Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 16
RUT: Hvernig veistu það?
STELLA:Ég sá þegar hann fór.
RUT: Ertu viss um að það hafi verið hann?
STELLA: Er það ekki maðurinn sem þú komst með hingað
— sem þú varst með í grísaveislunni.
RUT: Það er hann. Fór hann einn?
PÉTUR: Við höfum ekki talað saman áður.
NÍNA: Við höfum ekki gert það. Þetta er stór hópur.
PÉTUR: Ég hefveitt þér eftirtekt.
NÍNA: Já, einmitt.
PÉTUR: Þú ert hlédræg.
NÍNA: Erég það?
PÉTUR: Ég kann vel við fólk sem er hlédrægt.
STEFÁN: Það hlýtur einhver að vera þarna inni.
STELLA: Heyrist nokkuð?
JÓN: Ertu einhvað óhamingjusöm?
ELIN: Ég er ekki að segja það.
STELLA: Ég heyri ckkert. Heyrið þið?
PÉTUR: Ég hefáhuga á að kynnast þér.
NÍNA: Einmitt.
JÓN: Hann elskar þig.
ELÍN: Af hverju sló hann mig þá?
JÓN: Kannski einmitt afþví hann elskar þig.
NÍNA: Þú slóst konuna þína.
PETUR: Hún hagaði séreinsog kjáni.
NÍNA: Heldurðu að þú eigir að slá hana fyrir það?.
PÉTUR: Þetta erasni.
NÍNA: Talarðu svona um konuna þína?
PÉTUR: Þú þekkir hana ekki.
NINA: Hún er konan þín.
PÉTUR: Ég þoli hana ekki.
NÍNA: Af hverju ertu þá giftur henni.
PÉTUR: Ég veit það eiginlega ekki.
NÍNA: Þú hefðir átt að hugga hana.
ELÍN: Hann getur stundum verið svo hrjúfur að ég verð
hrædd við hann, en stundum getur hann grátið einsog barn
— Það eru svo miklar andstæður í honum. En hann lætur
mig aldrei vanta neitt. Hann er agalega duglegur. Við
eigum stórt hús og tvo bíla og við förum í frí tvisvar á ári.
STELLA: gengur um meb drykki Fáið ykkur drykki.
RUT: Veistu að ég held að þú sért góður maður.
STEFÁN: Af hverju heldurðu það?
RUT: Þú hefur þannig svip.
STEFÁN: Ég hef nú aldrei fengið neitt sérstakt orð fyrir að
vera góður.
RUT: Kannski ertu vanmetinn. Það er margt fólk van-
metið. Ertu giftur?
STEFÁN: Konan mín er þarna.
RUT: Er þetta hún?
STELLA: Ætlarðu ekki að fá þér drykk?
NINA: Þakka þér, ómögulega.
PÉTUR: Heldurðu að þú fáir þér ekki drykk.
RUT: Viltu kyssa mig?
STEFÁN: Finnst þér það viðeigandi?
ELIN: Ertu aldrei neitt afbrýðisamur útí konuna þína?
JÓN: Ekki alvarlega.
ELIN: Hún gefur þér kannski aldrei tilefni til þess.
JÓN: Ekki svo ég viti.
RUT: Trúirðu því að ég hefaldrei haldið framhjá — nema
kannski einu sinni. — Það getur alltaf hlaupið snurða á
þráðinn.
STEFÁN: Þó það nú væri.
RUT: Ertu hamingjusamur?
STEFÁN: Ég mundi segja það.
RUT: Þú lítur kannski ekki á aðrar konur.
STEFÁN: Svona einsog gerist. Maður er mannlegur.
RUT: Hefurðu haldið framhjá?
PÉTUR: Það er eitthvað fínlegt við þig.
NÍNA: Ég þakka.
PÉTUR: Ég þoli ekki gróft fólk.
NÍNA: Ekki það?
PÉTUR: Ég hugsa að við eigum ýmislegt sameiginlegt.
NÍNA: Hvað ætti það að vera?
PÉTUR: Eigum við ekki að fá okkur sæti?
NÍNA: Mér finnst betra aðstanda.
PÉTUR: Mig langar til að bjóða þér út.
NÍNA: Ég er gift.
PÉTUR: Ég veit það.
NINA: Ég fer ekki út nema með manninum mínum.
PÉTUR: Hann þarfekki aðvitaþað.
NINA: Ég fer aldrei á bak við hann.
PÉTUR: Þú segir mér það.
NÍNA: Þú getur haldið það sem þú vilt.
PÉTUR: Ég gæti trúað að þú værir ekki alltof ánægð í
hjónabandinu.
NINA: Ég ætla ekki að fara að skrifta fyrir þér.
STELLA: við Rut Stefán er góður vinur minn. Er það ekki
satt?
STEFÁN: Það er alveg satt. Stella og maðurinn hennar eru
bestu vinir okkar hjónanna. Við komum hingað saman.
RUT: Mér finnst hann ægilega sætur.
STELLA: Hann er yndislegur maður.
RUT: Ég held bara að hann sé svolítið feiminn.
STEFÁN: Ég hef nú ekki þótt feiminn hingað til.
RUT: Hann er þá kannski bara feiminn við mig.
STEFÁN: Það skyldi þó aldrei vera.
PÉTUR: Þú dansar, er þaðekki?
NÍNA: Það kemur fyrir.
ELÍN: Sérðu hvað ég er brún?
JÓN: Ég sé það.
ELÍN: Sérðu hérna?
JÓN: Þú ert orðin dökk.
ELÍN: Eg ligg allan daginn og samt brenn ég aldrei.
JÓN: Það er ekki furða, ef þú kemur hingað tvisvar á ári til
að liggja í sól.
ELÍN: Sérðu hérna.
JÓN: Þú þarft ekki að sýna mér meira.
ELIN: Svonaerégöll. Þéreralvegóhættaðkomavið mig.
PÉTUR: Þú dansar vel.
NÍNA: Þakka þér.
ELÍN: Finnurðu hvað húðin er mjúk?
JÓN: Hún er einsog silki.
ELÍN: Má ég sjá hvað þú ert brúnn? Hnepptu skyrtuna
frá.
RUT: Kysstu mig. — Viltu ekki kyssa mig?
STEFÁN: Þú ert alltof bráðlát.
STELLA: Hann kyssir mig.— Erþað ekki Stefán?
Stefán kyssir Stellu.
RUT: Það er aldrei.
STELLA: Ég vissi það.
RUT: Ekki átt þú hann.
STELLA: Hann kyssir mig fyrir það.
16