Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 27
(1978), Liðsforingjanum berst aldrei bréf (1980) og Frásögn
um margboðað morð (1982) Næsta verk Guðbergs á íslensku
var Flateyjar-Freyr, ljóðfómir frá árinu 1978. Guðbergur segir
að ljóðfórnirnar séu ortar í Flatey á árinu 1972. ,Jón Gunnar
Arnason bjó þar til styttu af goðinu Frey, sem ég færði í ljóðfórnir
og lagði í krukku á hverjum morgni. Eg vann þetta svo pínulítið
eftirá.“
I Flateyjar-Freyr fjallar Guðbergur umfram allt um list og
veruleika, um hina vaxandi hluthyggju í íslensku þjóðfélagi hefur
Guðbergur sagt í blaðaviðtali. „í neysluþjóðfélagi sem þessu
kaupir fólk hluti fyrir peningana sína og með hlutunum býr það til
varnarmúr gegn óvissunni. (Menning er fólksins bls. 8). I Flat-
eyjar-Frey miðar ádeila Guðbergs einkum en þó alls ekki ein-
göngu, á stétt listamanna, menningaroddvita og menntamenn
samtíðarinnar sem eru eins og „varplausar hænur“ í stað þess að
vera hæfir um að endurskapa verleikann í listum eða reynd. Þeir
eru fastir í þeim skorðum sem málið setur þeim og hugsun þeirra
endurspeglargagnrýnislaustviðteknarhugmyndir, þá skortiralla
þá andlegu eða huglegu frjósemi sem fellst í hinni frjóu óvissu þar
sem hugmynd rís gegn hugmynd, þeirri frjóuóvissu sem fellstí því
að „skapa — af skemmdarfysn.“ Frjósemi hugans. Guðbergur
deilir þó ekki eingöngu á samtíðarlist og listamenn eða samtíðar-
menningu og menningaroddvita og menntamenn, heldur líka á
hinn almenna lesanda, neytandann. „Þeir sem stóðu forðum
lausum fótum í frjórri óvissuni standa nú fostum fótum í trénaðri
trú og hampa dúsu kenninganna." „Eðli uppbyggingar og eðli
niðurrifsins er eitt og hið sama, eðli athafna, hugsjónar og sköp-
unar“. „Því að í upphafi er framtíðin fáranlegur draumur.“ Guð-
bergur hefur sagt í blaðaviðtali „Við verðum að muna það, að það
að vera sjálfstæður er ekki hið sama og að vera afturhaldssamur.
Maður má aldrei vera kúgaður af samfélaginu eða láta það setja
sér allar reglur. Sérhver einstaklingur verður að leitast við að vera
skapandi því það er dæmi þess að maðurinn sé ekki dýr meðal
dýra (menningin er flokkunarvél)". Þá er Guðbergur sér þess vel
meðvitandi um þær skorður sem málið setur okkur en einnig að
maðurinn sem skapandi og virkur einstaklingur getur rofið skörð í
múrinn. Ein aðferð til þess felst einmitt í því að „tala á nýjan
hátt“. Að rjúfa hin hefðbundnu vensl táknmyndarog tákns. Eins
og segir í Flateyjar-Frey „Eg yrki ekki ljóð ég yrki leikmynd
stafanna og hljóðið rís upp gegn sinni eigin mynd eða myndin
gegn hljóðmynd sinni. Hljóð rís gegn hljóði, mynd rís gegn mynd
sinnar eigin myndar. Hljóðmynd gegn myndhljóði og ljóðmynd
gegn myndljóði".
Sagan af manninum sem fékk flugu í höfuðið kom út 1979.
Þessi saga er tileinkuð bókinni Hermanni og Dídí. Þetta er ekki
ævintýri eða furðusaga heldur dæmisaga. Guðbergur lýsir hér
starfi og streði rithöfundar á nokkuð svo broslegann hátt. Guð-
bergur hermir hér eftir alls konar st'^um. Rithöfundurinn Andri
Andrason er sífellt að hugleiða hvernig hann getur öðlast frægð og
viðurkenningu, hvernig henn eigi að ná til þeirra er máli skiptir.
„Eg stíla ekki lengur uppá það að ég fái ljóðeyra árlega. Og ég gef
skýt í gullgogginn. Eg vil helfur fá í verðlaun ærlegt hrossatað en
þó má það vera úr silfurhesti". Að vera fremstur mestur skrifa
betur en aðrir, er það sem rithöfundur keppir efdr, að komast á
toppinn en slíku fylgja þungar áhyggjur og nagandi efi. Skáldið
var aldrei fullkomlega öruggt um það hvort ekki væri til önnur
fluga en hans, þótt ritdæmendur teldu að ekki væri til bitstæðari
fluga í heiminum. Guðbergurer hér að vanda næmur á blæbrigði
mannlífsins.
Sagan af Ara Fróðassyni og Hugborgu konu hans, kom út
árið 1980og tileinkuð RagnariíSmára. Guðbergursegirsjálfurað
í þessari sögu „hef ég leitast við að lýsa hinum dæmigerðu Islend-
ingi. Upphafið var það að fyrir mörgum árum heyrði ég Ragnar í
Srriára lýsa kunningja sínum sem hann áleit mjög dæmigerðan
íslending. Ég fór síðan að hugsa um þetta og þessi frásögn varð til
út frá því sem hann hafði sagt mér og ég hafði hugsað.“
Ari Fróðason er fyrst of fremst athafnarmaður. Það er athöfnin
sjálf sem honum er hugleikin, niðurstaðan skipdr hann ákaflega
litlu máli. Bókin er að ýmsu leyti í stíl skálkabókmenntanna sem
Guðbergur hafði þýtt svo margar úr spönsku. Þar er lýst ferð hans
í gegnum þjóðfélagið sem hefst á leikvelli og lýkur í laxveiðiferð.
