Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Qupperneq 21
Helgarblað 8–11. janúar 2016 Kynningarblað - Leikur að læra 3 S alt Eldhús er sælkeraeldhús sem Auður Ögn Árnadóttir ákvað að stofna eftir að hafa lengi sótt slík kennslueld- hús erlendis. Hún beið lengi eftir að slíkur staður yrði opnaður á Íslandi en þar sem það gerðist ekki ákvað hún að láta slag standa og opna Salt Eldhús árið 2012. Einstakt og framandi „Salt Eldhús er einstakt á alla vegu,“ segir Auður. „Við bjóðum upp á tvö til þrjú opin námskeið á viku fyrir al- menning þar sem fámennur hóp- ur kemur og situr námskeið í elda- mennsku. Svo er mismunandi hvert þemað er hverju sinni. Við erum með fjölbreytt úrval námskeiða svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum með kennara sem eru all- ir sérhæfðir á ákveðnu sviði: bæði útskrifaða kokka sem koma af hin- um ýmsum veitingahúsum og svo áhugamenn frá mismunandi lönd- um sem kenna matargerð frá sínu heimalandi,“ segir hún. Fyrir hádegi hefur Auður stílað inn á ferðamenn þar sem hún er með opin námskeið fyrir þá þar sem þeir geta kynnst íslenskri matarmenn- ingu og matreitt úr íslensku hráefni. Upplifunin ógleymanleg Auður segist leggja mikið upp úr því að gera upplifun nemenda sinna ógleymanlega. Áhersla er lögð á fal- legt umhverfi, góðan mat, dýrind- is vín, gæða tækjakost og afbragðs kennara. „Námskeiðin eru því upp- sett eins og nemendur séu að fara fínt út að borða. Það er uppvaskari á staðnum og kokkur. Þú þarft ekki að spá í frágang, aðeins njóta. Boðið er upp á vín með matnum og kokk- urinn er með þér að elda matinn,“ segir Auður. „Þetta er eina sérinnréttaða kennslueldhúsið á landinu og eina eldhúsið sem býður upp á það sem ég er með allt árið um kring,“ seg- ir hún. Fáir komast að á hvert nám- skeið til að hægt sé að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur í eldamennskunni. „Þetta er því bæði fyrir byrjendur og lengra komna,“ segir Auður. „Með þessu er markmiðið að veita persónulega kennslu,“ bætir hún við. Einkanámskeið í matargerð Auður nefnir einkanámskeiðin sem eru í boði hjá Salt Eldhúsi sem fólk getur tekið en það hefur verið afar vinsælt hjá fyrirtækjum, vinahóp- um og saumaklúbbum að panta slík námskeið en algengt er að fyrirtæki skipuleggi hópeflis- og hvataferðir fyrir starfsmenn sína með þessum hætti svo dæmi sé nefnt. Einkanám- skeiðin rúma allt frá tveimur mann- eskjum upp í 80 manns. Nýtt námskeið er til dæmis bjórgerð í heimahúsum Bóndadaginn 22. janúar verður námskeið í boði sem snýst um bjór- gerð. „Þetta er nýjung hjá okkur,“ segir Auður en samkvæmt henni þá býður hún upp á 30 til 40 mis- munandi námskeið á ári og reyn- ir hún ávallt að koma með nýjungar þar sem áhersla er lögð á nýjustu tískustrauma og tíðaranda í matar- gerð. Það vinsælasta núna eru steik- arnámskeiðin og Sous Vide elda- mennskan, en ítalskt, indverskt og taílenskt heldur alltaf velli. n Framandi matargerð frá öllum heimshornum Ásamt sértækri íslenskri upplifun myNdir Þormar VigNir gUNNarssoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.