Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Qupperneq 22
Helgarblað 8–11. janúar 20164 Leikur að læra - Kynningarblað
Meðferðardáleiðsla er
huglæg endurforritun
S
kólastjóri Dáleiðsluskóla Ís-
lands, Ingibergur Þorkelsson,
segir að 22 daga námskeið
skólans í meðferðardáleiðslu
geti gefið ýmsum starfsstétt-
um ný og öflug verkfæri sem ekki
bjóðist í öðrum skólum á Íslandi.
Hann segir að allir sem vinni með
fólki hagnist af þessari þjálfun og læri
heilmikið um sjálfa sig og geti breytt
lífi sínu til batnaðar. Ingibergur segir
að orð séu svo öflug að það jafnist á
við galdra hvort sem þau eru notuð til
góðs eða ills. Þannig skipti það sköp-
um í uppeldi barna að hvetja barnið
og hrósa því. Þannig getur einstak-
lingurinn sigrast á öllum vandamál-
um í lífinu á meðan barn sem hefur
verið sagt að það sé ómögulegt og
geti ekkert gert rétt muni eiga erfitt
með að ná árangri jafnvel við bestu
mögulegar aðstæður.
„Læknir sem kann orðfæri
dáleiðslunnar getur létt sjúklingum
sínum lífið að mörgu leyti. Ef hann
sýnir sjúklingum sínum að hann
sé bjartsýnn um árangur af með-
ferð, aðgerð eða lyfjagjöf gengur
það venjulega eftir. Sjúklingurinn fer
áhyggjulaus í aðgerðina, líður betur
eftir hana og batinn er hraðari,“ segir
Ingibergur. „Ef læknirinn hins vegar
notar orð eða viðmót sem gefur
sjúklingnum tilefni til að ætla að að-
gerðin verði erfið er líklegt að sjúk-
lingurinn upplifi meiri sársauka og
kvíða og grói hægar,“ bætir hann við.
Sálfræðingar almennt
frábært fólk
„Ég auglýsti um daginn í Fréttablað-
inu og benti ýmsum stéttum á hvert
gagn þær gætu haft af því að kunna
dáleiðslumeðferð, þar á meðal sál-
fræðingum. Sagði meðal annars að
það væri betra að geta fundið og
eytt orsök vandans í undirvitund-
inni en að glíma við hann í meðvit-
undinni,“ segir Ingibergur. „Stjórn
Sálfræðingafélags Íslands misskildi
líklega þessi skilaboð og brást illa
við, sagði að ég væri að draga heila
starfsstétt niður í svaðið,“ held-
ur Ingibergur áfram. „Ég ber mikla
virðingu fyrir sálfræðingum og í
mínu meðferðarstarfi hitti ég oft fólk
sem segir mér að þessi sálfræðingur
hafi hreinlega bjargað lífi þess eða
hinn hjálpað þeim að yfirstíga vanda
sem virtist óleysanlegur. Mér finnst
hins vegar að sálfræðingar hafi ekki
nógu góð verkfæri. Það er alveg
hægt að grafa skurð með skóflu en
þegar vélskófla er boðin í staðinn
er ekki verið að gera lítið úr því sem
gert hefur verið,“ segir hann.
Ingibergur segir að vandinn sé
aðallega fólginn í þeirri dulúð sem
búið er að sveipa dáleiðslu. Rétt-
ast væri að henda því orði og kalla
þróaða meðferðardáleiðslu, hug-
læga endurforritun, sem sé rétt
lýsing á meðferðinni. „Vegna þess
hvernig búið sé að fara með heitið
dáleiðsla er hún ekki einu sinni
kennd í háskólum á Íslandi, þar sem
hún ætti að vera skyldufag fyrir alla,
ekki síst heilbrigðisstéttirnar,“ seg-
ir hann.
