Lystræninginn - 01.04.1978, Síða 23

Lystræninginn - 01.04.1978, Síða 23
- Auðvitað Sjálfstæðisflokknum væni minn. Flokki allra stétta. - Þá get ég ekki kosið þig. Pabbi er framsókn- armaður og vinnur hjá Sís frænda, svaraði dreng- urinn. Ragnar hló að athugasemd drengsins. - Alltílagi Dagblaðsstrákur, mér er svosem sama. Mér væri ekki sama ef þú segðist ætla að kjósa helvítis kommúnistana. Þá myndi ég rassskella þig væni minn. Eftir þessa athugasemd gekk drengur- inn að næsta borði og bauð eldri konu blaðið til kaups. Ragnar fletti Dagblaðinu um stund en gekk síðan blístrandi framá salernið. Hann skoðaði sig í spegli, strauk yfir hárið sem farið var að þynnast örlítið, tók upp greiðu og greiddi hárið aðeins neðar á ennið, fór ofan í jakkavasann og tók upp hárkremstúpuna sem hann keypti hjá hársker- anum og þrýsti úr henni í lófa sinn og bar í hárið, greiddi sér að nýju, vandlega, gekk að svo búnu að borði sínu og leit aftur í Dagblaðið, las leiðarann sem bar heitið: Við þurfum nýja menn á þing. I leiðaranum stóðu þessi orð: Þjóðin er orðin þreytt á gömlu mönnunum, sviplausu andlitunum, hún mun í ríkari mæli nú en áður veita nýjum mönnum brautargengi. En um- fram allt styður hún þá er hafa þor og kjark til að takast á við vandamálin, verðbólguna þá fyrst og fremst. Ungu menn! Prófkjörin eru tækifærið. Þið sem hafið þor og kjark, þið eigið næsta leik. - Ragnar Sigurðsson, Sigurðar frá Sjálfstæðis- stöðum hefur þor og kjark til að takast á við vanda- málin, sagði Ragnar upphátt að loknum lestri leiðarans. - Hvaða Ragnar sagðirðu? spurði eldri maður við næsta borð. - Það er ungur hugsjónamaður á uppleið sem ætlar að sigra í prófkjöri til Alþingis, svaraði Ragnar um hæl. - Jæja já, það eru sjaldgæfir fuglar þessir hug- sjónamenn. Aumingja maðurinn, ætlar að bjóða sig fram til Alþingis. Já vesalingurinn veit greini- lega ekki hvað hann er að gera, sagði maðurinn og haíði auðsjáanlega lítinn áhuga á unga hugsjón- armanninum. Ragnar hélt áfram að hugleiða baráttu sína í prófkjörinu. Hann var fangi hugsunarinnar um að komast inná Alþingi íslendinga. Hún Iét hann ekki í friði eitt augnablik. Hann tók Parkerpennann úr jakkavasanum og fór að krota á Dagblaðið. Teiknaði ofaní mynd af umferð á Laugaveginum Alþingishúsið eftir minni. Krotaði á haus blaðsins: Ragnar Sigurðsson, alþingismaður, Hraunbæ 96. Viðtalstími frá kl. I0-I2fyrir hádegi, mánudagatil fimmtudaga. Gjör rétt þol ei órétt! Islandi allt! Niður með niðurrifsöflin! Niður með vofu hins alþjóðlega kommúnisma! Skyndilega jókst hugmyndarflugið til muna: Ragnar Sigurðsson hefur verið kosinn formaður fjárveitingarnefndar Sameinaðs Alþingis. Ragnar Sigurðsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Ragnar Sigurðsson fjármálaráðherra. Ragnar Sigurðsson forseti efri deildar Alþingis. - Fröken, meira kaffi takk og nýja rjómatertu takk, kallaði Ragnar til afgreiðslustúlkunnar. - Réttstrax, svaraði afgreiðslustúlkan. Ragnar greip til pennans að nýju og krotaði á Dagblaðið þartil afgreiðslustúlkan kom að borð- inu. - Gjörðu svo vel herra alþingismaður, ég meina verðandi alþingismaður og ráðherra, sagði af- greiðslustúlkan um leið og hún setti kaffikönnu og rjómatertudisk á borðið hjá Ragnari. - Þakka þér fyrir góða. Eg skal minnast þín þegar ég verð fjármálaráðherra. Láttu þé heyra frá þér og ég skal athuga hvað ég get gert fyrir þig. Kannski ég geti þá útvegað þér góða vinnu í ráðu- neyti eða skrifað uppá víxil. Jæja, hvernig skal hefja baráttuna, hugleiddi Ragnar. Jú, vitanlega með því að taka lán og víxla, opna kosningaskrifstofu, hafa samband við frænd- fólk og vini. Ragnar velti málunum fyrir sér um stund þartil hann leit á úrið og stóð upp. Hann gekk framhjá afgreiðslustúlkunni og hvíslaði að henni. - Mundu að greiða mér atkvæði í prófkjörinu elskan. Þú sérð ekki eftir því drottning minna drauma. Ragnar geislaði af bjartsýni. Loksins átti hann hugsjón, loksins eitthvað tilað berjast fyrir, loksins hafði lífið öðlast tilgang. Hann ákvað aðkoma við í Alþingishúsinu, skreppa á þingpallana áðuren hann færi heim. Bílnum hafði hann lagt í Póst- hússtræti skammt frá Hótel Borg. Ragnar opnaði dyrnar á Toyotunni og teygði sig í hólfið eftir myndavélinni, lítilli Kódakvasavél, ogstakk henni inná sig. Hann hélt til Alþingishússins við Austur- völl með þann ásetning að mynda salarkynni þing- hússins þarsem hann ætlaði sér að starfa í fram- tíðinni. Á þingpöllunum var hópur manna að fylgjast með umræðum um eyðingu svartbaks og verndun þeirra fáu arna sem enn voru eftir í landinu. Ragnar settist á fremsta bekk og tók svo lítið bar á, að mynda salarkynni sameinaðs Alþingis. Hann fékk ágætt myndefni: Jón Sólnes í samræðum við Guðmund H. Garðarsson við glugga á þingsalnum og Albert Guðmundsson þarsem hann bauð kommúnistanum Ragnari Arnalds vindil. Ragnar færði sig um set yfirí efri deild þingsins, setti að nýju filmu í vélina og myndaði Geir Hallgrímsson í ræðustól, ráðherrana Gunnar Thoroddsen og Einar Agústsson á tali við kommúnistann Helga Seljan og áðuren hann yfirgaf þinghúsið náði hann tveimur ágætum nær- myndum; annarri af Garðari Sigurðssyni að færa Lúðvíki Jósepssyni vatnsglas og hinni af Ragnhildi Helgadóttur þarsem hún tók upp vasaklút og snýtti sér. 23

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.