Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 27

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 27
húsinu en um leið var hraðsuðukatli grýtt gegnum stofugluggann og lenti hann á framrúðu annars lögreglubílsins. Bankagjaldkerinn hrópaði innúr húsinu. - Mikið helvíti var ég hittinn krakkar, hikk, ég skaut niður bílinn hans Olafs Jóhannessonar. Lögreglumenn gengu að húsinu og knúðu dyra hjá Ragnari Sigurðssyni. Ragnar kom til dyra allsnakinn, með stórt dökkblátt glóðarauga og hóf að syngja. - Jólasveinar einn og átta, ofan komu af fjöll- unum. I fyrrakvöld þeir fóru að hátta og fundu hann Ragnar Sigurðsson og fóru með hann á Alþingi. Velkomnir jólasveinar! Hvað er að frétta affjöllunum, eruð þið með nafnskírteini, hingaðfer enginn inn án þess að sýna nafnskírteini, er grýla ekki dauð, gafst hún ekki upp greyið? - Komdu þér innfyrir góði og farðu í einhver föt, svaraði fyrirliði hópsins. - Ekki fyrren þið lofið að greiða mér atkvæði í prófkjörinu á morgun. - Það verður varla mikið úr þátttöku þinni í prófkjöri í þessu ástandi, svaraði flokkstjóri lög- reglunnar. Ragnar slagaði inní stofuna með lögregluna á eftir sér. Að skömmum tíma liðnum hafði lögregl- an með sér úr húsinu eina tíu veislugesti, fáklædd- ar konur og karla illa til reika vegna drykkju og slagsmála. Nokkrir veislugesta flúðu inní eldhúsið og hófu þaðan varnaraðgerðir, settu ískapinn og eldavélina fyrir dyrnar. Lögreglan greip þá til þess ráðs að henda táragassprengju gegnum eldhús- gluggann en um leið og þeir brutu rúðuna fengu þeir eldhúsborðið í fangið og fylgdu stólar á eftir. Þrír lögreglumenn lágu slasaðir í valnum en einn hljóp að öðrum bílnum og bað um liðsauka, lét þess getið að þeir réðu ekkert við veislugesti próf- kjörskandídatsins Ragnars Sigurðssonar. Lögreglu- maðurinn hafði varla fyrr lokið máli sínu en Ragnar greip af honum hljóðnemann og bað þá niðri á stöð að sýna stillingu, þeir ættu að vita að Ragnar Sigurðsson væri að skemmta sjálfum sér og stuðningsfólki sínu. Það væri komið að lokum erfiðrar baráttu og hann hefði fullan rétt tilþessað lyfta sér svolítið upp, kvað heimsókn lögreglunnar minna sig á ástandið í Austur-Evrópu undir oki kommúnismans. Ragnar hótaði því gegnum tal- stöðina að kæra þessa heimsókn ef liðið hyrfl ekki á brott þegar í stað. Eitt af grundvallaratriðum lýð- ræðisþjóðfélagsins væri frelsi einstaklingsins, fagn- aðurinn væri einstaklingsframtakið í sinni ágæt- ustu mynd. En Ragnar talaði fyrir daufum eyrum og meðan hann hélt á hljóðnemanum kom þriðji bíllinn að húsinu. Hann flúði inní húsið og læsti útidyrunum. Nýr flokkur lögreglumanna braut upp dyrnar en mætti um leið ölóðum hópi veislugesta. Senn logaði allt í slagsmálum, tveir veislugesta hlupu að ösku- tunnunum og tíndu uppúr þeim sorp, mjólkur- hyrnur og áfengisflöskur og fleygðu að lögreglu- mönnunum. Það var við ofurefli að etja, lögreglan gekk hart fram með kylfur á lofti og rotuðu allflesta sem eftir voru úr hópi veislugesta Ragnars. Það var komið undir morgun prófkjörsdagsins. Ragnar stóð við glugga í íbúð sinni og horfði á viðureign lögreglu og þeirra sem eftir stóðu af veislugestum. Hann opnaði gluggann og kallaði til lögreglunnar hásri drykkjuröddu. - Jæja piltar, til hamingju með prófkjörsdaginn sem runninn er upp. Að kvöldi þessa dags munu örlög þjóðarinnar verða ráðin og ég, Ragnar Napóleon Bónaparte Sigurðsson, mun segja upp öllu lögregluliði og stofna her, koma á herskyldu í landinu. Má ekki bjóða ykkur innfyrir í dreggj- arnar piltar? - Hættu þessu bölvaða kjaftæði og komdu með okkur niður á stöð, sagði flokksstjórinn. - Ekki fyrren þið lofið að styðja mig drengir mínir. - Alltílagi, við skulum styðja þig, svaraði flokks- stjórinn. - Og ég mun leysa ykkur undan því oki að starfa í lögreglunni, kallaði Ragnar úr glugganum. Ragnar var leiddur útí lögreglubíl og ekið niður á stöð. Þar var tekin af honum skýrsla og hann látinn sofa úr sér vímuna í klefa 202. Hann var ræstur skömmu eftir miðnætti og færð þau tíðindi af eiginkonu sinni sem einnig hafði setið inni einhverntíma nóttina áður að hann heíði hlotið öruggt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum. Ragnar lét segja sér tíðindin tvisvar. Þegar hann hafði áttað sig stóð hann upp af bekknum í klefa 202 og faðmaði Guðríði Glúmsdóttur að sér. Síðan bað hann um að mega hringja í frænda sinn Snorra Þór Guðmunds- son formann prófkjörsnefndar. Hann kvaðst verða að þakka honum sigurinn sem væri hans verk ekki síður en Ragnars Sigurðssonar. Margt breyttist í lífi Ragnars og Guðríðar. Þau festu kaup á einbýlishúsi á Arnarnesinu. Ragnar fékk atvinnu sem skrifstofumaður hjá frænda sínum Snorra Þór. Þau hjónin fóru vestur til Bandaríkj- anna til meðferðar á Freeport vegna drykkju vikurnar á undan prófkjörinu og töldu sig hafa fengið umtalsveðan bata er þau komu að nýju heim. Bankagjaldkerinn er veitti kosningaskrifstofu Ragnars forstöðu ruglaðist, hélt áfram að vera jólasveinn á Kleppsspítalanum árum saman og vegna þrálátrar beiðni hans keypti Ragnar handa honum fullkominn jólasveinabúning og afhenti honum á fertugsafmæli hans. L

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.