Líf Ara Fróðassonar er eins konar leikur, leikur framkvæmda-
mannsins. I skálkabókmenntum er aðeins sýnd ein hlið persón-
anna en Guðbergur hefur sýnt margar hliðar á Ara Fróðasyni.
Að lokum verður vitnað í viðtal við Guðberg Bergsson í Helgar-
pósdnum 16. nóvemberárið 1979 þarsem hann lýsir lífskoðunum
sínum.
„Ég vinn mikið vísúalt. Orðin eiga að falla vel að efninu jafnvel
hæð stafanna skipdr mig máli. Texdnn á að vera vísúell og
hreyfingar persónanna í bókum mínum eru oft teknar úr málverk-
um. Mínar persónur eru yfirleitt myndrænar. Ég punkta aldrei
neitt niður heldur teikna ég bækurnar upp, hreyfmgar persón-
anna. Maður á ekki að vera að segja öðrum frá sjálfum sér nema
þá tveimur til þremur góðum vinum. Eða þá að segja frá á þann
hátt að fólk haldi að maður séaðsegja fráen maðursegir ekki neitt
heldur breiðir yfir sig meiri dularklæðum en áður var. Það er ekki
mitt höfuðstarf að skrifa. Ég bý til myndverk, ég þýði og stundum
kvikmynda ég. Að skrifa skáldsögu er lítill þáttur af mínu starfi.
Ég skrifa eingöngu af innri þörf. Ég held að þörfin sé bara líífræði-
leg, lík kynhvötinni. Þú hefur ekki kynhvöt til þess að eignast
börn, hún er þarna, hún er dl á sjálfstæðan hátt, á sama hátt er
þörf mín fyrir að skrifa til á sjálfstæðan hátt, ekki til að vera frægur.
Ég veit ekki hvort égget taliðmig pólitískan rithöfund, en égfjalla
um félagsmál í mínum bókum. Ég fjalla um verkafólk sem ég
þekki, það er það eina sem ég þekki og kæri mig um að þekkja, ég
get ekki smjaðrað fyrir alþýðufólki til þess þekki ég það of vel. Ég
umgengst ekki menntamenn, ég kann það ekki. Ég vil helst lifa í
tveimur til þremur ólíkum heimum og hafa þá aðskilda. Yfirleitt
ræður fólk ekki við nema einn heim, annars raskast sálarlífið og
það verður að leita til sálfræðings. Ég nýt þess að breyta um og
verða fyrir hnjaski t.d. ég fæ slæma dóma í blöðum, fólk segir við
mig, þú ert enginn rithöfund ur. H njask er líka ef þú þarft að skipta
um menningarumhverfi þá verður þú fyrir hnjaski. Ég er ekki
kristinn og þess vegna get ég ekki litið á mig sem utangarðsmann.
Ég geri of mikla kröfu til sjálfs míns til að geta verið krisdnn. Ég
get ekki leyft mér að leita til guðs, ég verð að leysa vandamál mín
sjálfur. Ég sæki sífellt eftir viðfangsefnum í leikhús, málverk og
kvikmyndir, ég hræðist hvorki elli né dauða. Ég hugsa mikið um
lífið yfir höfuð. Elli og dauði er þáttur aflífinu.
Notar þú sjálfur svipað orðferi og þessar persónur? spyr
blaðamaðurinn.
Nei, aldrei. Ég notaði það þegar ég vann í frystihúsi, þau voru
þáttur af umhverfinu. Ég held að fólk myndi koðna niður ef það
notaði þau ekki. Þetta orðfæri streitunnar og áþjánarinnar. Þú
finnur sönnun þess í þjóðfélaginu. Hér býr fólk við vinnukúgun.
Klám er dæmigert málfar þess fólks sem býr við einhverskonar
kúgun, oft kynferðislega. Þaðer ekki þar með sagt að slíkt fólk hafi
ekki margbreytilegt sálarlíf, eflaust finnast þeir menn sem aldrei
nota ljótt orðfæri en það að bölva er sálræn nauðsyn, bölv slakar á
spennunni. Maður heldur oftað þetta fólk sé ruddar, en öðru nær.
Ruddar og kúgararnota fínt ogsmurtorðfæri. Égbý til minnheim
sem er eflaust þáttur í frelsisþörfinni, þörfeinstaklingsins fyrir að
vera sjálfstæður. Þetta er að lifa í fullu samræmi við mitt lífsform."
SKRÁ UM HEIMILDIR:
Gudbergur Bergsson:
Endurtekin orð, Rvk. 1961.
Músin sem læðist, Rvk. 1961.
Leiklong leiðans, Rvk. 1964.
Tómasjónsson — metsölubók, Rvk. 1966.
Ástir samlyndra hjóna, Rvk. 1967.
Anna, Rvk. 1969.
Hvað er eldi guðs, Rvk. 1970.
Það sefur í djúpinu, Rvk. 1973.
Hermann og Dídí, Rvk. 1974.
27