Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 25
nefnir „heimspeki endurtekningarinnar“, en þessi heimspeki í
lífshringrásinni og endurtekningu mannkynssögunnar er einmitt
meginviðfangsefni Marquis í stórvirki hans. Hundrað ára ein-
semd (1967) sem Guðbergur þýddi á íslensku árið 1978, en auk
þess hefur Guðbergur þýtt tvær aðrar bækur eftir sama höfirnd,
Liðsforingjanum berst ekki bréf (1979) og Saga um margboðað
morð (1982). Athyglisvert er að annar helsti upphafsmaður
módernismans í íslenskum prósaskáldskap, Thor Vilhjálmsson
var einnig í námi erlendis (Bretlandi og Frakklandi) sem og Svava
Jakobsdóttir (Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð). Svipað
gildir og um upphafsmenn formbyltingar í ljóðlist, Jón úr Vör,
Snorra Hjartarsson o.fl.
Milli þess sem Guðbergur Bergsson var í skólanum kom hann
heim og vann á sumrin, einnig var hann næturvörður á hóteli.
Hann vann hjá bókaútgáfu í Barcelona. Las skandinavískarbæk-
ur og mælti með þeim til útgáfu og gáfu þeir t.d. út Klakahöllina
eftir Veras. Arið 1972 kom út þýðing Guðbergs af Gísla sögu
Súrssonar á spönsku og 1970 fór hann að vinna að þýðingu Don
Kíkóti frá Mancha. Árið 1970kom hann heim eftir að hafa dvalist
erlendis meira eða minna í fimmtán ár.
Guðbergur Bergsson vex upp í Grindavík á tímum uppgangs
nasismanns sem leiðir af sér heimsstyrjöldina síðari með tilheyr-
andi hersetur og hernámi á Islandi, hersetu á Miðnesheiði í 15 km
fjarlægð frá hinu friðsæla fiskiþorpi Guðbergs. Pessi staðreynd
öðlast mikilvægi sitt þegar það er haft í huga að nær allar skáld-
sögur Guðbergs, eru sviðsettar í fiskiþorpi suður með sjó sem er
þrúgað og spillt á allra handa máta af nærveru amerísks herliðs.
Það má styðja það ýmsum rökum að þorpið í sögum Guðbeigs er
Grindavík, þannig fer það ekki milli mála að Guðbergur er hér að
lýsa atburðum, ástandi og jafnvel viðburðum sem eiga sér stað í
raunveruleikanum — þeim raunveruleika sem höfun lur sjálfur
var hluti af í bernsku sinni. Sjálfur segir Guðbergur í viðtali. „Eg
fjalla um verkafólk sem ég þekki". Guðbergur hefur því hrærst í
þeim ntiklu breytingum sem átt hafa sér stað á íslandi um og eftir
heimstyrjöldina síðari. Breytingar sem tengjast og orsakast af
fýrmefndri sögulegri þróun sem hófst í Evrópu og N-Ameríku um
miðbik 19. aldar. Breytingar sem hafa einnig haft afdrifaríkar
afleiðingar fyrir list og listsköpun á Islandi. Breytingar sem flest-
um okkar eru kunnar og nægir þar að nefna nokkur lykilorð:
Herseta og auðmagnsupphleðsla, í kjölfar hennar, ör tækniþróun,
efling fjölmiðla o.s.frv. Andspænis þessum breytta veruleika sem
þessum breytingum fylgdi hafa mörg íslensk skáld brugðið á það
ráð að leita nýrra leiða í tjáningu sinni eða túlkun á þessum
veruleika.
Rómantík og venjulegt raunsæi hurfu í skuggann. Á sjötta
áratugnum kom formbyltingin margfræga í ljóðagerð. Hvað
skáldskapargerð snertir hafa Thor Vilhjálmsson og Guðbergur
gengið lengst í byltingu hefðbundinna forma. Sú lýsing sem gefin
var hér að framan á einni af kenningu Shklovskys á mjög vel við
um flest verk Guðbergs. Eitt megineinkennið á verkum hans er
einmitt fógið í því að fá okkur til að sjá og skynja veruleikann á
nýjan hátt í glímu okkar við hinn bókmenntalega texta.
Fyrsta bók Guðbergs var ljóðasafnið Endurtekin orð, sem
kom út árið 1961. í henni segir Guðbergur að heimspekistefna sín
sé túlkuð best. Heimspeki endurtekningarinnar. Þessi stefna
gangi út á að maðurinn sé heild sem erfitt sé að rjúfa, maðurinn er
sífelld endurtekning. Þar segir Guðbergur (Og margar krosslagð-
ar götur): „Ekki þarfnast ég lífs þessara stunda. /Ég á minningu
lífsins í gær/ og lífsvon morgundagsins." (XIII). „Ég þekki þenn-
an dag,/ ég lifði hann í gær. (XIV). „Listin er/ athugun á eðli...
(XXI). „Allir menn búa yfir sömu hugsunum/ aðeins mismun-
andi þróuðum og ásæknum./ Hvernig mættum við annars skilja
hvor annan? (XXIII).
Arið 1961 kom einnig út skáldsagan Músin sem læðist, skrifuð
eftir hefðbundinni forskrift, um dreng sem um fermingaraldur
verður áheyrandi að eftirlætisumræðuefni kvennanna á heimil-
inu, sem eru veikindi gamla mannsins í húsinu. Það sem setur
sterkastan svip á söguna er hið næma skop höfundar á blæbrigði
og sviftivinda sálarlífsins og næsta ótrúleg fundvísi hans á smá-
atriði.
