Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 36

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 36
konan: (við manninn) komdu, þú veist að þetta þýðir ekkert fyrir okkur, hann er svo margfalt máttugri, við getum ekkert nema hlýtt honum maður 1: rétt hjá þér væna mín, þú ert skynsöm (við manninn) ég er ykkur svo miklu sterkari og ég get stjórnað hugum ykkar og gerðum að vild, svo þú skalt ekki reyna þetta oftar, því annars hiýturðu verra af, og þið vitið hvað það þýðir konan: (við manninn) komdu vinur minn, ég myndi ekki þola að sjá hann kvelja þig, og gera úr þér hvað sem hann vildi, ó elsku vinur minn vertu nú skynsamur og komdu, við getum ekkert annað maðurinn: (lágt og mjög óstyrkt) ég kem ekki maður 1: (reiðilega) hvað er þetta ræfilstuskan þín, þetta skaltu fá borgað (maður 1 ræðst á manninn, rífur hann upp af stólnum og tuskar hann til, tekur svo til að draga hann að hurðinni til vinstri (séð frá sal), konan rekur upp óp og byrjar að gráta, maður 1 druslar manninum, sem veitir litla eða enga mótspyrnu, óþyrmilega að hurðinni, konan skjögrar grátandi á eftir) konan: (snöktandi) hjálpi okkur hver sem . . . (maður 1 rykkir í hurðarhúninn, en hurðin opnast ekki, hann reynir aftur og aftur, hann sleppir manninum sem skríður út í horn, konan hleypur snöktandi í fang hans, maður 1 djöflast á hurðinni eins og óður, en allt kemur fyrir ekki) maður 1: (gengur eitt skref frá hurðinni) hver djöfullinn er þetta, hún opnast ekki, ég kemst ekki út (hann ræðst aftur á hurðina og reynir af öllum kröftum að opna hana, en hún opnast ekki) maður 1: (móður) hver djöfullinn, hvað á ég að gera, ég kemst ekki út, andskotinn hafl það, en ég get þó alltaf farið inn til hans, (lítur á þau) en hvað með ykkur vesalingana, á ég að fara aðskilja ykkur eftir, (reiðilega) nei, ég skal sjá til þess að þið komist aldrei héðan út, andskotans aumingjarnir ykkar (maður 1 dregur upp rýting sem hann hafði á sér innan klæða og gengur að þeim þar sem þau hnipra sig saman úti í horni) maður 1: (æfur) ræflar, svín, ég skal drepa ykkur (en þá skyndilega opnast hurðin (hægra megin) og maður 1 stoppar með rýtinginn á lofti og lítur þangað með sambland haturs og ótta í svipnum, um leið slökkna öll ljós og ofan af sviðinu heyrist ógurlegur gauragangur, óraunverulegur, hljóðin eru líkust, gjammi hunda, smellum tanna, klóri katta, skerandi ískri, gnauði vindsins, óreglulegum högg- um (og ég veit ekki hverju), öll þessi óhljóð blandast saman við öskur í manni og hræðsluóp konu, síðan lægir aðeins á sviðinu og má þá greina óp konunnar, sem eru líkust hryglukenndu angistar- veini, skerast í gegnum myrkrið og hávaðann þegar hún: (hrópar) einhver, einhver hjálpi okkur, ó guð . . . (allt dettur í dúnalogn) ljósin kvikna aftur einsog áður nema hvað nú hafa dyrnar til vinstri opnast og inn um þær teygir dagsbirtan sigfram ágólfið, upp ásviðinu másjáað borð og stólar hafa brotnað og liggja eins og hráviði um allt herbergið, dyrnar til hægri eru lokaðar og rétt fyrir framan þær stendur rýtingurinn í gólfinu, maðurinn og konan liggja í hnipri í sama horninu, en maður 1 er horfinn, þau staulast á fætur, óstyrk á fótunum og styðja sig hvort við annað er þau ganga hægt að geisla dagbirtunnar, stoppa fast við hann) konan: hann hefur bjargað okkur maðurinn: já konan: þetta var hryililegt, ég hef aldrei orðið svona hrædd maðurinn: við skulum ekki hugsa um það framar, heldur um hvað nú taki við konan: já, hvað heldurðu að geti hafa gerst þarna úti maðurinn: kannski er allt dautt eins og hann sagði konan: það þarf ekki að vera, kannski hefur þeim, vinunum okkar, tekist að reka hið illa af höndum sér, þeir loksins gert uppreisn, eins og þú gerðir áðan maðurinn: það efast ég um, hið illa er svo margfalt sterkara en hið góða, en núna er það okkar hlutverk að fara út og sá því góða í hinn grýtta jarðveg konan: (lítur um herbergið) já, komumokkurburt úr þessu fangelsi, þessari biðstofu hinna lifandi dauðu maðurinn: nú tekur lífið við konan: já lífið, og hið góða maðurinn: vonandi (og þau ganga út í ljósið) (þögn) (ljósin slökkna) endir. 36

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.