Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 7
Friðrik Guðni Þórleifsson:
Litla gulo hænan
Litla Gula Hænan fann fræ. Nú var það í sjálfu sér ekkert
óvenjulegt að Litla Gula Hænan fyndi fræ, hún var einmitt
löngu orðin þjóðkunn fyrir starf sitt í þágu glataðra fræja
og þetta starf haíði að sjálfsögðu í för með sér að henni voru
allar tegundir fræja svo kunnar að hún taldi sig engu geta
bætt þar við. En nú gekk hún semsé fram á fræ sem hún —
viti dýr — hafði aldrei séð áður. Litla Gula Hænan laut
niður og athugaði fræið nánar. Henni sýndist nær að taka
það til meðferðar heldren láta það liggja svona í reiðileysi
úti á víðavangi. Hún hugsaði með sér að best væri að taka
það með sér heim, sá því í pott og sjá hvað afþví sprytti. Og
það gerði hún.
Fræið óx og varð að jurt. Litlu Gulu Hænunni þótti
jurtin strax frá byrjun eitthvað torkennileg en vildi þó bíða
og sjá hverju fram yndi. Og það gerði hún. En einn góðan
veðurdag var barið að dyrum. Hún lauk upp og fyrir utan
stóð Hundurinn. Hann bauð góðan dag, tilkynnti með
sperrtu skotti að hann væri frá Rannsóknamefnd Tor-
kennilegra Jurta og hefði heimild til húsrannsóknar. Litla
Gula Hænan varð eilítið skelkuð en bauð Hundinum inn.
Hundurinn gekk rakleiðis að hinu nýja fósturbarni Litlu
Gulu Hænunnar, sagði að þetta yrði að rannsakast betur,
þreif pottinn með jurtinni, sagði að Litla Gula Hænan
myndi heyra frá þeim seinna og var svo horfinn án þess að
gjamma í kveðjuskyni.
Litla Gula Hænan var bæði sár og reið. Hún var fyrst
efrns í því hvað gera skyldi en svo datt henni í hug að hafa
samband við lögfræðing, best mvndi vera að hringja í
Köttinn. Og það gerði hún.
Kötturinn hlýddi á sögu hennar með athygli. Sagði
henni svo að bíða eftir því að Rannsóknarnefnd Torkenni-
legra Jurta hefði samband við hana, þá mvndi hann taka
málið í sínar klær.
Svo liðu nokkrir mánuðir. Litla Gula Hænan var farin
að vona að málið hefði verið látið niður falla með bréfi frá
dómsmálaráðuneytinu þegar henni barst með póstinum
dálítill miði sem sagði að hún ætti að mæta til yfirheyrslu
hjá Rannsóknarnefnd Torkennilegra Jurta. Litla Gula
Hænan hugsaði með sér að nú myndi best að hringja í
Köttinn. Og það gerði hún.
Þegar Litla Gula Hænan mætti á tilskildum stað og tíma
var Kötturinn þar. Þau voru látin bíða um stund í einskon-
ar forstofu en þá kom Hundurinn og sagði að mál Litlu
Gulu Hænunnar væri næst. Þau Kötturinn gengu inn í
dálitla stíu og þar hittu þau Svínið, sem sat bakvið risavax-
ið skrifborð, og Gæsina sem laut yfir púlt vopnuð skriftól-
um. Svínið gaut augunum tortryggilega til Kattarins, sem
sló til rófunni og hneigði sig í auðmýkt. Þau tóku sæti
samkvæmt tilvísun Hundsins. Svínið ræskti sig og leit á
Litlu Gulu Hænuna. Kötturinn sagði: Skjólstæðingur
minn . . . Svínið sagði að Kötturinn mætti tala seinna.
Efnagreining sýndi að Litla Gula Hænan hefði haft undir
höndum Torkennilega Jurt, nú væri að sjá hvað hún hefði
fram að færa sér til varnar, síðan yrði öllu réttlæti fullnægt.
Litla Gula Hænan rakti sögu sína eins og hún hafði sagt
Kettinum hana, Gæsin skráði allt samviskusamlega. Kött-
urinnsagði: Skjólstæðingur minn . . . Svínið sagði að Kött-
urinn mætti tala seinna. Bað síðan Gæsina að lesa skráðan
framburð Litlu Gulu Hænunnar sem var svo beðin að
staðfesta hann með undirskrift sinni. Og það gerði hún.
Svínið sagði að nú væri rannsókn málsins lokið, Köttur-
inn og skjólstæðingur hans, Litla Gula Hænan, yrðu látin
váta hvenær málið yrði dómtekið. Kötturinn sagði: Skjól-
stæðingur minn . . . Svínið sagði frekari málalengingar
óþarfar, reis síðan á fæturog benti Hundinum að vísa þeim
út.
Fyrir utan sagði Kötturinn við Litlu Gulu Hænuna að á
meðan beðið væri eftir réttarhöldum myndi hann undir-
búa vörn í málinu, hún skyldi bíða hin rólegasta. Litlu
Gulu Hænunni var reyndar dálítið órótt, féllst þó á að fara
heim og hlú að plöntunum sínum uns aftur yrði kallað.
Og það gerði hún.
Nú liðu nokkur ár. Litla Gula Hænan var í stöðugu
sambandi við Köttinn sem taldi allt með eðlilegum hætti,
réttvísin hefði sinn gang, hún skvldi bara bíða róleg. Og
það gerði hún.
Einn góðan veðurdag barst henni með póstinum bréf
sem sagði að mál hennar yrði dómtekið næsta fimmtudag.
Þar eð henni var framandi sá stíll er tíðkast á opinberum
bréfum var hún ekki viss hvort hún skildi það, hún hringdi
því í Köttinn, sem sagði hana skilja bréfið rétt, hún ætti að
mæta í réttinum næsta fimmtudag. Og það gerði hún.
I dómsalnum var henni vísað á prik gegnt Svíninu sem
sat á upphækkúðum palli. Alengdar sá hún Gæsina vopn-
aða skriftólum, Hundinn sperrtan við dvrnar og Köttinn
við borð sniðhallt við Svínið, gegnt honum Refmn, sem
hún þóttist vita að væri sækjandi í málinu.
Svínið sló eitt högg í borðið með hamri og sagði réttur
settur, bað Gæsina síðan að lesa framburð Litlu Gulu
Hænunnar frá því um árið. Að því loknu spurði hann Litlu
Gulu Hænuna hvort hún kannaðist við þennan framburð
sem sinn eigin. Litla Gula Hænan sá að Kötturinn kinkaði
kolli og tók það sem svo að hún ætti að segja já. Og það
gerði hún. Svínið spurði hvort hún hefði einhverju við
þetta að bæta. Litla Gula Hænan sá að Kötturinn hristi
höfuðið og tók það sem svo að hún ætti að segja nei. Og það
gerði hún.
Svínið sagöi að sækjandi mætti taka til máls. Refurinn
reis á fætur og héh langa ræðu sem Litla Gula Hænan
skildi ekkert í nema henni fannst Refurinn eitthvað vera að
7