Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 10

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 10
GUÐMUNDUR 5T6IN5SON p0rsóouD ^TQÓM \ HJÓN JÓN \ HJÓN ST6UTB ' píHi.iP' \ HJÓN euN ' rht þjÓUU ( SÓLfíRFGRÐ VlVfí eSPfíNfí 2. hluti Ill.þáttur. NINA: ber kjól við sigjynrJraman spegil. Ber annan kjól við sig. Kallar.Stefán. ber enn annan kjól við sig, skrautlegri hinum jyrri, — kallar Stefán. ber ajtur viðsigjyrsta kjólinn, kallar Stefán.Jer í kjólinn, — kallar Stefán — Ertu dauður þarna eða hvað? STEFÁN: kemur Hvað varstu að kalla? NINA: Eg var farin að halda að eitthvað heíði komið fyrir þig. Þú ert búinn að vera svo lengi þama inni. STEFÁN: Eg er ekki enn góður í maganum. NINA: Það er naumast að þetta er þrálátt. STEFÁN: Drykkirnir eru ekki komnir? NINA: Settu rennilásinn upp fyrir mig. — Þessar pillur virðast ekki koma að neinu gagni. STEFÁN: Þær hjálpa mér að minnsta kosti ekki. — Egget ekki hreyft lásinn. NÍNA: Ég skal sjá. STEFÁN: Ég held að efnið sé fast í honum. NINA: Ég er búin að losa það. — Varlega. STEFÁN: Ég kem varla við þig. NÍNA: Mig svíður. STEFÁN: Auðvitað svíður þig. NÍNA: Auðvitað? STEFÁN: Það er engin furða. Þú varst alltoflengi í sólinni. Ég var að segja þér það. En þú vildir ekki trúa mér. — Á ekki að krækja hérna? NÍNA: Meiddu mig ekki. STEFÁN: Hv?.r er bessi lykkja? NINA: Hún hlýtur að vera þarna einhvers staðar. — Af hveru brannst þú ekki? STEFÁN: Ég hafði vit á því að setja handklæði yfir mig. Það þýðir ekki að taka það ofgeyst. NINA: Þrýstu ekki svona fast. STEFÁN: Ég verð að krækja í lykkjuna. NINA: Þú ert svo klaufalegur við þetta. STEFÁN: Gerðu það þá sjálf. NINA: Slepptu þá. — Eg get gert þetta. krtekir Hvernig finnst þér þessi kjóll? STEFÁN: Mér finnst hann ágætur. NINA: Hann er þægilegur. STEFÁN: Hann fer þér vel. NÍNA: Hann er auðvitað ekkert sérstakur. STEFÁN: Ertu ekki ánægð með hann. NINA: Ég get líka farið í þennan kjól. STEFÁN: Þú getur það. NINA: Hann er kannski skemmtilegri. STEFÁN: Það getur verið. NÍNA: Ætti ég heldur að fara í hann? STEFÁN: Ég veit það ekki. 10

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.