Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 17
ELÍN: Þú ert loðinn á brjóstinu. Mér finnst að karlmenn
eigi að vera loðnir. Má ég sjá svolítið neðar. Eg skal hneppa
frá.
Pétur slekkur Ijósið.
NÍNA: Ekki slökkva. — Kveiktu.
PÉTUR: Þetta er rómantískara svona.
NÍNA: Ekki þetta! — Af hverju kveikirðu ekki?— Hættu —
Ég verð vond. kveikir Frekja er þetta.
PÉTUR: Má ekki koma við þig.
NÍNA: Alls ekki.
PÉTUR: Ertu heilög.
STELLA: Ertu að fara? Farðu ekki elskan. kallar eftir Nínu
Nína.
Nina fer
STELLA: Hvað kom fyrir?
PÉTUR: Hún varð vond af því ég slökkti ljósið.
RUT: Þú kyssir svakalega vel. Þú gerir mig vitlausa í þig.
STEFÁN: Geri ég þaö?^
RUT: Alveg vitlausa.
PÉTUR: Hvernig væri að dansa?
STELLA: Já, hvernig væri það?
JON: Ekki losa allar tölumar.
ELÍN: Lofaðu mér.
JÓN: Ekki fara neðar.
PÉTUR: Þú dansar vel.
STELL: Þakka þér.
JÓN: Ekki þetta.
PÉTUR: Eigum við ekki að hækka músikina?
ELÍN: Vá, vá! Svaka karlmaður!
Pétur hcekkar músikina og slekkur Ijósið. Nokkru seinna kveikir
Stefán. Stefán og Rut eru ein eftir í herberginu. Stefán lækkar
músikina.
SEFÁN: Þetta var meiri hávaðinn. Það eru allir horfnir.
RUT: Kysstu mig elskan.
STEFÁN: Þú bítur mig. —Ætlarðu að sjúga tunguna útúr
mér.
RUT: Þú logar allur.
STEFÁN: Komdu.
RUT: Hvert ætlarðu?
STEFÁN: Að rúminu.
RUT: Getum við ekki verið hérna?
STEFÁN: Hérna?
RUT: Já.
STEFÁN: Á miðju gólfinu?
RUT: Afhveru ekki?
STEFÁN: Áttu viðað...?
RUT: Er það ekki hægt?
STEFÁN: Langar þig til þess?
RUT: Mig langar til að reyna það.
STEFÁN: Það er ekkert varið í það þannig.
RUT: Hefurðu reynt það?
STEFÁN: Komdu. — Ætlarðu ekki að koma. — Ekki leysa
niðrum mig.
RUT: Ég vil heldur vera hérna.
STEFÁN: Komdu,—
RUT: Verum hérna. Gerðu það fyrir mig.
STEFÁN: Bíddu þá. Ég ætla að slökkva ljósið. slekkurIjósið
RUT: Hvarertu?
STEFÁN: Ég er hérna.
RUT: Hvar?
STEFÁN: Hérna.
RUT: Þarna ertu. Kysstu mig. Þú ert kominn úr.
STEFÁN: Komdu ekki svona fast við mig.
RUT: Ertu viðkvæmur.
STEFÁN: Þú meiðirmig.
RUT: Fyrirgefðum elskan. — Ég skal gera þetta. — Þú
hefur ekki lag á þessu. Ég skal. — Þú getur þetta ekki.
STEFÁN: Af hverju get ég það ekki.
RUT: Svona.
STEFÁN: Lyftu fætinum.
RUT: Komdu núna — Komdu elskan.
STEFÁN: Ég kemst ekki nógu neðarlega.
RUT: Geturðu ekki beygtþig í hnjáfiðunum?
STEFÁN: Ég beygi mig í hniáliðunum.
RUT: Ekki þarna.
STEFAN: Þetta er ekki hægt svona.
RUT: Það hlýtur að vera hægt.
STEFÁN: Ég get þetta ekki.
RUT: Ég skal hjálpa þér.
STEFÁN: Við hefðum heldur átt að vera í rúminu.
RUT: Þú ert svo óþolinmóður. — Þetta er að koma. — Nei,
bíddu. — Ekki hreyfa þig.
STEFÁN: Ég verð að hreyfa mig. — Fjandinn sjálfur.
RUT: Ég sagði þér að hreyfa þig ekki.
STEFÁN: Ég verð að fá að hreyfa mig eitthvað.
RUT: Þetta er betra. — Rólega.
STEFÁN: Haltu fast utanum mig.
RUT: Ekki lyfta mér. Éger að missa jafnvægið. Heyrirðu
það.
STEFÁN: Felldu mig ekki.
RUT: Lyftu mér þá ekki svona.
STEFAN: Ég get ekki gert þetta öðruvísi.
RUT: Ég er að detta.
STEFÁN: Andskotinn. — Meiddirðu þig ekki?
RUT: Hvað?
STEFÁN: Ég lenti oná þér.
RUT: Var það ekki það sem þú vildir.
STEFÁN: Mér finnst þetta betra svona.
RUT: Á ég að hjálpa þér?
STEFÁN: Þú þarft þess ekki. Nú get ég það.
VI. þáttur
Stefán og Nína koma inn af svölunum
NÍNA: Ég hélt að það ætlaði að rofa til áðan. Það er
pirrandi að fá ekki sól þegar maður er loksins farinn að þola
hana.
STEFÁN: Kannski kemur hún. Veðrið getur breyst.
NÍNA: Ég hélt að það væri alltafsól hérna.
STEFÁN: Þetta er nú búið að vera áægtt.
NÍNA: Manni er lofað sól.
STEFÁN: Lofað?
NÍNA: Það er auglýst.
STEFÁN: Það getur auðvitað komið sólarlaus dagur.
NINA: Það hefði verið nær að sleppa þessari ferð til Gran-
ada.
STEFÁN: Nú, afhverju?
NÍNA: Þá hefði maður getað legið í sólinni. Mig langaði
aldrei neitt í þesa ferð.
STEFÁN: Af hverju fórstu þá? Ekki neyddi ég þig.
NÍNA: Maður er búinn að sjá nóg afþessum kirkjum.
STEFÁN: Við sáum nú minnst afþeim. Það var þessi höll.
Hvað heitir hún nú aftur? — Alhama. — Alhambra. Já.
Alhambra.
17