Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 16

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 16
Blakta fánar rauðir yíir járnlitum líkneskjum, hlægilegir eru löngu dauðir keisarar steyptir í málm, tindátar keisurum í dauðateygjum til huggunar, tindátar sósíaldemókrötum í valdastólum til fordæmis, tindátar undir rauðum fánum. Götur Pétursborgar eru lifandi, verkamennirnir hafa yíirgeíið verksmiðjurnar, járnið bíður nýs lífs, vopnin til verkalýðsins. Dögun og sumar fullt af óvissu, sumar, sósíaldemókratarnir tvíhöíða vakna, steinrenna, sumar og fólkið milli verksmiðjunnar og götunnar, þetta sumar, sósíaldemókratar í valdastólum frá orði til verks, frá verkalýðnum til borgaranna, þetta rauða sumar, fólkið í verksmiðjunum til valdsins, sósíaldemókratarnir tvíhöíða, steinrunninn örn í vinnulausri hendi borgarans, þetta rauða sumar: völdin til ráðanna! 16

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.