Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 11

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 11
NÍNA: Veistu ekki hvað þér finnst. STEFÁN: Mér finnst þeir báðirgóðir. NÍNA: Hvor finnst þér betri? STEFÁN: Ég get ekki ákveðið þetta fyrir þig. NINA: Þú getur sagt mér hvað þér finnst. STEFÁN: Ég er búinn að segja það. Geturðu ekki sjálf ákveðið í hvaða kjól þú ferð. Þarfég að ákveða það fyrir þig. NINA: Ég er ekki að biðja um það. STEFÁN: Heldur hvað?— Afhverju svararðu ekki? NINA: Þú hefur engan áhuga á því hvernig ég er klædd. STEFÁN: Af hverju segirðu það? NÍ NA: Af því þú hefur það ekki. STEFÁN: Hef ég sagt það? NÍNA: Ég finn það. STEFÁN: Vertu í kjólnum sem þú ert komin í. NINA: losar krókinn Hjálpaðu mér með rennilásinn. STEFÁN: Hvað ætlarðu að gera? NINA: Fara úr kjólnum. STEFÁN: Af hverju ætlarðu að fara úr honum? NINA: Af því ég ætla að fara úr honum. — Ætlarðu ekki að renna lásnum niður— Varlega. STEFÁN: Ég hefði átt að segja þér að fara í hinn kjólinn, þá hefðirðu verið áfram í þessum. NINA: Takk fyrir. skiptir um kjól STEFÁN: Get ég hjálpað þér meira? NINA: Ég get gert þetta ein. STEFÁN: Hvað er með þessa drykki? NÍNA: Ég veit það ekki. STEFÁN: Ertu ánægðari núna? NÍNA: Ég er það. STEFÁN: Það er gott. NINA: Ættu Jón og Stella ekki að fara að koma? STEFÁN: Hvað er klukkan? — Nú, þau ættu að vera komin. Það er kannski rétt að hringja. NINA: Við þurfum að geta fengið okkur drykk með þeim áður en við förum. STEFÁN hringir Halló, Por favor, habitación cinco seis dos. — Halló er þetta Stella? — Eruð þið ekki að koma, drykkirnir bíða? — Hvað? — Hvað segirðu — veikur? NÍNA: Er eitthvað að? STEF.ÁN: Bíddu— Drepast? NÍNA: Hvað kom fyrir? STEFÁN: Bíddu. Ég segi þér það á eftir. — Ég var að tala við Nínu. — Þið komið samt. Gott. — Bless. — Þau voru að fara útúrdyrunum. NÍNA: Hvað kom fyrir? STEIÁN: Jón fékk sólsting. NÍNA: Fékk hann sólsting? STEFÁN: Hann hneig bara allt í einu niður, fór að skjálfa og var strax kominn með þennan rosalega hita, svo Stella þorði ekki annað en láta hringja á lækni. NINA: Er hann orðinn góður? STEFÁN: Hann fékk einhverjar pillur og sofnaði og svitn- aði þessi ósköp. Hann er enn mjög slappur. NINA: Ég er ekki hissa á því. Nína ber skrautlega kjólinn við sig. STEFÁN: Þú ferð ekki að fara í þennan kjól. NÍNA: Af hverju ekki? STEFÁN: Hann er alltof fínn. NlNA: Erum við ekki að fara á alminilegan stað? STEFÁN: Hann er svo áberandi. NÍNA: Má hann ekki vera það? STEFÁN: Ég er ekki að banna þér að fara í hann. Bjallan hringir STEFÁN: Þar koma drykkirnir. Steján opnar hurðina. Pjónninn kemur inn með drykkina ÞJÓNN: Senora! — Þér eruð glæsileg! NINA: Muchas gracías. ÞJÓNN: Mjög glæsileg. — Þér eigið fallega konu. STEFÁN: Gracías ÞJÓNN: Á að fara að skemmta sér, dansa? STEFÁN: Það er meiningin. ÞJÓNN: Hér er mikið af góðum skemmtistöðum. STEFÁN: Við höfum heyrt það. NÍNA: Dansar þú ekki? ÞJÓNN: Oft — þegar ég hef tíma. STEFÁN: Hvað, heldurðu að hann dansi ekki ungur mað- urinn. NINA: Við vitum ekki hvað þú heitir. ÞJÓNN: Manolo. NÍNA: Manolo. ÞJÓNN: Manolo Conzales.. NÍNA: Manolo Conz..— Fallegt nafn. ÞJÓNN: Gracías. NÍNA: Ég heiti Nína. ÞJÓNN: Nína. NÍNA: Nína. ÞJÓNN: Nína— mjög fallegt. NINA: Gracías. Maðurinn minn heitir Stefán. ÞJÓNN: Stefán. — Bueno. La cuenta. Firme por favor. STEFÁN: kvittar Við höfum ekki enn fengið hrein hand- klæði, toallas. NINA: Þjónninn á ekki að sjá um það. STEFÁN: Það má nefna það fyrir það. ÞJÓNN: Ég skal láta vita afþví.— Góða skemmtun. NÍNA: Gracías Manolo. STEFÁN: Gracías. Þjónninn jer NlNA: Þú varst eitthvað svo þurr við þjóninn? STEFÁN: Var ég þurr við hann? NINA: Það var alveg óþarfi að nefna þetta með handklæð- in. STEFÁN: Hann starði á þig. NÍNA: Starði á mig? STEFÁN: Það var einsog augun ætluðu út úr honum. NÍNA: Hvaða vitleysa. STEFÁN: Sástu það ekki? NINA: Mátti hann ekki horfa á kjólinn. STEFÁN: Kjólinn? NINA: Nú kannski hefur honum litist vel á mig. Er það einhver glæpur? STEFÁN: Ég hélt að þú værir búin að sjá hvernig þeir láta þessir Spánverjar. NÍNA: Hvernig láta þeir? STEFÁN: Þeir eru allsstaðar utaní kvenfólki. Það má ekki einu sinni fara í verslun svo þeir séu ekki farnir að káfa á því. NÍNA: Ekki get ég að því gert. STEFÁN: Ég er ekki að segja það. Mér finnst það bara ekki viðeigandi. NÍNA: Þú ert þó ekki afbrýðisamur. STEFÁN: Afbrýðisamur? Það tekur því. NÍNA: Kysstu mig. — Þetta er enginn koss. — Þetta var betra. — Við erum hér til að njóta lífsins.

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.