Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 33

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 33
maður 2: (æstur) þagnað út fer ég aldrei aftur maður 1 og 3: nei (þögn) maður 3: þó er gott að vita af þessum möguleika (maðurinn og konan færa sig einu skreíi nær hvort öðru) maður 1: usshh (þögn) (mennirnir við borðið stara á hurðina til hægri (séð frá sal), fullir eftirvæntingar og þeir spyrna fótunum í gólfið líkt og í viðbragðsstöðu) maður 3: nei, hann ætlar ekki að banka maður 1: nei ekki núna, en það kemur maður 2: andskotinn maður 3: (við mann 2) þú ættir ekki að verasvona óþolinmóður maður 2: ég er búinn að vera hér nógu helvíti lengi maður 1: ég er þó búinn að vera hér lengst maður 2: andskotinn hafi það, þú ert bara ekki nógu fljótur maður 1: hinir hafa alltaf verið fljótari maður 3: röðin kemur nú brátt að okkur maður 1: já, það ætti líklega að fara að koma að því, loksins (þögn) maður 3: (dregur þrjú spil) pass (þögn) maður 3: það hefur enginn bætst í okkar hóp lengi maður 1: mjög lengi (þögn) maður 3: hvað ætli að hafi gerst þarna úti? maður 2: mér er andskotans sama, ólsen ólsen! (um leið er barið tvö þung högg, sem drynja um herbergið, á dyrnar til hægri (séð frá sal), og mennirnir þrír spretta upp frá borðinu og hlaupa að hurðinni sem opnast sem snöggvast, manni 2 sem sat íjærst hurðinni tekst að verða fyrstur og smeygja sér innum dyrnar, með því að grípa í hina og ryðja þeim frá, hurðin skellur aftur á hæla honum, hinir tveir snúa vonsviknir aftur að borðinu, taka upp spilin, fitla við þau og látast vera að spila) maður 1: sá var ákveðinn í að komast inn maður 3: já hann vissi hvað hann vildi maður 1: ert þú í vafa maður 3: ég hélt að þú þyrftir ekki að spyrja mig að því, ég sefn hef verið hér svo Iengi, eins og þú veist maður 1: já þú værir líklega farinn út ef þú værir í vafa maður 3: nei, þó ég væri í vafa þá færi ég samt ekki út, í þetta andskotans ástand maður 1: var það slæmt þegar þú fórst maður 3: það var djöfullegt, maður gat ekkert gert, hinir voru búnir að leggja allt undir sig maður 1: það var eins þegar ég fór, hvergi staður til athafna maður 3: þessi helvítis heimur, eins og maður hefði þó getað skemmt sér þar maður 1: já, ef maður hefði orðið ofaná maður 3: og með smá heppni, en hinir eru fastir í sessi og eru ekkert að gefa það eftir sem þeir hafa sölsað undir sig maður 1: nei, þeir halda fast um sinn hlut maður 3: þessir andskotans glæpamenn maður 1: það gengur svona, sumir verða ofaná og aðrir verða undir (þögn) maður 3: þeir troða mann niður í svaðið, þú hefðir átt að sjá hvernig þeir nutu þess að troða mann niður í svaðið maður 1: ætli ég kannist ekki við það maður 3: það var beinlínis nautn hjá þeim að trampa á manni og sýna yfirburði sína maður 1: það eru margir sem ekki hafa þolað þetta maður 3: og hvað getur maður þá gert annað en flúið til hans maður 1: það er það eina sem hægt er að gera (þögn) maður 3: hvað heldurðu að taki við þegar við loksins komumst inn til hans, heldurðu að það verði nokkru betra maður 1: jú, það er örugglega miklu betra en að vera þarna úti (þögn) maður 3: ætli hann fari ekki að banka bráðum maður 1: vertu bara rólegur, hann bankar maður 3: hvernig er hægt að vera rólegur, það er ekki mikið betra að hanga hér en að vera þarna úti maður 1: það þýðir ekkert að vera með æsing, hann bankar þegar hann bankar, og það er ekkert sem við getum gert nema bíða (þögn) maður 3: þessi sem var hérna áðan hefur aldeilis verið búinn að fá nóg af verunni þarna úti maður 1: já, svo til nýkominn hingað og svo ruddi hann okkur frá og tróð sér inn maður 3: hann var ákafur í að komast til hans sem fyrst (þögn) maður 1: mér finnst eins og í seinni tíð að þeir sem koma hingað séu mun ákafari í að komast til hans en þeir voru hérna áður fyrr maður 3: og það táknar ekki nema eitt, og það er að ástandið fari stöðugt versnandi þarna úti maður 1: það er líklega rétt hjá þér maður 3: þeir hrinda manni frá með stöðugt meira offorsi, þessir djöflar maður 1: já, við erum heldur ekki nógu ákveðnir í að ryðja þeim burt maður 3: við erum alltof linir við þá, og svo er ég bara svo helvíti seinn á mér maður 1: það er ég líka, og þess vegna er ég nú búinn að vera hér allan þennan óra tíma maður 3: varstu kominn hingað löngu áður en ég kom maður 1: ég hef verið hér lengi maður 3: séð margt 33

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.