„Taugavísindamaðurinn Dav-
id Eagleman hefur skrifað fróðlegar
bækur um heilann og hugann, með-
al annars bókina Incognito – The
secrect Lives of the Brain. Eaglem-
an er í fremstu röð þeirra sem rann-
saka heilann. Hann segir að þótt
við vitum miklu meira um heilann í
dag en fyrir nokkrum árum séu vís-
indamenn eins og hann í raun ekki
komnir lengra en að taka lokið af
og skoða hvaða vír liggi hvert. Heil-
inn sé svo flókinn að langt verði þar
til vísindamenn skilji hann til fulls,“
segir Ingibergur.
Dáleiðslumeðferð sem listgrein
Ingibergur segir að höfundur
dáleiðslunámskeiðs skólans, Roy
Hunter, kenni dáleiðslumeðferð
sem listgrein frekar en vísindi. Hann
byggir á langri reynslu sinni og for-
vera sinna og hefur náð geysilegum
árangri. „Á sama hátt og lítið er vit-
að um heilann er í raun lítið vitað
um hvernig dáleiðsla virkar, hvaða
svæði heilans virkjast og hvað breyt-
ist við meðferðardáleiðslu þótt
nokkuð hafi nú verið gert af MRI
og öðrum rannsóknum á dáleiðslu.
Þetta á ekki bara við um dáleiðslu
því á sama hátt veit enginn í raun
hvernig sum geðlyf virka, hvaða
áhrif þau hafa á heilann og boð-
efni hans. Þau hafa oft fundist fyrir
slembilukku, og hafa stundum verið
ætluð til allt annarra nota. Það sem
skipti máli sé að þau virki. Á sama
hátt er það sem skiptir máli með
dáleiðslumeðferð – að hún virkar,“
segir Ingibergur.
Stoltur af nemendunum
Ingibergur hefur staðið að nám-
skeiðum í dáleiðslu í tæp fimm
ár, fyrst með öðrum en síðan í
Dáleiðsluskóla Íslands. Hann seg-
ir að sum þeirra sem hafa lært
dáleiðslu á námskeiðunum undan-
farin ár hafi náð mjög miklum ár-
angri við að losa fólk við kvíða,
svefnleysi og fjölmörg vandamál og
við að auka getu og hæfni. Meðal
annars hafi margir afburðaíþrótta-
menn á Íslandi nýtt sér dáleiðslu-
meðferð til að stórbæta árang-
ur sinn og séu þar á meðal margir
meistarar í sinni grein. Þá hafi fjöl-
mörgum verið hjálpað að hætta að
reykja og ná stjórn á líkamsþyngd.
Námskeið í meðferðardáleiðslu
Þann 5. febrúar byrjar 22 daga nám-
skeið í meðferðardáleiðslu. Það
er í tveimur hlutum. Fyrst er það
grunnnámskeið í 10 daga í febrúar
og mars og síðan framhaldsnám-
skeið í 12 daga í apríl og maí. Strax
á fyrsta degi skiptast nemendur á
að hlusta á kynningar og fyrirlestra
og byrja svo að gera æfingar. „Nem-
endur byrja strax á að æfa sig að
dáleiða hver annan og gera það oft á
dag út námskeiðið,“ segir Ingiberg-
ur. Átta kennarar kenna ýmsa hluta
námskeiðsins. Þar af sex Íslendingar
með mjög mikla reynslu og þekk-
ingu á meðferðardáleiðslu. Einnig
kemur til landsins Roy Hunter sem
er höfundur námskeiðsins og bók-
arinnar Listin að dáleiða, og kenn-
ir hann þáttameðferð í tvo daga.
Adam Eason, sem rekur dáleiðslu-
skóla í Englandi og er þekktur fyrir
skrif sín um sjálfsdáleiðslu, kennir
einnig í tvo daga.
Enn er opið fyrir skráningu
á námskeiðið á síðunni http://
dáleiðsla.is n
Dáleiðsla Nemandi nýtur dáleiðslukyrrðar.
Máttur hugans Dr. Yager er níræður en
ósigrandi í sjómanni.
Ingibergur Þorkelsson
Skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands.