Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 18

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 18
NÍNA: Mér fannst ekkert varið í að sjá hana. STEFÁN: Hún er fræg. NINA: Skiptir það einhverju máli. STEFÁN: Maður verur líka að skoða eitthvað. Það erekki hægt að liggja í sólinni alla daga. NÍNA: Eg get legið í sólinni alla daga. Eg vil verða brún. STEFÁN: Mér sýnist þú nú orðin brún. NÍNA: Þetta var alltofmikillgangur. Fólk varð dauðþreytt. STEFÁN: Það er ekki hægt að skoða heila höll án þess að ganga eitthvað. NÍNA: Eg hélt að þetta ætlaði aldrei að taka enda. STEFÁN: Sumum fannstnú fariðofhrattyfir. Þaðererfitt að gera öllum til hæfis. NÍNA: Þetta var allt saman eins. STEFÁN: Hvað var eins. NlNA: Herbergin. Það sem maður sá. STEFÁN: Það fannst mérekki. NÍNA: Mér fannst það. STEFÁN: Ég heyri það. NÍNA: Ég dauðsé eftir að hafa farið. STEFÁN: Það er ekki til neins að vera að tala um þetta núna. NÍNA: Af hverju ekki? STEFÁN: Afþví það er búið. NÍNA: Það má tala um það fyrir það. STEFÁN: Já, ef þú vilt endilega þrasa? NÍNA: Er ég eitthvað að þrasa? STEFÁN: Eg veit ekki hvað á að kalla þras ef..sest í stól, hafnar á gólfinu Andskotinn! stendur upp, kastar stólnum til Þessir bölvaðir stólar. Það er ekki einu sinni gert sæmilega við þá, þegar það er loksins gert. NÍNA: Vertu ekki að skeyta skapi þínu á stólunum. S'I’EFÁN: Það þarf nýja stóla. NÍNA: Auðvitað. Þessir stólar eru ónýtir. Ég sagði það líka strax. STEFÁN: Sagðir þú það strax? Ég hef aldrei heyrt þig segja það fyrr. NINA: Jæja? STEFÁN: Nei. Hvenær? NÍNA: Hvenær? STEFÁN: Hvenær sagðirðu það? NÍNA: Ég man það ekki. STEFÁN: Þú hefur aldrei sagt það. Það er ég sem var að tala um það. NÍNA: Þú? STEFN: Já, ég. NÍNA: Af hverju hefur þá ekki verið skipt um stóla? STEFÁN:Þú veist að það þýðir ekkert að tala við farar- stjórann. Ég sé ekki til hvers er verið að hafa hann. Sérð þú það? NÍNA: Ég sé það ekki. STEFÁN: Það væri alvegeins hægtaðveraánhans. Það er mikið að þessi sófi skuli halda. tekur sér blað í hönd ogfer að lesa. Pögn NÍNA: Er eitthvað í blaðinu? STEFÁN: Ekkert. NlNA: Af hverju ertu þá að lesa það? þögn Mér finnst það ætti að vera sjónvarp hérna. STEFÁN: Það er sjónvarp hérna. NÍNA: Hvar er það? STEFÁN: Niðri. NÍNA: Já, niðri. STEFÁN: Erþað ekkihéma? NÍNA: Það er ekki í herberginu. STEFÁN: Það er í hótelinu. NÍNA: Hótelinu,já. STEFÁN: Já, hótelinu. NÍNA: Maður skilur ekki orð af því sem sagt er í því. STEFÁN: Maður mundi ekki skilja meira þó það væri hér í herberginu. NÍNA: Það hefði verið nær að nota tímann núna þegar ekki er sól til að fara í Granadaferðina. STEFÁN: Eigum við að fara að tala um þessa ferð aftur? Getum við ekki setið hér og haft það notalegt? NÍNA: Hefur þú það notalegt? STEFÁN: Mér líður ágætlega. NÍNA: Það er gott. STEFÁN: Líður þér eitthvað illa? NlNA: Það er ekkert hægt að gera hér þegar ekki er sól. STEFÁN: Við getm talaðsaman. NÍNA: Getum við það? STEFÁN: Gerum við þaðekki? NÍNA: Ég veit það ekki. STEFÁN: Ég er að spyrja. NÍNA: Hvað finnst þér? STEFÁN: Viltu glasið þitt? NÍNA: Þakka þér. Stefán fer útá svalir, Nína byrjr að leggja kapal. Stefán kemur með glösin STEFÁN: Það vottar ekki fyrir sól. — Gerðu svo vel. Pögn STEFÁN: Þú ert farin að leggja kapal. þögn Ég sagði að þú værir farin að leggja kapal. NÍNA: Ég heyrði það. STEFÁN: Þú leggur alltaf þennan sama kapa. þögn Ég sagði: Þú leggur alltaf þennan sama kapal. NINA: Það er ekki rétt. STEFÁN: Þú leggur aldrei neinn annan kapal. NÍNA: Hann er nýr í hvert skipti sem ég legg hann. STEFÁN: Já, svoleiðis. þögn Ertu eitthvað skrítin? NÍNA: Finnst þér það? STEFÁN: Mér finnst það. NÍNA: Ég er að reyna að hugsa þögn Á maður ekki að hugsa?fögn Ég sagði: Á maður ekki að hugsa? STEFAN: Auðvitað. NÍNA: Ég hélt það. Pöpi. Stefán fer fram á bað NÍNA: Ertu slæmur í maganum? Stefán kemur af baðinu NÍNA: Ég hélt þú værir orðinn góður. STEFÁN: Ég fór að pissa./er í símann Halló. Halló. Dos cuba ligre, por favor. Habitacion cino, dos, quart...quatro, — Gracias. þögn. Stefán sest, les NÍNA: Þú ert búinn að vera góður í maganum í tvo daga. Það er nú meira hvað svona magakveisa getur verið þrálát. Það er ekkert skemmtilegt að þurfa að vera alltaf á klósetti- nu. Það er ekkert skemmtilegt. — Ég hugsa að það sé ekkert gagn í þessum magatöílum. Ég gæti trúað að þær gerðu bara illt verra. Menn fá pillur við öllu nú til dags. Ef menn fara til læknis þá fá þeir pillur. Það er sama hvað það er. Þaðeru alltafpillur. Pillur. Pillur. þögn 18

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.