Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 24
Sigurgeir Þorgrímsson:
Guðbsrgur fimmtugur
„Ég er aðrir menn. og sérhver maður er samnefnari allra
rnanna." I þessi ummæli Schopenhauers vitnar Guðbergur
Bergsson í grein sinni, „Nú stefnir mörlandinn á miðjuna" í
Þjóðviljanum 22. og 23. nóvembcr 1980. Þessi orð eru gott dæmi
um bókmenntalegt viðhorf Guðbergs Bergssonar en um leið
kvartar hann undan skilningsleysi landsmanna á verkum sínum
er hann segir að „einhver skelíileg andleg leti og fita hefur hlaðist
í huga og hugsun nútíma-íslendingsins.“
Sú kenning að bókmenntir séu afsprengi þjóðfélagsins og að í
þeim endurspeglist meira eða minna þjóðfélagslegar breytingar
samtímans, er tæpast umdeilanleg. Fyrir hundrað árum heíði sá
heimur, sem við byggjum, ekki einungis verið talinn fullkomlega
fjarstæður út frá öllum þágildandi lögmálum og hefðum, heldur
helðu þeir menn með vissu verið álitnir Klepptækir sem heíðu
látið sér til hugar koma, að allt sem þá var öruggt og óhagganlegt
ætti eftir að vera afstætt og rótlaust. Tími og fjarlægðir eru oiðinn
svo sem gersamlega afstæð hugtök, að við höfum tæplega áttað
okkur ennþá á því úti hvílík kviksyndi óvissunnar mannkynið er
komið. Séu bókmenntir ekki öðrum þræði spegill þess mannlífs
sem lifað er hér og nú, hafa þær tapað nokkru af safa sínum og
vanrækt eitt af brýnustu verkefnum sínum. Þeim er á herðar lögð
sú afartorvelda kvöð að gera þau sannindi nútímans með ein-
hverjum hætti gild og hugleikinn að einginn hlutur er sem hann
sýnist, engin staðrcynd einhlít og óhagganleg. Sú sögulega þróun
sem hófst um miðbik 19 aldar hefur haft afdrifaríkar afleiðingar
fyrir listina. Alþjóðleg þensla kapítalismans, iðnvæðing og tækni-
legar framfarir, nútímafjölmiðlun, tilkoma stórborga o.s.frv. allt
þetta breytti ásýnd veruleikans. Heimurátakaogbreytinga leysti
kyrrstæðan heim af liólmi. Mörgum listamönnum fannst að þeir
hefðu misst fotanna. Veruleikinn varð þeim framandi og jafn-
framt kom til vandamál hjá skáldum sem varð þeim sérlega
hugleikið. Málið, það er málið, tengiliður skálds og veruleika,
skálds og lesanda, sem var einmitt beint eða óbeint eitt af höfuð-
viðfángsefnum þeirra sem kenndir hafa verið við módernisma.
Vandamálið var hins vegar hjá fiestum módemistum, skáldun-
um, að málið virtist vera hætt að þjóna þeim tilgangi að vera
tengiliður milli skálds og veruleika, skálds og lesanda. Það var
komin gjá á milli hins skapandi skálds og fjöldans.
Módernisku skáldin sneru iðulega upp á sig með aristókrtisku
stolti gagnvart „smáborgurunum" og mál þeirra sem iðulega
endurspeglaði gagnrýnislaustorðaleppa fjölmiðlanna, þess í stað
tóku þau að leita nýrra leiða í túlkun sinni á veruleikanum, og
meir en það: Veruleikinn var alls ekki einn og óskiptur í hugum
hinna módernisku skálda. Þau höfnuðu því að Iistin ætti að vera
ef tirlíking ein hvers efnislegs veruleika. Mörg þeirra tóku til við að
skapa sér „nýjan“ heim og notuðu til þess málið, þeirra eigið
skáldamál. List þeirra var gjarnan afar persónuleg og innhverf,
jafnvel óskiljanleg í sjálfri sér. Sem dæmi um fýrrnefnd módernisk
skáld má t.d. nefna Malarmé, Rilke og Yeats. Rússneski fútúr-
isminn kom upp í þeirri gerjun sem átti sér stað í Rússlandi fyrir
byltinguna. Þeir leituðu nýrra leiða í skáldskap sínum, til að tjá
hina miklu umbrotatíma og litu umfram allt björtum augum til
framtíðarinnar. Knlébninkov sagði heimkynni listarinnar vera í
framtíðinni. Frelsun orðsins undan oki hefða, bókmenntalegra
eður ei, varð þeim sérlega hugleikið viðfangsefni. Þeir áttu það því
sameiginlegt með öðrum móderniskum skáldum að velta fyrirsér
vandamálum málsins en vom hinsvegar mun bjartsýnni á gildi
slarfs síns.
