreyfi mig ekki, en hlusta og hugsa, hvað það sé nú langt síðan ég hef verið einn með sjálfum mér. Mér verður órótt ég þekki mig ekki svona einan. Al-einan. Hver ert þú? Spyr ég sjálfan mig, en flýti mér svo að kveikja á Sjónvarpinu. 31

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.