Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 20

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 20
STEFÁN: Ég trúi því ekki. NÍNA: Þú um það. STEFÁN: Með Manolo? NÍNA: Með Manolo. STEFÁN: Hverniggastu...? NINA: Hann er ungur. Það var ekkert erfitt. STEFÁN: Égskil þetta ekki. NÍNA: Þú mundir skilja það efég væri ekki konan þín. Ég hef ekkert samviskubit, r.ema þá gagnvart sjálfri mér. Ég ætla ekki að biðja þig fyriigefingar, efþú skyldir haida það. Þjónninn tók ekkert frá þér. Ég var honum nákvæmlega það sama og ég er þér: Bara einhver kvenmaður. Hvers- vegna ætti ég þá frekar að vera með þér? Bara af því að við erum gift. Er það eitt næg ástæða? Þú sagðir að við gætum talað saman. Nú tölum við saman. STEFÁN: Þú ert eitthvað veik. NÍNA: Ég hefaldrei verið hcilbrigðari. Ég er bara að átta mig. bjallan hringir NÍNA: Bjallan hringir. STEFÁN: Ég hcyri það. NÍNA: Ætlarðu ekki til dyra? STEFÁN: Af hverju ferð þú ekki? NÍNA: Varstu ekki að panta drykki? STEFÁN: Viltu ekki talavið Manolo? NÍNA: Ég hefekkert við hann að tala. STEFÁN: Ekki það? NÍNA: Hann kemur mér ekkert við. — Ætlarðu ekki til dyra? STEFÁN: Kemur hann þér ekkert við? Pjónninn kemur ÞJÓNN: Fyrirgefið. NÍNA: Buenos días. ÞJÓNN: Buenos días. — Það svaraði ekki. NÍNA: Við heyrðum ekki. Við vorum að tala saman. Hjón tala stundum saman. — Er það ekki Stefán? ÞJÓNN: Það er ekki sól í dag. NÍNA: Nei. Það er ekki sól. ÞJÓNN: Firme, por favor. NÍNA: Ætlarðu ekki að kvitta?— Á ég að kvitta? Steján kvittar ÞJÓNN: Gracías. NÍNA: Gracías Manolo. ÞJÓNN: Hasta la vista. NÍNA: Hasta la vista. Pjónninn Jer NÍNA: Ertu sár? Ertu hræðilega sár? Ertu að bíða eftir því að ég biðji þig að fyrirgefá mér? Ég ætla ekki að biðja þig fyrirgefningar. Ég hef ekkert gert af mér. Við stöndum bæði nákvæmlega í sömu sporum./rr út á svalir Nei, sérðu! Það er komin sól. Komdu. VII. þáttur Steján og Nína eru að Ijúka við að taka saman Jarangurinn. Nína er að setja niður í tösku NÍNA: Þarna eru sokkar. STEFÁN: Hvar? NÍNA: Á stólnum þarna. — Nei, hinum. — Er ekki allt komið úr skápunum? STEFÁN: Þaðá að vera þaðgáir ískápinn Nei, þaðer ekkert eftir. — Bíddu. Hérna eru skór. — Þú varst búin að losa skúfiúrnar. NlNA: Ég man ekki hvort ég fór í náttborðið. STEFAN: opnar náttborðsskújfuna Það er tómt. opnar aðrar skújfur Hér er eitthvað. — Brjóstahaldari NÍNA: Ég veit það. Hann er ónýtur. STEFÁN: Hvað er að honum? NÍNA: Mér finnst hann óþægilegur. Hann meiðir mig. STEFÁN: Hann er alveg heill. NÍNA: Það er sama. STEFÁN: Þú ferð ekki aðhenda heilum brjóstahaldara. NÍNA: Vilt þú nota hann? STEFÁN: Ég? NÍNA: Ég nota hann ekki meira. STEFAN: Ég nota ekki brjóstahaldara. NÍNA: Þú getur þá gefið hann STEFÁN: Af hverju læturðu svona? NÍNA: Ertu ekki að tala um að megi ekki honum. Ég nota hann ekki. STEFÁN: Á þá að láta hann liggja í skúfiúnni. NÍNA: Þú getur sett hann í ruslakörfuna ef þú vilt það heldur. STEFÁN: Hvar er p>ostulínsstyttan? NÍNA: Hún er hérna. STEFÁN: Heldurðu að hún brotni ekki. NÍNA: Ég vef hana inní föt. STEFÁN: Kemurðu þessu öllu í töskuna. NÍNA: Það kemst í hana. Hættu. Láttu mig um þetta. STEFÁN: Hvað ætlarðu að gera við þetta naut. Ekki kemurðu því niður. NÍNA: Það var heldur ekki ætlunin. STEFÁN: Þú ferð ekki með það svona í vélina. NÍNA: Ég fæ pappír utanum það. Hafðu engar áhyggjur. STEFÁN: Af hverju varstu að kaupa þetta ferlíki. NÍNA: Afþví mig langaði til þess. — Þetta er minjagripur. STEFÁN: Það er forljótt. NÍNA: Mér finnst það fallegt. STEFÁN: Hvar ætlarðu að hafa það? NÍNA: I stofunni. STEFÁN: I stofunni? Hafðu það heldur á klósettinu. Fólk verður hrætt. NÍNA: Við hvað? STEFÁN: Nautið. — Hvað á að gera við allar þessar umbúðir? NÍNA: Ekkert. Láta þærvera. STEFÁN: Er ekki rétt að taka þetta eitthvað saman? þú varst nú ekkert hrifin af nautaatinu. NÍNA: Ég hafði samúð með nautinu. Er ekki allt komið? STEFÁN: Ég sé ekkert meira. Geturðu ekki lokað tösk- unni? NÍNA: Ég kem lokinu ekki niður. STEFÁN: Það er alltof mikiðí henni. — Yttu þarna niður. Ég ætla að reyna að loka henni hérna megin.— Ekki slaka á. — Hvað ætlarðu að gera við allt þetta dót sem þú ert búin að kaupa? NÍNA: Við þurfum að gefa gjafir. STEFÁN: Þetta eru ekki allt gjafir. — Haltu við. — Það er varla að maður hafi þetta. lokar töskunni öðru megin NÍNA: Við hefðum þurftað kaupa tösku. STEFAN: Það er nokkuð seint að hugsa það núna. — Má ég sjá. — lokar töskunni hirtum megin NÍNA: Eyðileggjum við ekki töskuna með þessu? STEFÁN: Þetta fer áreiðanlega ekki vel með hana.Jer útá svalir, kemur,Jer inná bað Hér er eftir. 20

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.