Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 4

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 4
Jón Oskar LAND MITT í dölum þínum hef ég lesið ber, í fjörum þínum tekið oft á sprett, ég fann þar skeljar, kuðunga og gler, ég settist auðugur á háan klett og söng og söng á meðan brimið small á klettsins harða vegg og aldan svall og blóðið vall í æðum mér, ég söng um ást og líf og vötnin blíð og ströng, um landið, íjall og dal og kaldan mar, um þjóðarinnar líf og nótt og dag, um hennar draum og strit og áralag. Halldór S. Stefánsson KREPPTUR HNEFI Minnstu að afl þitt býr í þessum kreppta hnefa. En mundu að misnota það ekki því að þetta er hið eina sem þú átt. Vertu þolinmóður og starfaðu þar til krepptu hnefarnir - fyrir áróður þinn - eru orðnir nógu margir. Þá munu allir krepptir hnefar reiða til höggs! 4

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.