Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 6

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 6
Anton Helgi Jónsson WEST SIDE STORY i Margar hamingjustundir liíði ég í bernsku og unaðsljóma hennar varðveiti ég enn með sjálfum mér. Helgasti staður hjartans geymir minninguna um það sem gerðist, einn undurbjartan sunnu- dag, vorið sem ég varð sjö ára. Hópur saklausra barna stóð undir vorbláum himni, beið þess að hinar voldugu dyr opnuðust og náðarsólin geislaði fram. Þarna í hópnum var ég og sumir minna ástkæru vina. Meðan við biðum gerðist undrið. Sem aðrar vitranir kom þessi á óvart. Skyndi- lega. . . Og þarna sátu þeir, brostu og veifuðu. Veifuðu til okkar. Það var þá satt. Tilvera þeirra var vís og þeir voru hér. Hér meðal okkar. Við fengum ekkert áþreifanlegt tákn, en almætt- ið haíði vissulega sýnt sig. Við höfðum séð þá. Við vorum bænheyrð. Lengi eftir að þeir hurfu, bergmáluðu gleðióp okkar til himins. Halelúja, söng hjarta mitt. Og fundum við ekki öll kraftaverkastraum hinnar einlægu trúar? Síðan hef ég verið útlendingur í þessu landi. Eg reika um, mæti ungum mæðrum og feðrum sem leiða börn sín. Eg rýni í augu þeirra, rýni í augu þeirra og spyr með sjálfum mér: Varst þú þar? Hefur þú varðveitt barnstrú þína? II Hann fór út að aka með pabba og mömmu. En það var ekki venjulegur helgarbíltúr. Mæja frænka var með og þau ætluðu að skjóta henni inn í Garða- hrepp. Þaðan ætlaði hún að Iabba til Reykjavíkur. Það minnsta sem maður getur gert, hafði hún Hann fór út að aka með pabbaogmömmu. En það var ekki venjulegur helgarbíltúr. Mæja frænka var með og þau ætluðu að skjóta henni inn í Garða- hrepp. Þaðan ætlaði hún að labba til Reykjavíkur. Það minnsta sem maður getur gert, hafði hún sagt, er að trítla þennan spöl, en ég er engin manneskja til að ganga alla leið. Mæja frænka svona lítil og veikbyggð, á aldur við ömmu, ætlaði að ganga til Reykjavíkur. Það fannst honum skrýtið. Þegar allt fólkið kom í augsýn, vissi hann strax að þetta var ekki skrúðganga, eins og á sumardaginn fyrsta. Þó voru þarna fánar og nokkrir krakkar eins og hann. Mæja frænka þakkaði fyrir sig og var óðara horfin í gönguhópinn. Þá heyrði hann mömmu sína segja þessi orð: Mér hefur nú alltaflíkað vel við hana Mæju litlu, það er bara verst hvað hún er mikill kommi. Hann starði á göngufólkið og sá nú betur að þarna voru krakkar eins og hann. Og Mæja frænka. Mæja frænka svona lítil og veikbyggð. Hann fékk ákafan hjartslátt. Hún talaði stundum um það, að ekki væri hollt að horfa of mikið á kanann. Hann leit á göngu- hópinn og skiltin og grunaði að þarna væru fleiri sama sinnis. Fólk og líka börn á móti hermönn- unum, ameríkönunum. Einhvers konar þýskarar .....ó gvuð. III .....en hvað heitir þá forsetinn? spurði frænka sem kynnti sér þekkingu bróðursonarins í hverri heim- sókn. Kjennidí, svaraði drengurinn að bragði, heldur en ekki viss um viðurkenningarklapp á kollinn. Er það? sagði frænka og dró seiminn. Forseti íslands? Nei, nei, nei, nei, hann heitir Djonnsonn. Frænka reisti sig við í sætinu og setti upp kennarasvipinn. Það er nú forsetinn í Ameríku. Manstu ekki hvað forsetinn á Islandi heitir? Það er hægt að fá hest í Ameríku, hálf hvíslaði þá drengurinn í trúnaði að frænku sinni. Jæja, svaraði hún stutt, of gömul til að hafa áhuga á nokkurri reiðmennsku. Já, já, hélt drengurinn áfram, upptendraður. Og alvöru kábojhnakk og allt. Það kostar ekki neitt, maður á bara að skrifa nafnið sitt á kornflexpakka og svo kemur það. En það er bara hægt í Ameríku. Síðustu setningunni fylgdi dapurleiki í augna- ráðinu. Frænkan vildi greinilega ekki samhryggj- ast og bjóst til að standa á fætur. En þú veist ekki hvað forsetinn heitir? Það var stundarþögn áður en hún hélt áfram í uppörvandi tón. Hann er orðinn gamall. Eins gamall og ég. Það eru alltaf myndir af honum í búðargluggunum á 17da júní. Þú hlýtur að muna það núna. Heitir hann kannski, stamaði drengurinn, heitir hann kannski Jón Sigurðsson. 6

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.