Lystræninginn - 01.04.1978, Síða 10

Lystræninginn - 01.04.1978, Síða 10
Níels Hafstein NYLISTASAFN INNGANGUR í boðsbréfi til fyrsta undirbúningsfundar að stofn- un nýs listasafns síðast Iiðið sumar eru eftirfarandi atriði talin fram til grundvallar: ,,Ber þá fyrst að nefna nauðsyn þess að almenningi gefist kostur á að skoða og kynna sér þá þróun sem hefur orðið í íslenzkri nútímalist (og erlendri) síðustu 15 árin, - í stofnun þar sem virðing er borin fyrir hvers kyns nýjungum og tilraunum í listum. Þá er það krafan um að nútímalistamenn eigi sér vísan samastað fyrir verk sín og að þeim hlotnist einhver viðun- andi bakhjarl, Qárhagslegur og menningarlegur. I þriðja lagi er það markmið fundarboðsins að stefna saman hæfu listafólki til baráttu gegn fordómum og áhugaleysi almennings, íjölmiðla og ríkisvalds.“ Þessu til viðbótar komu strax fram raddir um að bjóða erlendum listamönnum aðild að safninu, til þess að sprengja hinn þrönga og þjóðerniskennda ramma sem umlykur ílestallt félagsmálastarf lista- manna. Þá er nærvera erlendra listamanna nokkur trygging fyrir gagnkvæmum sýningarskiptum milli landa. Það hefur ekki farið leynt að Nýlistasafnið var stofnsett til þess að vaka yfir ýmsum merkilegum málum sem opinberir aðilar hafa vanrækt. Einkum hefur gagnrýnin beinzt að Listasafni Islands og safnráði þess. Því hefur verið haldið fram að safnráðslimir og forstöðukona safnsins hafi hyglað sumum listamönnum á kostnað annarra. Þá er fullyrt að ráðsmenn Listasafns Islands hræðist listaverk sem einhver veigur er í, og þori ekki að taka áhættu eins og alvöru safnfólk gerir sér að skyldu. En því verður heldur ekki neitað að Nýlistasafnið var stofnað til að framkvæma ýmsa þá hluti sem ríkislistasafn hefur litla sem enga aðstöðu til að sinna. Nú er það ekki aðeins Listasafn Islands sem hefur brugðizt skyldu sinni við framþróun og viðgang listarinnar í landinu, heldur flestir þeir er um listir íjalla: Gagnrýnendur, listfræðingar, fjölmiðlafólk og ráðamenn sjóða. Það er því ekki úr vegi að lýsa dálítið því ástandi sem skapazt hefur kringum list- framleiðsluna. Díeter Rolh LISTAMENN í grófum dráttum má skipa listamönnum í tvo flokka: Annars vegar standa þeir sem gengizt hafa undir kvaðir markaðskerfis og auglýsinga, viljandi eða nauðbeygðir sér til lífsframfæris, og lagt til hliðar öll áform um frumlega tjáningu. Listaverk þeirra eru til þess að gerð að þjóna ákveðnum þörfum kaupenda, svo sem sýndarmennsku eða fjárfestingar. Fundnar eru upp hagkvæmar for- múlur í myndbyggingu, efni, formum, litum og línum, og síðan skipt á milli eftir því sem tilefni gefst. Auglýsingin sér svo um restina. Þessir lista- menn ríghalda í goðsögnina um útlit og háttu, hina rómantísku ímynd sem sker sig út úr og hefur höndlað frelsið. Andinn kemur yfir þá samkvæmt klukkunni og framleiðslan er svo kynnt með viðeig- andi slagorðum þegar til sýningar kemur. I hinum flokknum eru listamenn sem hafna kerfisforsjánni, þeir andæfa ríkjandi félagslegum þáttum sem skipa einstaklingnum á básaröð meðalmennskunnar. Þeir ryðja brautina og koma fram með nýjungar og eru sífellt að endurmeta stöðu sína, skilgreina upp á nýtt. Þessir listamenn verksmiðjuframleiða ekki listafurðir handa hungruðum kaupendum, þeir búa til af innri þörf, fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. Og þeir setja fram þá kröfu, að list þeirra sé viðurkennd sem nauðsynlegur hlekkur í mótun menningar landsins, og að þeir sem um listir fjalla og hafa aðstöðu til að grundvalla sögu listarinnar viðurkenni fyrir sér og öðrum mikilvægi framþró- unarinnar, og að listin hægir ekki á sér þótt svo einhver skipi stanz. Eins og fyrr var sagt eru málin hér gróflega einfölduð, til eru þeir listamenn sem selja sínar myndir á heiðarlegum grundvelli og hafa unnið sér nafn með elju og dugnaði. List þeirra er kannski ekki vaxtarbroddur og nýjung, en merkilegfyrir þá sök að fylla út í þann ramma sem gerir heildina fastmótaðri og heillegri. 10

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.