Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 26

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 26
annað skipti hann máli. Hann brúkaði kjaft við Ragnar, sagðist ekki lengur vera sjálfstæðismaður, hann væri alkahólisti og stoltur af því hlutskipti sínu, auk þess hataði hann öll prófkjör sem bindindismenn stæðu að tilað lífga uppá tilveru sína. Hann sagðist gefa Ragnarisvefnbekkinnsinn, vasataflið, frímerkjasafnið, úrið og Mánudags- blaðið frá upphafi ef hann kæmi með áfengi strax. Afengi væri lífsins drykkur! Kandídatinn í próf- kjörinu hrökklaðist útúr kvistherbergi frænda síns í Þingholtunum og var ekkert að hafa fyrir því að kveðja. Ragnar tók að vanrækja vinnuna, hafði ekki lengur nokkurn minnsta áhuga á sölu varahlutaog hjólbarða. Ragnar og náinn vinur hans á vinnu- stað neyttu allra bragða til að sannfæra vinnu- félagana um nauðsyn þess að styðja framboð Ragnars. Vinurinn kvað Ragnar vera einn af hinum útvöldu, ætlað forystuhlutverk meðal þjóð- arinnar. Ragnar gæti rakið ættir sínar til Jóns Sigurðssonar forseta og alnafna hans á Tímanum, ritstjórnarfulltrúans, stolti ungra stjórnmála- manna. Mjög sterkar líkur væru einnig á að Ragnar væri skyldur Vilmundi Gylfasyni í móður- ætt. Ragnar ræddi í síma fyrirtækisins um próf- kjörið og þátttöku sína. Stúlkurnar á skiptiborð- inu kvörtuðu mjög undan því að viðskiptavinir næðu ekki sambandi, það væri stöðugt á tali, Ragnar notaði símann í eigin þágu. Þar varðengin breyting á. Ragnar hélt uppteknum hætti uns hann fékk orðsendingu frá forstjóranum: Ragnari Sig- urðssyni væri hér með sagt upp störfum sem sölu- manni með viku fyrirvara. Forstjórinn kallaði á Ragnar til viðtals á skrifstofu sinni og kvað hann verða að athuga sinn gang, spurði hvort hann væri virkilega að klikka, hvort próíkjörið væri að gera hann endanlega vitlausan, sagði það sitt álit að Ragnar væri ekki sami maður og áður, bað hann um að fara varlega að minnstakosti væri hann ekki orðinn sá maður sem þjóðin fylkti sér um. Ragnar hló að þessum athugasemdum forstjórans, kvað þær fíflalæti, sagði forstjórann varla með réttu ráði að segja sér upp, fyrirtækið kæmist ekki af án hans til lengdar, kvað það Ijóst að forstjóranum bæri að skammast sín. Ragnar var rekinn á dyr með þeim ummælum að hann væri fífl sem ætti stutt eftir inná Klepp. Ragnar lét það ekki á sig fá, varð kaldari og ákveðnari, ekkert skyldi stöðva framavonir hans, kastaði sér að fullu útí baráttuna, lagði allt undir. Það skipti hann engu máli þóað hann hefði ekki atvinnu Iengur. Hvaða máli skipti það? Hann var á leið uppá tindinn til hinna æðstu metorða. Fljótlega eftir að Ragnari var sagt upp störfum sem sölumanni gerði hann heimili sitt að miðstöð kosningabaráttunnar, pantaði tvo nýja síma, keypti rándýrt skrifborð og lét innrétta bar í stofunni þarsem Guðríður sá um veitingar, blandaði í glös. Hún klæddist sérstökum búningi, stuttu þröngu pilsi sem náði niður á mið læri og hvítri gegnsærri skyrtu sem opinberaði vel þrýstin brjóstin. Birgðir af áfengi, smurðu brauði, öli og tóbaki voru fluttar á heimilið að Hraunbæ 96 og öllu umturnað á skömmum tíma. Straumur vina og stuðnings- manna sótti Ragnar heim og drykkjuskapur fór að verða áberandi. Ymsir kunnir menn úr samkvæm- islífi borgarinnar gerðust ákafir stuðningsmenn Ragnars enda veitti hann áfengi einsog hver gat í sig látið. Andstæðingar og mótframbjóðendur í próíkjörinu báru á Ragnar drykkjuskap og svall um nætur. Ragnar brást þannig við ásökunum að hann lét girða blettinn fyrir framan húsið. Girðing- in var engin smásmíði, tæpir tveir metrar á hæð gerð af sterkum gildum staurum og vírneti. Kostn- aðinn greiddi hann vitanlega sjálfur en ýmsir íbúðareigendur í blokkinni voru hreint ekki á- nægðir með verkið, mótmæltu en aðhöfðust ekkert frekar. A framboðsfundi rúmri viku fyrir próf- kjörið kallaði keppinautur Ragnars hann atvinnu- leysingja og undraðist að slíkur maður væri kominn í prófkjör til Alþingis, bað viðstadda að hrópa húrra fyrir Ragnari Sigurðssyni atvinnuleysingja. Mótframbjóðandinn hafði ekki fyrr lokið máli sínu en Ragnar stóð upp, gekk að manninum og lamdi hann utanundir með krepptum hnefa svo blæddi úr neðri vör mannsins. Atburðurinn var kærður til lögregluyfirvalda. Sættir tókust síðar þegar Snorri Þór blandaði sér í málið. Voru uppi raddir um að hann hefði hreinlega mútað þeim er varð fyrir höggi Ragnars. Stress, spenna og óvissa um árangur í próíkjör- inu varð þess valdandi að Ragnar tók að smakka áfengi meira eða minna daglega, varð uppstökkur, skapstirður og kjaftfor. Sakaði bankagjaldkerann sem veitti kosningaskrifstofunni forstöðu um að hafa gert tilraun til að nauðga eiginkonu sinni Guðríði Glúmsdóttur og það oftar en einu sinni og jafnvel um að hafa komið fram vilja sínum. Sann- leikurinn var þó sá að Guðríður var oftast drukkin við heimilisbarinn og hafði ekkert við það að athuga þótt bankagjaldkerinn gerðist áleitinn við hana eða aðrir karlmenn úr hópi stuðningsmanna Ragnars. Sólarhring fyrir prófkjörið var efnt til mikillar veislu að Hraunbæ 96. Ragnar dró framúr geymslu stórt jólatré, skreytti það jólaskrauti og bankagjaldkerinn klæddist jólasveinabúningi. Það voru jól á heimilinu í nóvembermánuði og við- staddir fengu gjafir: bækur, hljómplötur, sokka, skyrtur, nærföt og litmyndir af Ragnari. Vín var óspart veitt og mikil gleði ríkti. Hávaðinn frá samkvæminu barst yfirí næstu íbúðir, það var enginn svefnfriður í hverfinu vegna drykkjuláta á heimili Ragnars. Plötuspilari á fullu og drykkju- söngvar röskuðu svefnró manna. Það var hringt til næstu lögreglustöðvar úr íbúðarblokkunum og tveir lögreglubílar voru sendir að Hraunbæ 96 til að stöðva samkvæmið. Lögreglumenn vopnaðir kylfum hlupu útúr bílunum þegar komið var að 26

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.