Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 9

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 9
Magnúz Gezzon: úndurtaki einz & zólin ózkar að morgni finn ég gúmíið læðazt um blaut zký nútíma vax AdólfÓlafsson: Ögurfcrð sterkir eru straumarnir sem bera mig til þín um árin við ásinn fagnar þú mér þegar ég kem farlúinn úr ögurferð á vit þér og varpa mér flötum við fótskör þína og geng þér á hönd Pétur Önundur Andrésson: Júlímorgun Konan er sest út undir vegginn með saumana sólin skín gegnum götótta sokka í iðnum höndum hverfur síðan bak við bót á bláum buxLim. 6,jvindur Gríksson: Hcimspoki ougnobliksins En geggjaði gamlinginn gekk á gras skömmu áður en hann gaf upp endurnar í seinast sinnið. Hann hnoðaði harðar kúlur og senti þeim út í hifmspeisið af afli, hverri á fætur annari. Og hann hrækti á eftir þeim. A vansköpuðu kúlukorninu lenti hrákasluddan og nei sko: Ovitiborið líffórað vera til. Fiskurinn var til, flugan var til og paddan, plantan og perutréð, ljónið og tígrisdýrið og eiturslangan, beljan og bikkjan. Gott var það allt og blessað, — ekki meir, ekki meir. Til varð maður. Furðuskepna, varla fær um að berast yfir á tveimur bognum fótum, — sér skemmra nefi sínu tveimur sljólegum augum, — heyrir aðeins gagnslaus hljóð tveimur böggluðum eyrum, — kann að búa til ekki annað en hættulega hluti í besta falli gagnslausa tveimur kræklóttum höndum, — með tönnur sem morkna, hár sem dettur af, tungu sem aðeins kann að tala ljótt, nef sem alltaf er með kvef, — ljótur haus með heimskri hugsun í, — skepnan með innbyggðum sjálfseyðileggingarþætti. Sá maður leit yfir furðulega röklaust sköpunarverk- ið. Hann sá það var harla vont. Sem hann leið af kjarkskorti af því hann var einn, gerði hann Guð í sinni mynd, — til að geta skriðið fyrir Honum, til að geta kennt Honum um allt sem aflaga fór, fer, færi. Abyrgðarlaus skepnan ástundar eftir það sífellda hræsni og lygi, morð og misþyrmingar, kúgun og styrjöld, heimspekikerfun og trúarbragðasmíð. Allt er það lögsett og löggilt, helgað og blessað, kristnað og krossað. Loks kom sprengjan, hið stærsta úr hinu smæsta, röklausust, tilgangslausust, geggjunin geggjaðasta, — eini sannleikur mannsins. — Og það stóð full biðröð af trimmurum við hlið- ið. Óskor Árni Óskorsson: / I tunglsljósi 2 Útí nóttinni berja menn konurnar sínar- Nú er allt hljóðnað! Skyldu þeir allt í einu hafa litið mánann? 9

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.