Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 14

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 14
Hvað er að? Stefán? Hvað er að þér Stefán? STEFAN: um leidoghann rýkurinná bað Egerað fáí magnn. NINA: á e/tir honum Farðu ekki í kalda sturtu. berá sig A/ter Sun Bjallan hringi, bjallan hringir a/tur. Pjónninn kemur inn með drykki ÞJÓNN: Senora. Nína hrekkur við, ve/ur sloppnum aðse'r ÞJÓNN: Fyrirgefið. Eg hringdi. Það opnaði enginn. Mað- urinn yðar pantaði drykki. NINA: Eg var hálf ber þegar þér komuð inn. ÞJÓNN: Ég sá það. NÍNA: Sástu hvað? ÞJÓNN: Ég sá. NÍNA: Hvað sástu? ÞJÓNN: Yður. NÍNA: Ég var að koma úr baði. ÞJÓNN: Já. NÍNA: Ég er ber. ÞJÓNN: Þér eruð í slopp. NÍNA: Ætlarðu ekki að setja drykkina frá þér? Pjónninn setur drykkina/rá sér NÍNA: Þú mátt ekki gleyma þér. ÞJÓNN: Eruðþér ein? NÍNA: Ég er ein. Af hverju spyrðu? þögn Hvað ertu að hugsa? ÞJÖNN: Þér sögðuð einu sinni að ég hefði fallegt bros. NÍNA: Þú hefur fallegt bros. Hvað ertu að hugsa? þögn Ertu að hugsa um eitthvað sérstakt?— Þú hefur séð kven- mann. Þú hefur...Ég á við...Þú ert ungur. ÞJÓNN: Ég er nítján ára. NÍNA: Nítján ára!/<er se'r dykk Drykkurinn er kaldur. ÞJÓNN: Hann á að vera það. Það er ís í honum. NÍNA: Hann er góður. ÞJÓNN: Það er gott. NÍNA: Nítján ára. ÞJÓNN: Nítján ára. NÍNA: Þú ert mjög ungur. ÞJÓNN: Ég hefverið með kvenmanni. NÍNA: Þú hefur... ÞJÓNN: Oft. — Ég hef verið með giftum konum. NÍNA: Giftum konum?/<er se'rsoþa ÞJÓNN: Mörgum. — Þéreruð þyrstar. NÍNA: Gift kona á ekki að vera með öðrum mönnum. — Hún á ekki að vera það. —Afhverju brosirðu?— Hvernig veistu að þær vilja vera með þér? ÞJÓNN: Ég finn það á mér. NÍNA: Hvernig? ÞJÓNN: Ég bara fmn það á mér. Ég get ekki lýst því. — Sumar konur gefa mér merki. NÍNA: Merki? Hvernig? ÞJÓNN: Með augunum. NÍNA: Af hverju skyldu giftar konur vilja vera með þér? ÞJÓNN: Ég er ungur. Konur vilja unga menn, ekki síst giftar konur. — Sumar borga mér. NÍNA: Borga þér? ÞJÓNN: Bjóða mér út, gefa mér peninga. Ég bið þærekki um að gefa mér. NÍNA: Af hverju ertu ekki heldur með ungum stúlkum? ÞJÓNN: Ég er líka með ungum stúlkum. Mér finnst bara betra að vera með reyndum konum og svo er auðveldara að fá það hjá þeim. NÍNA: Auðveldara hvað? ÞJÓNN: Að fá það hjá þeim. NÍNA: Ertu þá með öllu kvenfólki — hvaða kvenfólki sem er? ÞJÓNN: Mér finnst gott að ríða. Maður á að skemmta sér meðan maður er ungur. NÍNA: Kallarðu það að skemmta sér? ÞJÓNN: Hvað er það þá ef það er ekki að skemmta sér? NÍNA: Það er til nokkuð sem kallað er ást. Hvað um ástina? ÞJÓNN: Ást! NÍNA: Þú veist hvað ást er. — Éghélt þú værir saklaus. ÞJÓNN: Af hverju hélstu það? NÍNA: Þú hefur þannig augu. Ég hélt þú værir rómantísk- ur. Ég hélt að Spánverjar væru þannig. En þeir eru þá allt öðru vísi. — Þú bara brosir. — Þú hefur fallegt bros. Ætlarðu ekki að fara?— Af hverju feru ekki? — Er það af því ég hef sagt að þú hafir fallegt bros? — Þykistu finna eitthvað á þér?— Þú getur ekki fundið neitt á þér því það er ekkert að finna. — Ég hef heldur ekki gefið þér neitt merki...Ég elska manninn minn. Ég er ekki ein af þessum konum sem eru með öðmm mönnum. — Þaftu ekki að halda áfram að vinna? Ætlarðu að láta gestina bíða eftir drykkjunum? Hvað ætlarðu að gera? Ég var að segja þér að ég elskaði manninn minn. NÍNA: Farðu — Slepptu. Manolo. — Ekki. — Ég hef ekki gefið þér neitt leyfi til að kyssa mig. Ég hefekki...Manolo. Ég sagði...Manolo! Farðu. —Af hverju ferðu ekki? Það þýðir ekki að brosa— Hvert ætlarðu? Manolo! — Manolo! Ekki ýta mér að rúminu. Manolo. Vertu ekki svona frekur. Heyrirðu það? Manolo. Manolo. Efmaðurinn minn kæmi? ÞJONN: Hann kemur ekki neitt. NÍNA: Þú veist það ekkert. Slepptu mér Manolo. Ekki. Ég er ber. Heyrirðu það? Ég er ber. — Hvað ætlarðu að gera? Manolo. — Þú ætlar þó ekki.. Manolo. Manolo. Manolo. Manolo, ertu óður! Manolo! — Stefán. — Stef...Manolo. Manolo./iögn Manolo. Man.../iöj[nÓ, Manolo. Manolo,— ástin mín. Ástin mín, Manolo. Ekki (lýta þér. Ekki. Ástin mín, ekki flýta þér. Ekki. — Ertu búinn? Manolo. Ertu búinn? — Hvað gerðirðu? Nei, farðu ekki — Af hverðu gerðirðu þetta? ÞJÓNN: Þú vildir það. NÍNA: Ég ætlaði ekki. Éghefaldrei fyrr haldið framhjá — aldrei. Trúirðu mér ekki? Það halda ekki allar konur fram- hjá mönnunum sínum. Það eru til konur sem... Ekki fara. ÞJÓNN: Hvað? NÍNA: Þig langaði.. Ég á við...Það var ekki bara af því að ég er kona. — Var það? — Nei, bíddu. ÞJÓNN: Hvað? NÍNA: Gætirðu hugsað þér að... ÞJÓNN: Hvað?— Hvaðætlarðu aðsegja? NÍNA: Ekkert. Farðu. Pjónninn/er. Nína lagar til í rúminu. Pjónninn kemur. NÍNA: Ertu kominn aftur? ÞJÓNN: La cuenta. NÍNA: Já, það ereftirað kvitta. kvittar Farðu fljótt, maður- inn minn getur komið. Pjónninn/er. Nína lagar til ínlminu, snyrtirsig, sest ístól, ha/nar ágólfinu. NÍNA: Fjandinn sjálfur. stenduruþþ,/ærse'rdrykk, sest ísó/ann, stendur uþþ, gengur um gólf o.s./rv. 14

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.