Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 24

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 24
II Ragnar sleit upp nokkur blóm á blettinum við Hraunbæ 96. Hann var líkastur kálfi sem hleypt er út að vori. Hann lagði blómin frá sér og stóð á höndum á gangstéttinni og blístraði; tók tilhlaup og stökk yfir snúru sem strengd var á milli tveggja staura á blettinum. - Nýtt íslandsmet! Nýtt hraunbæjarmet! hróp- aði Ragnar um leið og hann tók blómin upp af gangstéttinni. Hann kom blístrandi inní eldhúsið í íbúð sinni með blómin í hendinni, settist við eld- húsborðið á móti eiginkonu sinni Guðríði Glúms- dóttur og sagði. - Sæl elskan. I love you darling. Fæ ég ekki einn koss elsku krúttið mitt. - Það er naumast það liggur vel á mínum manni í dag. Þú hefur þó ekki fengið stöðuhækkun eða hvað? Vannstu kannski í Happdrætti Háskólans? Þú hlýtur að hafa unnið einhvern sigur. - O, nei, nei, Guðríður mín, ég hef hvorki fengið stöðuhækkun eða unnið í happdrætti. Eghefunnið persónulegan sigúr. Sigrast á hlédrægni minni og feimni. Eg hefsemsagt ákveðið að bjóða mig fram í prófkjöri til Alþingis. Eg hef nú loks ákveðið að gerast stjórnmálamaður. Eg hef heimsótt þing- húsið og myndað alþingismenn að störfum, skoðað húsið í krók ogkima enda tímabært þarsem ég mun starfa á Alþingi næstu árin. Jæja, hvernig Iíst þér á elskan mín? Ertu ekki stolt af eiginmanninum? - Stolt! Eg veit varla hvað ég á að segja við slíkum tíðindum. Þú hefur aldrei minnst á það áður að þú ætlaðir að gerast stjórnmálamaður. Er einhver framtíð í þessu? - Framtíð! Hvernig spyrðu manneskja! Einhver framtíð! - Já, ég spyr nú bara svona. Ekki veit ég hvernig þingmenn starfa Ragnar. Er nokkur furða þótt ég spyrji? - Nei, það er kannski engin furða þótt þú spyrjir elskan mín. Þú sem ert í eldhúsinu kvölds og morgna. Við stefnum hátt Guðríður. Við stefnum að því að eignast fasteign á Arnarnesinu viðsjóinn. Hvað sagði ekki skáldið: Hafið lokkar og heillar. Við stefnum að því að kaupa Range Rover jeppa, að fara utan einu sinni á ári minnst. Við ætlum að lifa einsog manneskjur meðan tækifæri gefast. Það er ekkert líf, að búa í þriggja herbergja íbúð á neðstu hæð í blokk. Einbýlishús er framtíðin og það sem koma skal. Einbýlishús með útisundlaug og öðrum þægindum samkvæmt kröfu tímans. Sem- sagt; Ragnar Sigurðsson og Guðríður Glúmsdóttir stefna á tindinn. Lífsgæðatindinn. - Alltílagi, við stefnum á tindinn. Ragnar, hefurðu nokkuð gleymt að taka pillurnar í dag, þessar róandi. Þú manst hvað læknirinn sagði góði minn þegar þú fékkst brjálæðiskastið síðast og mölvaðir rúðuna í svefnherberginu og reyndir að drekkja þér í baðkerinu. Hann bað þig að forðast allt stress, alla spennu. Þú hefur því miður ekki verið of góður á taugum undanfarið Ragnar minn. Tókstu pillurnar í morgun? Þú ert eitthvað svo spenntur. - Æjá, ég gleymdi að taka pillurnar mínar í morgun en ég tek þær inn á eftir. Annars hefur bölvaður karlskunkurinn ekki alltaf rétt fyrir sér með þessar pillur en það er nú einusinni atvinna hans að koma taugaróandi pillum ofaní fólk. Hann hefur góðar tekjur af slíku Guðríður mín. - Segðu mér eitthvað frá starfi alþingismannsins Ragnar. Eg er orðin voðalega spennt elskan mín. Kannski þú sért loksins að finna atvinnu við þitt hæfi. - Starf alþingismannsins er heillandi verkefni góða mín. I Alþingishúsinu gerast hlutirnir, þar er ráðið málum þjóðarinnar og þar vil ég starfa og hvergi annarsstaðar. Eg er orðinn þreyttur á helvítis sölumennskunni sem er virkilega mann- skemmandi starf. Hið háa Alþingi er helsta stofnun þjóðarinnar og elsta. Þar verður fjármáláfrum- varpið til, reyfari ársins einsog Snorri Þór Guð- mundsson frændi minn komst að orði í sjötugs- afmæli sínu um daginn. Snorri lánar mér milljón í baráttuna ef ég þekki frænda rétt. Hann á nóg af peningum. Hvernig eru þið Snorri aftur skyldir Ragnar minn og afhverju fékk ég ekki að koma með í sjötugsafmælið væni minn? - Við Snorri Þór skyldir spyrðu. Nú hann er hálíbróðir hans pabba heitins. Þeir er synir hans Guðmundar bruggara sem bruggaði mest allra í gamla daga. Sá hefur nú lifað fjölbreyttu lífi. Einusinni var hann kommi en nú er hann einn ríkasti maður landsins. Eg hef alltaf haldið mikið uppá frænda. Hann er mín fyrirmynd. Eg býst við að hann Ijármagni baráttu mína fyrir öruggu þing- sæti; tel það raunar víst. Ætli hann bjóði mér ekki í Frímúrararegluna. Þeir eru komnir þangað inn flestir frændur mínir t.d Pétur Diðrik hæstarétt- arlögmaður, gamall nasisti. Já afmælið góðan mín. Því miður er Snorri þannig gerður að hann vill aðeins frændfólk sitt af karlkyni í afmælisveislur sínar, hefur aldrei haft neitt álit á kvenfólki nema konu sinni sem hann dýrkar. - Konan hans er auðvitað voðalega íín frú. Hvernig bíl eiga þau? - Konan hans, jújú hún er fín frú en þú verður enn glæsilegri krúttið mitt þegar ég hef efni á að kaupa á þig pelsana. Þau eiga fjóra bíla: tvo Range Rover jeppa, nýjan Citreon glæsilegan vagn ogsvo á strákurinn Volkswagen. - Veistu það Ragnar að mig langar í svartan loðfeld en ekki fyrr en þú verður orðinn þing- maður. Svo vii ég líka eignast góða samkvæmis- kjóla elskan mín. - Koma tímar koma ráð Guðríður Glúmsdóttir. Þegar ég hef efni á verður þú einsog upplýst jólatré elsku krúttið mitt, sagði Ragnar og kleip í aðra rass- kinn Guðríðar. 24

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.