Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 3

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 3
IVSTRflcNINGINN 20. HEFTI—6. ÁR. Ritstjórn: Ólafur Ormsson, ábm. Vemharður Linnet Porsteinn Alarelsson Auglýsingastjóri: Ólajur Ormsson, sími 28716 Dreifingarstjóri: Porsteinn Marelsson, sími 71060 Forsíðumynd: Jim Smart Setning: Lelurval sf., Ármúla 36 Útlit og umbrot: Leturval sj., Armúla 36 Filmuvinna og prentun: Prentval, Súðarvogi 7 Bókband: Bókamiðstöðin Útgefandi: L YSTRÆNINGINN Pósthólf9061 129 Reykjavík Símar: 27816, 71060, 71719. Efni: Hugarheimsálfan................... 4 Ljóð .............................. 6 Litla gula hÆnan................... 7 Ljóð .............................. 9 Sólarferð - Viva Espana........... 10 Ljóð ......................... 23 Guðbergurfvmmlugur............... 24 Höfundar: Guðbergur Bergsson, Geirlaugur Magnús- son, Tryggvi V. Líndal, Guðni Már Henn- ingsson, Jónas Friðgeir Elíasson, Friðrik Guðni Pórleifsson, Adólf Ólafsson, Pe'tur Önundur Ándrésson, Heimir Már, Óskar Ámi Óskarsson, Hrafn Andrésson, Magnúz Gezzon, Ámi L.Jónsson, Eyvind- ur Eiríksson, Gunnar Sverrisson, Guð- mundur Steinsson, Sigurgeir Porgrímsson. V.__________________1_Z__1-----------------/ Til l0S0ndci Þá kveður Lystræninginn og þetta tuttug- usta hefti verður það síðasta sem við þremenn- ingar gefum út. Fyrsta hefti Lystræningjans sá dagsins ljós á haustmánuðum 1975 og oft var útgáfan erfíð en þó aldrei einsog nú. Prent- kostnaður vex, æ færri borga áskriftargjöldin, auglýsingum fækkar og við orðnir lúnir. Ævin- týrið er úti en skemmtilegt var á meðan var. T ugir höfunda hafa átt efni í blaðinu og margir stigið þar fyrstu sporin á rithöfundaferli sín- um. Að lokum viljum við þakka mörgum áskrif- andanum stuðninginn, því margir þeirra hafa verið þrautsegir og ekki gefist upp á að borga gíróseðlana þó langt hafi orðið á milli heft- anna. Tónlistartímaritið TT kvaddi í sumar og nú Lystræninginn. Við þremenningarnir höldum hver að sínu, en við höfum löngum verið óút- reiknanlegir svo enginn veit að hvaða uppá- komum við eigum eftir að standa ásamt kon- unni á horninu og manninum í mjólkurbúð- inni. LEIÐRÉTTING: I 19. tölublaði misritaðist síðasta erindi kvæðis Gunnars Sverris- sonar: Verkgleði. Rétt er það þannig: Hvort Bakkus/ var með þeim í ljóði,/ sú vitneskja,/ einskis, sé gróði,/ því þeirra sönglist,/ eitt fag,/ sálin í söng þeirra/ og herskir þeir/ unnu hvern dag. LESENDUR! Nú þegar Lystræninginn hættir að koma út viljum við gefa þeim kost á, sem þess óska, að eignast hann allan. Við munum því láta Ijósrita og hefta tölublöð 1-7, sem löngu eru uppseld, og kostar eintakið kr. 70,- frá okkur. Þeir sem panta öll heftin sjö fá þau á kr. 400,- Aukablöð Lystræningjans 1-3 má fá á kr. 10,- eintakið. Hefti 8-19 á kr. 20,- eiktakið. 3

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.