Þremur árum síðar sendi Guðbergur frá sér smásagnasafn
Leikföng leiðans (1964), átta sögur. Þetta eru ekki nema að litlu
leyti frásögur og er hver saga eins og stefkorn sem er sífellt
endurtekið með lítið eitt endurnýjuðum blæ. Næsta bók Guðbergs
var svo Tómas Jónsson — metsölubók (1966). Eitt megin
einkenni þessarar skálsdögu er tímaleysi hennar. Tíminn eins og
við höfum vanist að hugsa okkur hann hefur verið þurrkaður út.
Þannig að allir hlutir gerast samtímis, fortíð, nútíð og framtíð
verða einn allsherjarkokteill. Samfara upplausn tímans er upp-
lausn persónuleikans. Tómas Jónsson tekur sífelldum mynd-
breytingum unz hann hverfúr með öllu eða leysist upp í þrjá
einstaklinga sem lenda í hafvillu. Hann er ekkert annað en það
sem hann hugsar í hverri andrá frásagnarinnar og kannski ekki
einu sinni það. Vera má að hann sé ekkert annað en draumur,
martröð, hún býr að minnsta kosti yfir uppljómun og áþreifan-
leika draumsins.
Erlendur Jónsson sagði að auðvellt sé að benda á erlendar
hliðstæður og kannski fyrirmyndir Guðbergs í þessu skáldverki.
Forkólfar „nýja rómansins“ svonefnda í franskri skáldsagnagerð,
einkalega Alain Robbe-Grillet koma í hugann ásamt Gunter
Grass hinum þýska. Þessir höfundar fást mjög við að leysa upp
tímann og persónuleikann, og á skopskyn Guðbergs talsvert skylt
við Grass. Samúel Beckett mætti líka nefna bæði í sambandi við
upplausn persónuleikans og einsemdina. Þá er líklegt að Guð-
bergur hafi lært hvað mest afargentínska stórskáldinu Jorge Luis
Borges sem fabúlerar allra skálda skemmtilegast, einkum kemur
þetta fram í „Þjóðsögum“ Guðbergs sem skotið er víða inn í
frásögnina. Sjálfur segir Guðbergur að höfundar eins og Jón úr
Vör, Stendal, Dostoevskí, og Faulkner, hafi haft áhrif á sig. En
jafnvel þó að Guðbergur kunni að hafa lært eitthvað af ofan-
greindum höfundum, þá breytir það engu um það að saga hans er
eins íslensk og verða má, túlkar íslenskar aðstæður, hugsunarhátt
og samtíma á furðulega nærgöngulan hátt. Þegar leita skal
ástæðna eða forsendna þeirra breytinga sem áttu sér stað og gerðu
Guðberg að sjálfskipuðum oddvita móderniskra prósaskálda hér-
lendis, þá er á það að líta að þjóðfélagið umbreyttist úr örsnauðu
bændaþjóðfélagi í allsmegandi stríðsgróðaþjóðfélag, modernism-
inn (í ljóðagerð og prósaskáldskap) er skilgetið afkvæmi þjóðfé-
lagsupplausnarinnar. Það virðist augljóst og almennt viðurkennt,
að nýtt inntak þjóðfélagsins kalli ósjálfrátt á nýtt tjáningaraform
bókmenntanna. Þó var bið á því að íslenskir höfundar skrifuðu í
samræmi við þjóðfélagsþróunina, Ólaf'ur Jónsson sagði (árið
1971) „hægfara stöðnun og úrkynjun hinnar raunsæju og episku
sagnahefðar er eitthvert sterkasta auðkenni íslenskrar skáld-
sagnagerðar eftir stríð“. Sveinn Skorri dregur í riti sínu saman
þau atriði, þær orsakir, sem útskýrt gætu tímamismun f'ormbylt-
ingar ljóðs og prósa. „Að mínu mati f'ramar öðru af tvennu: Hin
raunsæilega sagnahefð varenn sterkari en ljóðahefðin, ogí þessari
hefð stóðu og unnu á miðjum fimmta áratugnum höfundar í
blóma starfsaldurs, þeirra á meðal slíkur meistari þessa forms sem
Laxness“. (Að yrkja á atómöfd, Reykjavík 1970).
Þó er líklegt að til þess að gera þjóðfélagsbreytingunum skil hafi
þurft listamenn sem upplifðu hernámsárin og þær breytingar sem
þau ollu. Þess vegna gat Guðbergur lifað sig inn í þennan heim og
með Tómasi Jónssyni metsölubók, svipti Guðbergur endanlega
skáldsögunni úr þeirri sjálíheldu sem að henni hafði krcppt síðan í
seinni heimstyrjöld. „Beint eða óbeint komum við að því að list er
ekki „bara list“. Listin er ekki listin með greini heldur getur hún
verið allavega eins og fiestum ætti að vera ljóst. Samspil listar og
veruleika getur sömuleiðis verið á ýmsa lund. Afstaða allra lista-
manna og skálda er heldur ekki sú sama sem betur fer.“ Árið 1967
kom út Astir samlyndra hjóna. Undirfyrirsögn bókarinnar er
tólf tengd atriði. Tengiliður atburðanna er samtal tveggja
manna, eða öllu heldur tvíklofins manns skáldið Hermann-Svan-
ur sem talar við sjálfan sig. f síðasta kafianum segir Svanur-
Hermann. „Og í dag eiga samlyndu hjónin silf'urbrúðkaup