Fyrrnefnd frelsun orðsins eða málsins beinist einkum í tvær
áttir. Annars vegar var um að ræða viðleitni til að taka inn í
skáldskapinn hversdagslegt og oft óheflað mál fjöldans, götumál-
ið. Þar var Majakovski einn fremstur í flokki. Hins vegar var tekið
til við nýsköpun orða og fleirrasem hafði þaðað markmiði aðgera
orðin, jafnvel hinn einstaka bókstaf og hinn bókmenntalega tcxta
að sjálfstæðum og sjálfráðum veruleika. Þar voru Knlébninkov og
Krútsjonikh fremstir í flokki. Þeir gerðu og ýmsar tilraunir með
samband hljóðs, lita og mynda. Með hinni síðarnefndu leið var í
reynd skorið á böndin milli skáldsins og hins efnislega veruleika.
Skáldin lilðu í gerviheimi og dreymdi framtíðarhugsýnir sem áttu
sér enga fótfestu í örsnauðri samtíð þeirra.
Bókmenntafræðileg samsvörun þeirra viðhorfa sem Knlébin-
kov og Krútsjonikh voru fulltrúar fyrir meðal fútúriskra skálda
birtist hjá rússnesku formalistunum. I mjög stuttu máli má segja
að formalistarnir könnuðu bókmenntir sem sjálfstætt formverk,
þar sem breytingar í stílbrögðum áttu rót að rekja til formrænna
nýjunga, en ekki inntaks eða félagslegra þátta. Eða eins og
Shklovsky orðaði það: „Listin hefur aldrei haft neitt með lífið að
gera og litir hennar spegluðu aldrei fánalitina yfir vígvirki borgar-
innar“.
Guðbergur Bergsson fæddist 16 óktóber 1932 í Grindavík.
Hann er kominn af hinni geysifjölmennu Kópsvatnsætt. Afkom-
endur Guðmundar Þorsteinssonar á Kópsvatni í Hrunamanna-
lireppi, fæddur 1695 dáinn eftir 1762, sem var frægur afdeilum
sínum við séra Þórð Jónsson í Reykjadal, en Guðmundur var
kominn í beinan karllegg af Magnúsi Jónssyni lögréttumannisem
veginn var í Krossreið 1471. Meðal afkomenda Guðmundar er
Langholts og Birtingarholtsættin en af þeim eru t.d. komnir As-
mundur biskup, Magnús Helgason kennaraskólastjóri, séraArni
Þórarinsson á Stóra Hrauni, séra Olafur Skúlason dómprófastur,
Guðmundur I Guðmundsson fyrv. utanríkisráðherra og Haukur
Helgason aðstoðarritstjóri DV. Guðbergur ólst upp í Grindavík
bernsku og unglingsárin, hóf þar sína skólagöngu og vann að
sjálfsögðu við fiskverkun á suntrin. Að loknu skyldunámi lá lciðin
til höfuðboigarinnar og útskrifaðist hann frá Kennaraskólanum
árið 1955 og lauk Freysteinn Gunnarsson skólastjóri miklu lofs-
orði á hann fyrir stílagerð í skólanum. Arið 1956 fór Guðbergur
fyrst til Barcelona, þar var hann í háskóla og nam spönsk fræði og
listasögu og lauk hann B.A. prófi í þessum greinum. Þess má geta
að samskóla Guðbergi í Barcelona var suður-ameríska stórskáldið
Gabríel Garcia Alarquis sem fékk Nóbelsverðlaunin í ár og tókst
með þeim vinátta.
Eitt megineinkenni rita Guðbergs er það sem hann sjálfur
24