Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 26
hugsaði hann. Tuttugu og fimm ár, sagði hann“. En þegar bókin
kom út 1967 var liðinn liðlegur aldarfjórðungur síðan fyrstu
amerísku hermennirnirstiguhéráland 7. júlí 1941. Þarmeðhófst
afdrifarík „sambúð“ íslensku þjóðarinnar og amerísks setuliðs og
fljótlega fór að gæta amerísks fjármagns á Islandi, en einnig getur
nafn bókarinnar táknað ástir hjóna sem búa við aðstæður gróða-
hyggju, rótleysis þjóðfélagsins sem gegnsýrir heimilislífið".
Næstu bækur Guðbergs Anna (1969) Það sefur í djúpinu
(1973) Hermann ogDídí (1974) og Það rís í djúpinu (1976) má
lýsa með orðum Guðbergs „Sé söguþræðinum gefið á hann rugl-
ast kerfið og snýst í margbrotin skáldskap, sem stendur fastur í
hænuhaus lesandans.“ Þau eiga það sameiginlegt með flestum
lausamálsverkum Guðbergs að sögusviðið er sjávarþorp niður við
sjó í námunda við bandríska herstöð. Verkin gerast á tímanum
upp úr seinni heimstyrjöld. Þó má nefna að í mörgum þeirra eru
sömu persónur eða persónunöfn. Eitt megineinkenni margra
skáldverka Guðbergs er stór sveifla milli mjög raunsæislegra (eða
sennilegra) frasagna og fáránleika (einhvers óraunverulegs).
Þetta kemur fram í efni sagnanna. Þær fjalla iðulega um hvers-
dagslega atburði á sennilegan hátt, t.d. venjulega máltíð, þá þarf
lesandinn að vera undir það búinn að persónurnar breytist eða
skipti um þjóðerni fyrirvaralaust. Þessa sömu sveiflu er að finna í
stíl sagnanna. Þar sýna einfeldingar og hugflæði tilburði í átt til
aukins raunsæis en flóknar uppeldisfræðilegar ræður hið gagn-
stæða. Raunsæisfrásögn er þómeira ríkjandi í frásögunum þannig
að heildarmyndin virðist vera af íslenskum veruleika. Með þess-
um frávikum frá heíðbundinni veruleikalýsingu tekst höfundin-
um ef til vill að koma því á framfæri við lesandann að hann er að
lesa skáldverk eða veruleikasýn ákveðins höfundar sem telur sér
fy llilega leyfilegt að stjórna heimi sínum og bjarga til að glæða skiln-
ing því, „skáldskapur raunveruleikans eru tegundir ólíks efnis.“
Fleiri einkenni sem eru. greinileg á verkum Guðbergs beinast
einnig að sama marki, að gera lesandanum grein fýrir því að hann
er að lesa skáldverk. Persónum bókanna er ljóst að þær eru
uppspuni og það er jafnvel gefið í skyn að þær skrifi sögurnar
sjálfar. Dæmi um það er t.d. Katrín eða (Anna) Katrín í Ónnu.
Sú persóna sem oftast er skrifuð fyrir bókunum eða hugsunum
persónanna og atburðum er þó Svanur. Hann er menntamaður
eða bókamaður sem býr í sjávarþorpinu, en tekur hvorki þátt í
brauðstriti persónanna né deilir með þeim skynjunum á umhverfi
sínu og lífi. Þessi listamaður í verkunum situr einn heima við það
eitt að spé og sproksetja fólk og líf þess, njósnar um persónurnar
eða ræður því hvað þær segja, verður eins konar fulltrúi skáldsins í
verkunum og minnir lesandann á þátt höfundarins og sjónhverf-
ingar hans í sögunum. Einkum þó í Það sefur í djúpinu og
Hermanni og Dídí er oft eríitt að greina á milli ytri atburða og
hugsaðra. Heilu kaflarnirgeta verið upprifjun og hugsun persóna.
Þá geta persónurnar brugðist við atburðum sem gerast í hugskoti
annarra persóna eins og þeir hafi gerst í raunveruleikanum. Þetta
fyrirbæri má skoða sem enn eina hliðina á raunsæi Guðbergs.
Hann er ef til vill að reyna að gera öllum veruleika jafnt hugsuðum
sem ytri jafn hátt undir höfði. I þessu kemur einnig fram að í
skáldsagnarheimi hans er allt leyfilegt. Persónuruglingur, sam-
runni og klofningur persóna koma fyrir í þessum verkum einkum
þt3 Onnu. Þetta fyrirbrigði samrýmist vitanlega því sem minnst
var á hér að framan. Höfundurinn er að tjá sína mynd afveruleik-
anum og persónumar eru einungis tæki hans. Þetta finnst mér
einnig sýna að persónunum sé ætlað að vera tæki höfundar til að
sýna almennar hugmyndir hans um mannlífið, en ekki endilega
fastar manngerðir. Grunnhugmyndin virðist oft vera sú að vekja
með lesandanum hugsunina um að hann sé að lesa skáldverk.
