Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 11

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 11
NYLISTASAFNIÐ Það er eitt af markmiðum Nýlistasafnsins að vera miðstöð nýjustu strauma og tilrauna í íslenzkri list. Þetta markmið má túlka á tvo vegu: Aðilar safns- ins eru þeir listamenn sem tjá hvað frumlegasta hugsun í íslenzkri list, og eru í þeim skilningi sú miðstöð sem um er rætt. Það leiðir því af sjálfu sér að frumlegir listamenn standa ekki fyrir ófrumlegu sýningarhaldi í húsakynnum safnsins, heldur hlýt- ur áherzlan að verða lögð á nýstárlega starfsemi. I þessu sambandi er rétt að minnast þess að lifandi safn verður að ná út fyrir húsveggi sína, út á götur og torg, út um land. En ekki sízt verður að beina athygli almennings að safninu og búa honum aðstöðu til fræðslu og skemmtunar, með aðgangi að bókasafni, ljósmyndum, úrklippum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum og hvers konar listaverkum. Margir hlutir í listaverkaeign safnsins eru þannig gerðir að auðvelt er að ílytja þá í önnur landshorn, og margir aðilar að safninu tjá sig á þann hátt í listinni að farangur er óþarfur, listræn tjáning þeirra er óbundin stað og tíma og varpar stundum ljósi á svið sem engin mynd nær yflr þótt tjáningin sé myndræn. / í / Wolf Vostcll a«,ES!í's' Kristján Guðmundsson í skipulagsskrá Nýlistasafnsins stendur að fjár- magna skuli reksturinn með virðulegum hætti! Þar með er loku fyrir það skotið að hægt verði að útvega rekstrarfé eða auka verðgildi lausafjár með sömu aðferðum og öll heiðarleg fyrirtæki. En þá er að heimta inn ársgjöld og aðgangseyri á sýningar safnsins, krækja í styrki úr sjóðum, hirða ágóða af sölu tímarita, bóka, korta og annarrar útgáfu. Þá heimilar skipulagsskráin stjórn safnsins að koma á fót styrktarmannakerfi. Styrktarmenn gætu hugs- anlega látið af hendi rakna misháar íjárupphæðir, en fengju í staðinn t.d. boðsmiða á sýningar, afslátt á útgáfuverkum safnsins, árituð sérgerð listaverk, þ.á m. grafík í takmörkuðu upplagi. Stofnendur Nýlistasafnsins vilja með framlagi sínu stuðla að rekstri menningarmiðstöðvar sem taki nokkurt mið af þeirra eigin viðhorfum, en þar með er ekki sagt að hafna beri framlögum annarra aðifa ef þau samrýmast markmiðum eða hafa eitthvert gildi. I skipulagsskrá er sagt að kynna skuli vanmetin tímabil og liststíla, list sem hefur farið forgörðum eða ekki hlotið náð fyrir augum þeirra sem um listir fjalla, - má þar nefna Alþýðulistina svokölluðu. Þeir sem vel þekkja til fullyrða að stór hópur fólks víðs vegar um landið fáist við listsköpun, einkum eldra fólk sem lítillar kennslu hefur notið og heldur sér utan við skarkala heimsins, af meðfæddri hógværð eða í óvissu um eigið ágæti. Nýlistasafnið mun eftir föngum nálgast þetta fólk og verk þess svo viðurkenning fáist. Listasafn sem hafnar sambandi við þjóðarsálina og bindur sig á einangraðan klafa hlýtur að daga uppi í leiðindum. Nýlistasafnið frábiður sér tilgerð og stöðnun, en fagnar þeirri list sem sköpuð er af þörf og hefur varanlegan lífrænan tilgang. 11

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.