Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Qupperneq 28
Helgarblað 8–11. janúar 201610 Leikur að læra - Kynningarblað F ramhaldsskoli.is er nýr vefur sem er hugsaður fyrir nem- endur á framhaldsskóla- stigi þar sem boðið er upp á stuðning við valdar kennslu- bækur og áfanga í framhaldsskólum. Stuðningurinn felst meðal annars í gagnvirkum þjálfunarspurning- um, myndbandsskýringum, ýms- um gagnvirkum þjálfunaræfingum, hljóðbókum og rafbókum. Eigendur síðunnar, