Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 12
GAGNRÝNENDUR OG AÐRIR PÁFAR Það fer ekki hjá því að sumir gagnrýnendur liggi undir grun um að sofa á verðinum. Því er jafnvel haldið fram að þeir stundi skemmdarstarfsemi í þágu annarlegra aíla. Hérverður ekki tekin afstaða til þess, en hinu er ekki að leyna að mikillar óánægju gætir með hlutskipti þeirra, menn vor- kenna þeim að þurfa að tjónka við markaðslög- málin og umsvifin sem af þeim leiða, að þurfa að hrósa stílafbrigðum sem hafa útvatnazt í tímans rás síðan ismarnir bárust hingað ferskir, stílafbrigðum sem allir vita að þeir hatast við. Það er líka grátlegt að þeim er forboðin sú nautn að fagna nýjungunum í einlægni í stað þess að sýna þeim afskiptaleysi og fyrirlitningu. En aföllu illu er þó verst, efaumingja mennirnir sligast undir ábyrgðinni að falsa lista- sþgu landsins. En kannski má huggast við það að þessir landsfeður séu aðeins að skapa spennu í herbúðum framúrstefnunnar með heimatilgerðum sálfræðitrixum, vitandi það að jákvæð framvinda blómgast bezt við hæfilegan mótbyr? En gagnrýnendur eru ekki einir á báti í óeigin- gjörnu starfi, því húsbændur þeirra hafa stutt þá dyggilega í gegnum þunnt og fast, látið þeim eftir ómælt pláss undir hugsmíðar þeirra, ogjafnvel haft frumkvæði til þess að taka tali einhvern snillinginn sem hefur orðið fyrir barðinu á úthlutunarnefnd frumlegra gáfna. Og síðan leiðir hvað af öðru: Opinberir aðilar sannfærast, safnráð, safnarar, fagurkerar sannfærast, já og uppboðshaldarar slást í dansinn, - þar til allir menningarpáfarnir eru í sæluvímu saman. Og markaðslistamennirnir sætt- ast við örlög sín og ríkjandi ástand þar til yfir lýkur. Dorothy Iahnohe 12

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.