Lystræninginn - 01.06.1982, Side 12

Lystræninginn - 01.06.1982, Side 12
STEFÁN: Auðvitað. Við gerum það líka. Bjallan hrlngir STEFÁN: Þau eru komin. opnar. Halló. JÓN OG STELLA: Halló. STEFÁN: Gangið í bæinn. STELLA: vibNínu Halló. NÍNA: Halló elskan. — Ertu svona fín! STEFÁN: Þú ert að hressast. STELLA: Maður verður að fara í eitthvað. JÓN: Ég er að verða góður. NINA: Eg fór bara í ósköp venjulegan kjól. STELLA: Ég held hann sé fínn þessi. STEFÁN: Fáið ykkur drykki. — Gerið þið svo vel. JÓN: Mér veitir sannarlega ekki af einhveru sterku. STELLA: Takk fyrir. JÓN: Skál elskurnar. NINA: Skál og velkomin. — Það var leiðinlegt að þú skyldir verða veikur. JÓN: Ég sofnaði í sólinni. NlNA: Sofnaðir! Það er svo agalega hættulegt. STELLA: Ég varð bara hrædd. NÍNA: Ég trúi því. Mér finnst bara merkilegt hvað hann hefur jafnað sig fljótt. JÓN: Ég kom ekki hingað til að vera veikur. STELLA: Maður ræður því nú ekki. JÓN: Ég er stálsleginn núna. STEFÁN: Það er fínt. — Skál fyrir því. — Skál. Þau skála. NINA: Ég þurfti endilega að brenna. STELLA: Nei, er það? Mikið? NÍNA: Dálítið. Ég lá of lengi. STELLA: Maður má svei mér gæta sín. Hvar brannstu? NlNA: Aðallega hérna, — á öxlunum. STELLA: Þú ert þó nokkuð rauð. NlNA: Það hafa margir brunnið ver en ég. STELLA: Almáttugur. Ég er hrædd um það. Það er hræði- legjt að sjá hvernig sumir líta út. NÍNA: Alveg hræðilegt— sumir liggja jafnvel. STEFÁN: Það er ánægja eða hitt þó heldur. Fara í sumar- frí og liggja svo í sólbruna. JÓN: Ég er viss um að það er ekkert betra við sólbruna en alkóhól. — Skál. Þau skála NÍNA: Sennilega ætti maður alltaf að vera mjúkur. STEFÁN: Mér sýnist nú sumir í hópnum vera það. STELLA:Já, ogþarfekki sólbruna til. STEFÁN: Nei, hreint ekki. Þau skála.Jón sest, lendir á góljinu JÓN: Hvað er þetta! Er ég á gólfinu? STEFÁN: Þessir stólar! NÍNA: Þú hefur fengið niðrá þig. JÓN: Ég er með klút hérna. STEFÁN: Fyrirgefðu. Ég athugaði ekki að vara ykkur við. JÓN: Nú, við eigum að vita þetta. Ég mundi bara ekki eftir því í augnablikinu. Manni bregður svo fjári. STEFÁN: Ég held við þekkjum það. NÍNA: Það er ófært að ekki skuli vera búið að gera við þá. STEFÁN: Ég er margbúinn að tala um þetta við fararstjór- ann. STELLA: lig hef nú ekki mikla trú á þessum fararstjóra. NÍNA: Ég sé ekki að sé mikið gagn í honum. STEFÁN: Hann er ósköp þægilegur, það vantar ekki. En það er bara ekki nóg. — Setjist þið í sófann. JÓN: Þetta er ágætt hérna á rúminu. NÍNA: Kemur Didda ekki með? JÓN: Didda! Við erum nú alveg hætt að sjá hana. Ég veit varla hvar hún heldur sig. NINA: Er hún ekki á þessum skemmtistöðum? JÓN: Hún er vitlaus í þessi diskótek. Mér finnst engin hemja að hún sé úti allar nætur. STELLA: Segðu henni það. JÓN: Ég veit að það þýðir ekkert. Það þýðir ekkert að banna unglingum í dag. Þetta unga fólk ræður sér sjálft. STEFÁN: Það er ekki aðeins að það ráði sér sjálft. Það stjórnar öllu. JÓN: Ég vona að hún geri enga vitleysu. STELLA: Barnið? JÓN: Barnið. Heldurðu að hún sé barn? STELLA: Fjórtán ára. JÓN: Fjórtán ára. Hún er sko ekkert barn lengur. NÍNA: Didda er þroskuð eftir aldri. STELLA: Þú heldur þó ekki að dóttir okkar... JÓN: Ég er ekki að fullyrða neitt. STELLA: Ég treysti henni alveg. JÓN: Það er einfalt að segja það. En það er eins gott að blekkja sig ekki. Maður er alltaf að blekkja sig. Þessir unglingar eru farnir að sofa hjá strax og þeir hafa fengið náttúru. Maður veit líka hvernig þessir Spánverjar líta á erlent kvenfólk. STELLA: Hvernig líta þeir á það? JÓN: Þeir líta á það sem hórur. STELLA: Hórur. Vitleysa er þetta. JÓN: Vitleysa. — Það er sko engin vitleysa. Ég er ekki að segja að þeir borgi þeim. Þeir þurfa þess ekki. Þeir vita sem er að það er til í tuskið. Fjöldinn allur af kvenfólki kemur hingað fyrst og fremst til að ná sér í karlmenn, — jafnvel giftar konur. STELLA: Giftar konur? JÓN: Giftar konur. — Taktu þessa rauðhærðu sem er alltaf þarna við Iaugina. STELLA: Þessa rauðhærðu? JÓN: Já, sem er alltafað skipta um bikini. STELLA: Já hún. JÓN: Hún er með tvo í takinu. STELLA: Tvo? JÓN:Já. Einn úr gestamóttökunni og svo þennan baðvörð sem er alltaf að stjana í kringum hana. NÍNA: Er hún gift? JÓN: Svo segir hún. NINA: Mér fmnst hún svo sakleysisleg. STEFÁN: Hún er ekki betri músin sem læðist. STELLA: Ég skil ekkert í giftu fólki sem fer í sumarfrí sitt í hvoru lagi. Ekki mundi mig langa til að fara ein. NÍNA: Sama segi ég. JÓN: Það getur alltaf staðið þannig á að hjón geti ekki farið saman. STELLA: Það er auðvitað rétt. — Er ekki kominn tími til að fara niður? JÓN: Það fer að líða að því. Við eigum að mæta klukkan tíu. STEFÁN: Ætli fari margir? JÓN: Ég held að flestir úr hópnum fari. Það voru að minnsta kosti mjög margir búnir að skrifa sig á listann. NINA: Vitið þið nokkuð hvernig hann er þessi staður? 12

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.