Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Side 11
Fréttir 11Helgarblað 8.–11. janúar 2016
Aukagjöldin sem er dýrt að
taka ekki með í reikninginn
n Ekki villandi að tilgreina ekki aukagjöld við auglýst verð
12 þúsund krónur verða 15
Síminn aftur á móti býður upp á
Heimilispakkann, sem auglýstur
er rækilega á 12 þúsund krónur á
mánuði. Í honum fá viðskiptavinir
aðgang að frelsi og tímaflakki Skjá
sEins, sjónvarpi Símans, erlendum
stöðum, tónlistarveitunni Spotify
Premium, frítt í sex mánuði, ókeypis
heimasímanotkun innanlands og
óháð kerfi svo eitthvað sé nefnt. Auk
háhraðanettengingar þar sem inni
falin eru 75 GB af gagnamagni.
Einn veigamesti munurinn á
pökkum Símans og 365 er að farsíma
áskrift er ekki innifalin í Heimili
spakka Símans. Ef hjónin í dæmi
okkar hér að framan vildu bæta inn
tveimur sambærilegum farsíma
áskriftum og eru í tilboði 365 gætu
þau til dæmis valið áskriftarleiðina
Sveigjanlegur – Bestur og fengið 120
mínútur á mánuði, 10 GB í gagna
magn á 3.990 krónur fyrir hvorn
síma. Alls 7.980 krónur fyrir hjónin
á mánuði sem leggjast myndu ofan á
verð Heimilispakkans.
Á móti kemur hins vegar að þar
fylgir netbeinir þannig að enginn
aukakostnaður leggst á vegna hans.
En það sem þó leggst við verð Heim
ilispakkans er línugjald, sem getur
verið mismunandi milli þjónustuað
ila, en er hjá Símanum 2.390 krónur
á mánuði. Annað verð er síðan í
Hvalfjarðarsveit, hjá Tengi á Akureyri
og í Skeiða og Gnúpverjahreppi.
„Við töldum því réttast að láta gjaldið
standa utan við pakkann svo við gæt
um auglýst þetta hagstæða verð á
pakkanum og haft framsetninguna
eins skýra og hægt er,“ segir Gunn
hildur Arna Gunnarsdóttir, upplýs
ingafulltrúi Símans.
Ef línugjald Símans leggst á 12
þúsund króna pakkann kostar hann
14.390 krónur á mánuði í raun. Eða
28.680 krónum meira á ári, en en
áætla mætti út frá auglýstu verði.
Í áðurnefndri umfjöllun DV um
mælingar fjarskiptafyrirtækja á
gagnamagni í fyrra kom fram í svari
Símans að 75 prósent viðskiptavina
Símans noti undir 75 GB á mánuði.
Þannig liggur fyrir að heldur minni
líkur eru á að hefðbundnir notendur
klári innifalið gagnamagn í Heimili
spakka Símans en til að mynda þau
20 GB sem innifalin eru hjá 365. En
fari svo er hægt að bæta við auka 150
GB við Heimilispakkann fyrir 1.000
krónur á mánuði. Þá kostar pakkinn
15.390 krónur á mánuði.
Ef við gefum okkur að hjónin í
dæmi okkar vilji halda öllum sínum
fjarskiptaviðskiptum á einum og
sama stað, og bæta við farsíma
áskriftum sínum líka getur fjar
skiptareikningur heimilisins því
auðveldlega numið á bilinu 22.370
til 23.370 krónum á mánuði eftir því
hvort þau velji aukið gagnamagn
fyrir netið eður ei.
Þurfa ekki að tilgreina
heildarkostnaðinn
En hvernig komast fjarskiptafyrir
tæki upp með að auglýsa verð á þjón
ustuleiðum, án þess að tilgreindir
séu mikilvægir kostnaðarliðir sem
geta hafa umtalsverð áhrif á endan
legt verð þjónustunnar?
Í lok maí 2012 kvað Neytendastofa
upp úrskurð í máli Nova gegn
samkeppnisaðilanum Símanum
þar sem Nova hafði kvartað undan
auglýsingu Símans á mánaðar verði
ADSL þjónustuleiða fyrirtækisins.
