Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 21

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 21
NÍNA: Hvað er það? STEFÁN: Það sem er í baðskápnum. NINA: Baðskápnum. Æ, ég gleymdi honum. STEFÁN: kemur Hér eru snyrtigræjur, bómull. Glasið með magatöflunum er tómt. Ég fór að lagast eftir að ég hætti að taka þær inn. Magniltöflurnar, tannburstarnir og tann- kremið. NINA: Við erum ekkert að taka þetta tannkrem með. STEFÁN: Afhverju ekki? NINA: Þetta er ekkert sem eftir er í túbunni. STEFÁN: Ekkert? NÍNA: Sama og ekkert. STEFÁN: Það er óþarfi að henda því fyrir það. Af hverju þarfað henda öllu? Fólk hugsar ekki um annað en aðeyða. Það nýtir ekkert lengur. Það vill helst henda fötunum um leið og það er búið að kaupa þau. Það hleypur bara eftir tískunni. NINA: Af hverju ertu að tala um þetta við mig. STEFÁN: Af hverju viltu henda túbunni? NINA: Er það sama og að vilja henda öllu? STEFÁN: Það skiptir ekki máli hvort það er mikið eða lítið. Þetta eru verðmæti. Eg þoli ekki svona hugsunarhátt. Helmingur mannkynsins sveltur, og á meðan lifum við einsog ég veit ekki hvað. Bruðlum bara. NÍNA: Alltíl lagi. STEFÁN: Þetta er hreinn ósómi. STEF.ÁN: Allt í lagi. Þaðer ekkert allt í lagi. NÍNA: Þá er það ekkert allt í lagi. Eigum við að halda þessu áfram? STEFÁN: Þetta er óþolandi. NÍNA: Þá er það óþolandi. STEFÁN: Það eróþolandi. NINA: Það er óþolandi. Er komið nóg? STEF.ÁN: Hvar ætlarðu að koma þessu fyrir? Ekki seturðu það í þessa tösku? NÍ NA: Það má setja það í hina töskuna. œtlar að opna haria STEFÁN: Farðu frá. Ég ætla að gera þetta. NÍNA: Ýttu mér ekki. STEFÁN: Égsagðist ætlaað gera þetta. — Mérsýnist hún nú bærilega full þessi. NÍNA: Það má setja þetta í eina tuðruna. Bjallan hringir. Jón og Stella koma inn JÓN OG STELLA: Halló! STEFÁN OG NÍNA: Halló! STELLA: Eruð þið ekki búin að pakka niðurennþá? NÍNA: Við erum að ljúka við það. STEF.ÁN: Viðerum með alltofmikinn farangur. NINA: Þetta er ekki mikill farangur. STELLA: Við keyptum aukatösku. NINA: Það er það sem við hefðum þurft að gera. STELLA: Finnst ykkur ekki leiðinlegt að vera að fara? NINA: Ég gæti alveg hugsað mér að vera lengur. STELLA: Sama segi ég. STEFÁN: Ég er búinn að fá alveg nóg af að vera hérna. Ég er orðinn leiður á þessu aðgerðarleysi. NINA: Þú varst nú ekki svo lítið feginn að losna úr vinn- unni til að komast hingað. JÓN: Það er líka gott að koma heim. STEFAN: Mig langar ekkert aftur í svona ferð. STELLA: Ég trúi þérekki. Éger strax farin að hlakka til að komast aftur. STEFÁN: Mérfinnst þettaekkert ferðalag. Þaðerekki nóg að baka sig í sólinni. Maður verður líka að sjá eitthvað. STELLA: Maður sér nú ýmislegt. STEFÁN: Aðallega túrista. NÍNA: Það er farið í skoðunarferðir. Fórum við ekki til Granada? STEFÁN: Þú varst nú ekki svo hrifin afþví. JÓN: Fólk kemur hingað auðvitað fyrst og fremst til að njóta sólarinnar. Til að verða brúnt. STEFÁN: Ef það kemur hingað fyrst og fremst til þess, þá finnst mér liturinn nokkuð dýr. — Og svo er þetta strax farið af manni. NÍNA: Það er hollt að fá á sig sól. STEFÁN: Ég efast um að það sé svo hollt. Þetta er tíska. NÍNA: Maður fær vítamín. STEFÁN: Maður fær líka vítamín í apótekum. JÓN: Ég hélt þú hefðir verið ánægður með ferðina. STEFÁN: Ég er ekki að segja að ég sé óánægður. En ég bjóst bara við að hún yrði öðruvísi. NINA: Nú þessar ferðir eru skipulagðar svona. STELLA: Ég er alveg viss um að þú átt eftir að koma hingað aftur. STEFÁN: Það má mikið vera. STELLA: Sannaðu til. NÍNA: Ég er ákveðin í að fara aftur. STEFÁN: Þú getur farið þó ég fari ekki. NÍNA: Þú þarft ekkert að segja mér það. JÓN: Eigum við ekki að fara á barinn og fá okkur drykk? NÍNA: Endilega. STEFÁN: Hvenær verðum við sótt? JON: Þaðer rúmur klukkutími þangað til. NÍNA: Nú, þetta passar alveg. STEFÁN: Eigum við að setja töskurnar fram fýrir? JÓN: Þess þarfekki. NINA: Við tökum smádótið með okkur niður. STELLA: Ég skal halda á þessu. NINA: Ertu með myndavélina? JÓN: Þú ert búinn að filma talsvert. STEFÁN: Já, nokkuð. NINA: Þú hýtur að hafa tekið alveg býsn af myndum Jón. STELLA: Hann tekur myndavélina aldrei frá augunum, maðurinn. Hann verður að skoða myndimar til að sjá hvar hann hef'ur verið. JÓN: Það er nokkuð til í því. — Hver á að fá þessa myndarlegu hatta? NINA: Strákarnir. NÍNA: Þá getum við farið. JON: Ég ætla að smella mynd afykkur hjónunum. Stefán settu upp hattana. STEFAN: Á ég að vera að því. JÓN: Auðvitað. STELLA: Nú ertu einsog Mexíkani. JÓN: Standið þið betur saman. — Brosiði ofurlítið. smellir af Fínt. Stella vertu með á einni. STEFÁN: Komdu hérna á milli okkar. JÓN: smellirajFínt. NINA: Settu upp hinn hattinnjón. Ég skal taka myndina. JÓN: Við getum öll verið með á myndinni. Ég tek hana á tíma. Ég set vélina hérna. kernur vélinnifyrir, —fer til hinna STELLA: Brosum öll. NÍNA: Er það komið. JÓN: Nei — Núna. Fínt. Tjaldið 21

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.