Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 19

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 19
STEFÁN: Gengur hann upp? NÍNA: Hver? STEFÁN: Kapallinn. NÍNA: Ekki ennþá. STEFÁN: Hann gengur aldrei upp þessi kapall. NÍNA: Það kemur fyrir. STEFÁN: Það er mjög sjaldan. þögn Af hverju leggurðu ekki kapal sem er auðveldari? NÍNA: Mér hefur ekki dottið það í hug. Pögn STEFÁN: Mér leiðist. þögn Mér leiðist. NÍNA: Jæja. STEFÁN: Mér hundleiðist. NÍNA: Mér finnst gaman. STEFÁN: Það var ekki að heyra á þér áðan. NÍNA: Það var áðan. Pögn. Stefán gengur til Nínu og horfir á hana leggja kaþalinn,fer með hendina inná hana. NÍNA: Hvað ertu að gera? STEFÁN: Finnurðu það ekki? NÍNA: Vertu ckki að þukla þetta á mér. — Ég sagði: Vertu ekki að þukla þetta á mér. — Skilurðu ekki hvað ég segi? — Þú truflar mig. Hvert ætlarðu með hendina? — Hættu þessu. — Stefán. STEFÁN: Af hverju ertu svona stygg? NÍNA: Sérðu ekki að ég er að leggja kapal? — Farðu með hendina. Heyrirðu það? Stefán. Stefán. Vertu ekki svona grófur. Heyrirðu það? Hættu. — Ætlarðu að taka mig með valdi? Hættu. Hættu, segi ég. Sérðu spilin? Þú ert búin að rugla þau. — Er eitthvað að þér? STEFÁN: Má ég ekki koma við þig? NÍNA: Nei. STEFÁN: Nei? NÍNA: Ég sagði nei. STEFÁN: Ertu ekki konan mín? NINA: Ég er gift þér, en þú átt mig ekki. STEFÁN: Af hverju ertu svona skrítin? NÍNA: Er ég skrítin? STEFÁN: Þú ert ekki vön að hrinda mér frá þér. NÍNA: Af hverju viltu koma við mig? STEFÁN: Af því mig langar til þess. NÍNA: Afþví þér leiðist. STEFÁN: Leiðist mér? NÍNA: Varstu ekki að enda við að segja það? Þú ert ekki að hugsa um mig. STEFÁN: Ekki um þig? NINA: Nei. Ég er bara einhver kvenmaður. STEFÁN: Einhver kvenmaður? NINA: Ekki sú sem ég er. STEFÁN: Ekki sú sem þú ert? NÍNA: Ég gæti alveg eins verið einhver annar kvenmaður. STEFAN: Einhver annar kvenmaður? Pögn NINA: Hann gekk upp. STEFÁN: Hver gekk upp? NÍNA: Kapallinn. STEFÁN: Gekk hann upp? NÍNA: Hann gekk upp. — Þú sérð mig ekki. STEFÁN: Sé ég þig ekki? NÍNA: Þú tyggur allt upp sem ég segi. — Þú ert hættur að sjá mig. STEFÁN: AF hverju segirðu það? NINA: Afþví það er satt. Veistu nokkuð hver ég er? Veistu hvernig ég finn. Veistu hvernig ég hugsa? Þekkirðu mig nokkuð yfirhöfuð. STEFÁN: Ég hlýt að þekkja þig. Þú ert konan mín. NÍNA: Konan þín. Hvað merkir það? Kona sem lagar mat. Kona sem hugsar um börn. Kona sem vinnur úti. Kona sem þú getur gengið að þegar þig langar í kvenmann. Það er Jietta sem ég er. STEFAN: Ereitthvað að? NÍNA: Er ekkert að? STEFÁN: Höfum við ekki allt sem við þurfum? NÍNA: Hvað þurfum við? STEFÁN: Eigum við ekki íbúð og bíl? Eigum við ekki heilbrigð börn? Getum við ekki farið til Spánar? NÍNA: Er það allt sem við þurfum? STEFÁN: Ég skil þig ekki. NINA: Það er ekki furða. Þú þekkir mig ekki. Þú veist ekkert hver ég er. Þú hefur heldur engan áhuga á að vita það. Hversvegna skyldirðu vera svona öruggur um mig. Að ég sé alltaf þarna þegar þig langar í kvenmann? Ég gæti farið. Ég gæti litið á annan karlmann. STEFÁN: Þú þarft ekki að segja mér það. NINA: Hefur þér aldrei dottið í hug að ég kynni að halda framhjá þér? STEFÁN: Nei. Mér hefur satt að segja aldrei dotið það í hug. NINA: Mundi það koma þér á óvart? STEFÁN: Það mundi gera það. NINA: Þér væri kannski sama. STEFÁN: Ég hélt þú þurftir ekki að spyrja að því. NINA: Sumir karlmenn halda framhjá. Konur eru ekkert öðruvísi að þessu leyti. — Ekkert öðruvísi. STEFÁN: Ertu að reyna að gera mig afbrýðisaman. NÍNA: Alls ekki. Ég er bara að tala um það sem getur skeð. Það sem skeður. — Þú skalt ckki halda að ég sé neinn engill. STEFÁN: Hefurðu haldið framhjá mér? Hefurðu gert það? —pögn Af hverju svararðu ekki? NINA: Og hvað, efég hefhaldið framhjá þér? STEFÁN: Svaraðu. — Svaraðu, segi ég. NINA: Ertu að skipa mér? STEFÁN: Svaraðu. NÍNA: Slepptu. STEFÁN: Svaraðu. NÍNA: Þú segðir eitthvað ef ég léti svona við þig. STEFÁN: Eg skipa þér að svara. NÍNA: Ef þú sleppir ekki þá tala ég ekki meira við þig. Slepptu. Slepptu. STEFÁN: sleppir takinu Það er naumast. NÍNA: Er ég ckki frjáls? —Já, er ég ekki frjáls? STEFÁN: Auðvitað ertu frjáls. NÍNA: Ég hefhaldið framhjá þér. STEFÁN: Hefurðu hvað? NÍNA: Ég hef haldið framhjá þér. STEFÁN: Þú lýgur. NÍNA: Það er satt. STEFÁN: Með hverjum? NÍNA: Manolo. STEFÁN: Þjóninum? NÍNA: Þjóninum. 19

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.