Vildu forsvarsmenn Nova meina
að auglýsingarnar væru villandi,
einmitt vegna þess að þar væri ekki
greint frá mikilvægum kostnað
arliðum. Í viðbrögðum Símans við
kvörtun Nova segir meðal annars:
„Það væri ekki með skynsamleg
um hætti hægt að halda því fram að
þau fyrirtæki sem bjóði upp á ADSL
þjónustu þurfi að tiltaka allt það sem
viðskiptavinurinn þurfi að gera til
þess að geta notað þjónustuna enda
verði að ætla að neytendum sé al
mennt kunnugt um í hverju ADSL
þjónusta felist.“
Niðurstaðan varð að Neytenda
stofa taldi Símann ekki hafa farið
rangt með mánaðarverð ADSL þjón
ustuleiðanna þar sem neytendur
gætu ýmist komist hjá því að greiða
þá kostnaðarliði sem Nova tilgreindi
í kvörtun sinni eða keypt búnað, eins
og netbeini, hjá öðrum en Símanum.
Taldi Neytendastofa Símann einnig
hafa gert fullnægjandi ráðstafanir til
að gera upplýsingar um kostnaðar
liðina aðgengilega á heimasíðu
Símans.
Af þessu má því ráða að fjar
skiptafyrirtæki þurfa ekki að til
greina heildarkostnað áskriftarleiða,
þjónustuleiða eða tilboða varðandi
aukabúnað sem telja má nauðsyn
legan til að nýta sér áðurnefnda
þjónustu. Einfaldlega vegna þess að
hægt sé að nálgast eða eignast þann
búnað með öðrum leiðum eða vegna
þess að upplýst er um þann auka
kostnað í smáa letri þjónustunnar á
heimasíðum fyrirtækjanna. n
365 – Skemmtipakkinn
Dæmi um áskrift hjóna:
n 6 sjónvarpsstöðvar: Stöð 2, Stöð 3, Bíóstöðin, Krakkastöðin, Gullstöðin, Bravó.
n Maraþon: Hægt að nálgast nýjar og eldri þáttaraðir sem sýndar eru á Stöð 2.
n Ljóshraðanet: Allt að 100mb/s nettenging og 20 GB af gagnamagni.
n Heimasími: 100 mínútur í íslenska heimasíma.
n 365 GSM þrep: 60 mínútur í alla síma innanlands og 10 GB af gagnamagni á 0 kr. fylgja.
Ef þú ferð umfram 60 mínútur og upp í allt að 365 mínútur greiðir þú 2.990 krónur.
Auglýst verð samtals: 9.290 krónur á mánuði
Mánaðarleg aukagjöld
n Aðgangsgjald Míla: 2.580 kr.
n Leiga á ZyXEL beini: 590 kr.
n Sjónvarp 365: 1.690 kr.
Samtals Skemmtipakki og aukagjöld, haldi hjónin sig innan uppgefins gagnamagns og mínútna: 14.150 kr. á mánuði.
Mismunur á auglýstu verði og raunverði: 4.860 kr. á mánuði, eða 58.320 kr. á ári.
Ef þau halda sig ekki innan uppgefins lágmarks bætist við:
n Aukið gagnamagn 150 GB: 1.990 kr.
n Tveir GSM-símar fara yfir 60 mín. í notkun: 5.980 kr.
Samtals Skemmtipakki og aukagjöld: 19.540 kr. á mánuði.
Mismunur á auglýstu verði og raunverði: 10.250 kr. á mánuði, eða 123.000 kr. á ári. Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is
Sérfræðingar í prenthylkjum
Bleksprautuprentari: 16.900 kr.
5 hylkja sett: 3.900 kr.
Mono Laserprentari: 24.900 kr.
Tónerhylki í P1102W prentara: 6.590 kr.
Hagstæðar prentlausnir fyrir heimili og allar
stærðir fyrirtækja - kíktu til okkar og við
finnum réttu lausnina fyrir þig.