Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 4

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 4
Guðbergur Bergsson: HugQrheimsálpQn í hugarlandi þar sem enginn hefur stigið fæti en flestir hafa þó ferðast eitthvað um, þar er og býr hið mikla næst- um allt: Mennirnir og dýrin og allt hið einkennilega lífsem okkur dreymir um. I hugarlandi er margt kynlegt að skoða og sjá. Leggið leið ykkar þangað. I hugarland er afar forvitnilegt að koma, einkum fyrir þá sem hafa ekki komið þangað og þekkja ekki landið í raun og veru. Hvar er þá þetta hugarland?, munuð þið nú spyrja, litlu börnin. Hvar er eiginlega hugarheimurinn?, munuð þið nú spyrja, börnin sem hætta aldrei alveg að vera börn, þrátt fyrir háan aldur. Nú er ég enginn sérstakur landafræðingur eða land- könnuður, en þó skal ég vísa ykkur á stíginn sem liggur að landinu. Takið nú vel eftir: Hugarlandið er hvergi nema í hugarheiminum. Og í hugarheiminum er hugarheimsálfan. En í hugarheimsálf- unni er hins vegar hugarlandið. Auðvitað verður ykkur ekki skotaskuld að skilja jafn einfalda og ljósa skýringu. Hún liggur í hlutarins eðli. Eitt leiðir af öðru. Allt er rökrétt. Er hugarheimurinn þá ekki eitthvað það sama og draumalandið?, heyri ég að einhver spyr, einhver sem er afar íhugull og eftirtektarsamur og heldur að hann spyrji ævinlega réttrar spurningar sem til er við rétt svar. Að vissu leyti, svara ég. Síðan held ég áfram máli mínu og segi: Allir menn kannast við einhverja drauma og vita jafnvel hvar þeir eiga ból. Draumarnir eiga heima í svefnlandi, heyri ég að svarað er um hæl í kór. I heiminum er til fjöldi fólks sem hefur svör á reiðum höndum. Sumir skólar hafa orðið til þess að ýmsir sitja ævilangt á skólabekk með upprétta hönd; með svarið á reiðum höndum. Ymsir vilja helst ekki gera annað í lífinu en rétta upp hönd. H vað sem því líður er almennt talið að draumarnir séu til húsa í draumalandi svefnsins. Draumalandið er ekki fram úr hófi víðáttumikið. Eðli þess er að það getur dregist saman, víkkað og stækkað eða haldið sömu lögun í óratíma, eftir því hvernig huganum er háttað hverju sinni. Vild og vilji eru oft háð hendingunni í hinu víðáttumikla en hálf ókannaða draumalandi. Draumalandið er að mestu ókannað af öðrum en þeim sem gerast brotlegir við lög vanans og vökunnar. Hugarlandið er ólíkt stærra og víðáttumeira en drauma- landið eða svefnlandið. Ef þessi lönd eru borin saman við hugarheiminn, þá eru þau líkust eyjarkríli, kannski eru þau ekki stærri en Svefneyjar á Breiðafirði bornar saman við allt Island. Ekki þekki ég stærð landanna, og best er að fullyrða sem minnst í þessari tegund af landafræði. Hugarheimurinn er hvað sem öðru líður eini heimurinn sem hver maður gæti kannað og haldið í landaleit, jafnvel þótt hann eigi hvorki bíl, skip né flugvél. Hugarheimsálf- an, sem hugarheimurinn er í, er gædd því séreðli að þegar einhver hefur numið þar land, ferðast þar um þorp, bæi eða sveitir, þá bætast óðar við þrír bæir, þrjú þorp eða þrjár sveitir. Hugarlandið á af þessum ástæðum eitthvað skylt við risana í æfmtýrunum, þá sem á uxu þrjú höfuð ef eitt var höggvið af. Það er álit ýmissa hugarheimskönnuða að hugarheimur- inn verji sig með þessum hætti gegn ágangi ferðamanna. Aðrir telja að heimurinn lúti lögmáli svarsins, efsvarfinnst vakna þrjár spurningar. Engu að síður eru til þeir menn sem geta gert hugarlandið að dálitlum bletti eða stofu eða að sinni garðholu. Oðrum tekst að brjóta undir sig feikistór svæði af hugarlandinu. En ef landnámsmenn dvelja á þess- um svæðum í langan tíma þá skreppa hugarlöndin saman og verða blettur eða torfa undir garðholu. Ekki er því vert að dvelja einvörðungu og lengi í hugarlandi eða í hugar- heimi. Ollum er þó skaðlaust að dvelja stund og stund í hugar- heimi, bæði í sínum eigin og annarra. Nú eruð þið kannski einskis nær eftir að þið hafið lesið orð mín, en gerið ykkur ekki rellu út af því. Kannski rjúka einhverjir í að leita ákaft á landakortinu að hugarheimi eða hugarlandi. Að sjálfsögðu finnst hugarlandið hvergi á al- mennu landbréfi, enda hefur hugarheimurinn aldrei verið kortlagður, eins og ég hef þegar sagt, en ég bæti nú við: Engum landmælingamönnum eða kortagerðarmönnum hefur heppnast að mæla eða kortleggja hugarheiminn. Þrátt fyrir mistök og misheppnaðar tilraunir til land- mælinga á sviði hins innra heims er stöðugt haldið áfram, og helst komist að þeirri niðurstöðu, að hugarheimurinn og hugarlandið séu aðeins eitthvað sem við vitum að er til. Eða eins og einhver komst að orði: Hugarheimur og hugarlandið eru tveir endar á sama priki. Hvílík fjarstæða!, kann nú einhver að segja og færa síðan fram þau rök, að öllum mönnum sé kunnugt, að landmæl- ingamenn og kortagerðarmenn eigi það til að mæla og gera 4

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.