Honum er ekki ætlað að hverfa inn í litla tilbúna veröld þar sem
allt stenst innbyrðis. Höfundurinn virðist vilja rífa lesandann upp
úr innlifun og gera hann að þátttakanda í leit að skilningi á
veruleikanum og stöðu og hlutverki mannsins í honum. Guðberg-
ur segir sjálfur í eftirmála þýðingar sinnar á Lasarusi frá T ormes
um þá sögu: „Sagan erekki heilsteypt og höfundurinn teymirekki
lesandann í lokað búr fastrar niðurstöðu, en við hana verður hann
síðan að dúsa ævilangt eftir að endanlegum skilningi er náð. Efnið
er opið og ætlað hugsuninni11. Þessi alstaða Guðbergs til skáld-
skaparins finnst mér styrkja þá skoðun að hann ætli sér ekki annað
frekar og meira en að vera vekjari. Þær skáldsögur Guðbergs sem
hér eru teknar fyrir gerast allar á líkum stöðum oggreina í flestum
tilvikum frá sömu persónum eða nöfnum og umhverfi. I Önnu
gerist öll frásögnin á hluta sólarhrings, frá sunnudagshádegi til
mánudagsmorguns. Sviðið er húsið Valhöll og plássið Tangi.
Aðalpersónurnar eru verkamannafjölskyldur þriggja kynslóða.
Persónurnar eru sá hluti af ættinni eða ættunum sem koma fýrir í
verkunum. I þessu verki koma fiest séreinkenni Guðbergs sem að
framan eru nefnd skýrt í ljós. Það sefur í djúpinu og Hermann
og Dídí eru fyrri og seinni hluti sama verks. Þau gerast í kringum
jarðarför elsta íbúa bæjarins. Frásagnatæknin er einfaldari en í
Önnu og ótrúlegir atburðir fá minna rými. Töluverður hluti af
Það sefur í djúpinu gerist í hugskoti Önnu. Þannig er fortíð
þorpsins rifjuð upp í verkinu. í þessum verkum er einnig farnar
sýnisferðir með aðkomufólk. Það verður til þess að glögg mynd
fæst af starfi íbúanna. Það rís úr djúpinu tekur beint við af
Hermanni og Dídí. Fyrrihluti hennar er einhvers konar eldhús-
róman. Titilsíða hans er, í lokum Hermanns og Dídíar. Síðari
hlutinn er frá Tanga, í honum er sögunni framhaldið. Aðalhluti
þeirrar frásagnar virðist lagður Hermanni í hug. Hann segir
meðal annars frá tilhugunarlífi Onnu og Más og flutningum frá
Asgarði til Valhallar. Oll sú frásögn er með miklum kynjum. I
það rís úr djúpinu er vísað aftur til Önnu í samtali og raunar
virðist jafnvel vísað fram til eldhúsrómansins sem er í Það rís úr
djúpinu í Önnu. I Músinni sem læðist er flest sameiginlegt
með hinum bókunum nema þar er allt í kyrrstöðu. Hið almenn-
asta í boðun þessara verka er að skoða veruleikann í kring um sig
eins og hann er oft ljótur og jafnframt vonlaus þó hvetur höfundur
til almennar vitundarstarfsemi og sjálfsgagnrýni. í eftirmála við
Lasarus frá Tormes (1972) segir Guðbergur meðal annars. „Fái
persónan að ráða, þá slær hún skáldverkið úr hendi höfundar"
(bls. 117) en Guðbergur vill laga persónur sínar eftir því sem hann
vill segja eins og hann hefur túlkað í viðtali.11 Því það er einmitt
hlutverk listamannsins og vísindamanna að móta almenning“.
Meðan Guðbergur var með þennan sagnabálk sendi hann frá sér
smásagnasafnið Hvað ereldi Guðs (1970). Tímalega séð má líta
á Hvað er eldi Guðs sem tengilið á milli trílógíanna, Tómas,
Ástir samlyndra hjóna og Önnu (1966-1969) og hins vegar Það
sefur í djúpinu, Hermann og Dídí og Það rís úr djúpinu
(1973-1976). í Hvað er eldi Guðs? heldur Guðbergur áfram að
draga upp óhrjálegar og kaldranalegar myndir af veruleikanum
og bera ýmislegt á borð sem er þess eðlis að menn hafa tilhnegingu
til að loka fyrir því augunum. Þá krefur hann lesandann um
afstöðu. Persónur sagnanna eru flestar hverjar gott dæmi um
„hinn líkamlega þreytta, fylgisspaka, ósjálfstæða og andlega lata
alþýðumann“. Þó lítur Guðbergur ekki niður á alþýðuna, hann
hefur sagt í blaðaviðtölum að hann telji alþýðuna óspilltasta og
hreinskilnasta fólk í landinu og alþýðumenninguna einu hámenn-
ingu landsins, svo fer Guðbergur í raun ákaflega vel með bók-
menntapersónur sínar afalþýðustétt. Það er borgara og auðvalds-
stéttin sem hvarvetna fær þyngstar ákúrur og hugsunargangur
alþýðunnar er innrædng valda- og peningaafla þjóðfélagsins. Af-
drifaríkastur þáttur í boðskaparflutningi Guðbergs er hvernig
hann notar háð eins og það t.d. kemur fram í Hvað er eldi Guðs
og það sem Guðbergi er mest í mun að hæða er neysluþjóðfélagið
með allri sinni efnishyggju og hlutgervingu. Guðbergur er mjög
afhjúpandi rithöfundur. Hann vill leysa upp allar goðsagnir er
halda alþýðunni í blekkingu og vefgræðginnar, en sú afhjúpun á
alls ekki að vera til framdráttar neinni stjórnmálastefnu. Um
þetta leyti vann Guðbergur mjög að þýðingu spænskra bók-
mennta, fyrst Juan Ramon Jimenes: Plateró og ég (1965)
Lasarus frá Tormes (1972) Króksi og skerðir eftir Cervantes
(1973) og Suðrið eftir Jorge Luis Borges (1975) Don Kíjóti eftir
Cervantes (frá 1970) kom út í þrem bindum 1979-1982 og þrjú
verk eftir Gabriel García Marquis: Hundrað ára einsemd
26