Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 5

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 5
alröng kort, jafnvel landakort af einhverju sem þeim sjálf- um og þeim einum dettur í hug. Þarna bregst þeim að sjálfsögðu bogalistin, að mati allra „heilvita manna”, sem krefjast þess að landmælingamenn hætti að gera röng kort afímynduðum heimi. Verum þessu algerlega sammála, en sláum þó varnagla: Ef þið hugsið ekkert en þó í senn um eitthvað, þá ber ykkur brátt að landamærum hugarheimsins. Svona er ferðin auðveld en erfið þó, vegna þess að flestir kjósa helst að hugsa aðeins um eitthvað ákveðið. Og þeir sem hugsa um eitthvað ákveðið geta að sjálfsögðu ekki um annað hugsað um leið. Þetta veit hver hugsandi maður! Ibúarnir í hugarheiminum eru afar fáir. íbútatalan er lág. Hugarlandið er strjálbýlt land. En þangað leggja leið sína oft eins og á flótta ótal ferðamenn. Stundum fara leiðsögumenn þangað með fólk í stuttar kynnisferðir, svo það lendi andartak í hverfufum ævintýrum og geti tekið í skyndi nokkrar hugmyndir. Slíkt er vinsælt ef ferðin er skyndiferð. Oll ferðalög í landinu eru ókeypis, það er að segja ferðalögin kosta aðeins erfiði. Slíkt fælir ýmsa frá ferðalögum, enda kýs fólk fremur að láta fé af hendi rakna en leggja á sig erfiði. í búarnir í hugarheimi eru kallaðir hugarheimsfólk: hug- arheimsmenn og hugarheimskonur. Vert er að rugla ekki íbúunum saman við heimsmenn og heimskonur. Það er gerólík manntegund. Fólk sem er frjáhverft ferðalögum vill hvorki ferðast til hugarheimsins né heyra minnst á hann. Því er meinilla við hugarheimsmenn og hugarheimskonur, og jafnvel örlítið hrætt við slíkt fólk. Oft er hugarheimsfólk ekki með réttu ráði, það er allt uppi í skýjunum, segja bekkjarsetumenn. Sjálfir áræða þeir varla að fara hænufet út fyrir vana- gang hversdagslífsins, vegna þess - og takið nú eftir - að ef þeir voguðu sér að ganga aðrar en troðnar slóðir, þá mundu þeir hreinlega villast og rata kannski aldrei aftur til óbrenglaðs þankagangs. Tíðum kallar ferðahrætt fólk sig raunsæisfólk, en í raun og sannleika ratar það hvergi eitt og sjálft, og reynir að breiða yfir blindni sína með því að ríghalda sér í raunveruleikann. Tíðum komast slíkir ratar til æðstu valda. Og hræðsla valdhafanna við hina fótfráu hugarheimsmenn leiðir til þess að þeir láta lækna og rannsóknarstofur reyna að finna upp nærsýnisgleraugu sem eiga að gera nærsýni að víðsýni. Gleraugun eiga að leiða hugarheimsfólkið úr hugarlandi inn í hversdagsleikann. í sumum löndum, sem til eru á landabréfinu, ganga leiðtogarnir svo langt að þeir hafa læst fjölda af hugar- heimsfólki inn á geðveikrahælum, og jafnvel einnig þá menn sem grunur leikur á að renni huganum stundum yfir í hugarlandið. Hinir eru hálshöggnir sem halda fram sinni sannfæringu að hugarlandið sé þeim hið eina og sanna föðurland. Tvær bjartar hlíðar á hverjum miða Annars vegar: - góð von þín um veglegan vinning því nær 2/3 hlutar veltunnar fara í vinninga. og meira en fjórði hver miði hlýtur vinning. Hin hliðin, jafnvel enn bjartari: Hver seldur miði á -þáttí því að vonir annarra rætast. Þeirra hundruðasem þurfa á endurhæfingu og þjálfunarstarfi á Reykja- lundi að halda.----------—------------------------- Auk þeirra /U oryrkja sem daglega stunda vinnu sína í nýjum húsakynnum Múlalundar. Það eru tvær góðar hliðar á þessu máli. Happdrætti SÍBS 5

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.