Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 22

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 22
Olafur Ormsson PRÓFKJÖR i - Fröken, viltu gjöra svo vel að koma með rjóma- tertu. Það var Ragnar Sigurðsson sem þannig ávarp- aði nýja afgreiðslustúlku á Hressingarskálanum í Reykjavík. Ragnar Sigurðsson sölumaður bifvéla- varahluta. Hann hafði það fyrir venju að fá sér kaíFisopa svotil daglega á Hressingarskálanum ásamt nokkrum kunningjum. Þeir höfðu myndað umræðuhóp sem ræddi helstu vandamál dagsins yfir rjúkandi kaffibollum, tertum eða vöfflum. Einn haustdag sat Ragnar einn við borð í horni hússins. Kunningjarnir höíðu afeinhverjum ástæð- um ekki mætt til að tjá sig um það sem efst var á baugi; prófkjörin og framboð til Alþingis. Ragnar var nýkominn frá hárskera, klipptur og vel til fara í dökkbláum röndóttum Kórónafötum frá Herra- húsinu og með ljóst bindi frá Lexa. Hann hafði kveikt í London Dock’s vindli. Afgreiðslustúlkan kom að borðinu með rjóma- tertu á diski og kaffi í könnu. - Fröken veistu hver ég er? Veistu hvað ég heiti? spurði Ragnar. - Nei, hvernig ætti ég að vita það? svaraði afgreiðslustúlkan undrandi. - Nei ekki enn elskan. Eg verð á hvers manns vörum eftir einsog hálfan mánuð. Eg heiti Ragnar Sigurðsson og er að fara í prófkjör til Alþingis. Ætla að verða alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðar ráðherra. Eg stefni hátt, finnst þér ekki? Afgreiðslustúlkan horfði með furðusvip á fyrir- bærið, lagði síðan diskinn með rjómatertunni á borðið og spurði Ragnar hvort hann vildi borga strax eða síðar. - Ekkert liggur á. Eg sendi þér ávísun frá Alþingishúsinu, svarar Ragnar brosandi. - Nei fyrirgefðu, ég borga um leið og ég yfirgef staðinn. Hvað annað? Ragnar hafði breitt úr sunnudagsblaði Morgunblaðsins fyrir framan sig. Hann tók upp penna og skrifaði í litla minnisbók verð á nokkrum fasteignum á Arnarnesi og í Mos- fellssveit. Fletti, las um nýjasta framhjáhald Doris Day, las leiðarann og hið margumtala Reykja- víkurbréf þeirra Matthíasar og Styrmis sem að þessu sinni íjallaði um lýðræði prófkjörsins. Ragnar las bréfið einsog spennandi reyfara. Það fjallaði um málefni sem hafði ekki látið hann í friði undan- farnar vikur, hvorki í svefni né vöku, ekki síðan hann las augfýsingu í blaðinu sem hljóðaði þannig: Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs. Próf- kjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í næstu Alþingiskosningum fer fram dagana 19., 20. og 21. nóvember næst- komandi. Ragnar hafði klippt auglýsinguna útúr blaðinu og fest hana uppá vegg við skrifborðið sitt á vinnustað við hliðina á myndunum af uppáhalds- hetjum sínum í samtímanum: Jóni Sólnes, Alberti Guðmundssyni og Aróni Guðbrandssyni. Ragnar hóf að tjá sig með Parkerpennanum. Krotaði á servéttu á borðinu: Hér með tilkynnist formanni prófkjörsnefndar Snorra Þór Guðmunds- syni, stórkaupmanni, að undirritaður, frcendi jnnn, Ragnar Sigurðsson, sölumaður bifvélavarahluta, til heimilis að Hraunbæ 96, er þátttakandi í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna fyrir- hugaðra alþingiskosninga. Virðingarfyllst, þinn frændi Ragnar Sigurðsson. Lengi hafði Ragnar dreymt um að vera í sviðs- ljósinu, dreymt um skjótan frama, áhrif og völd. Hann var orðinn leiður á sölumennskunni, taldi hana ekki lengur spennandi verkefni og því síður þroskandi fyrir ungan mann á uppleið, haíði einmitt bundið vonir sínar við frama í stjórn- málum. Varla ætti hann að skorta meðmælendur til prófkjörsins. Hann hafði verið fiokksmaður frá barnæsku, fengið flokksskírteinið í gjöf frá frænda sínum á fermingardaginn fyrir umþaðbil tuttugu árum. Faðir hans sagði einmitt við það tækifæri að skírteinið væri lykillinn að farsæld í lífinu enda var gamli maðurinn trúr sínum flokki meðan hann lifði. Allt hans fólk, frændur og frænkur, móðurætt sem föðurætt fylgdi flokknum að málum. Sjálfur haíði Ragnar valist til trúnaðarstarfa fyrir flokk- inn. Setið í stjórn Heimdallar strax og hann hafði aldur til og síðar í ýmsum nefndum: gatnamála- nefnd borgarinnar, húsfriðunarnefnd, sorpeyðing- arnefnd; hann mundi hreinlega ekki allar þær nefndir sem hann hafði setið í. Ragnar sökkti sér niðurí hugleiðingar um frama sinn. Það slökknaði í London Dock’s vindlinum og hann kveikti í að nýju og gleymdi stað og stund. Alltíeinu hrökk hann við. Blaðsölustrákur stóð við borðið og bauð honum Dagblaðið til kaups. - Já, já, já, ég skal kaupa af þér Dagblaðið góði minn, með ánægju. Ragnar rétti drengnum fimmhundruðkróna- seðil og bað hann að eiga afganginn. Blaðið kostaði níutíukrónur. - Mundu eftir mér þegar þú færð kosningarétt væni minn. Mundu að ég heiti Ragnar Sigurðsson þegar þú gengur í fyrsta sinni að kjörborðinu. Blaðsöludrengurinn sagðist ætla að reyna að muna nafnið en spurði um leið í hvaða flokki Ragnar væri. 22

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.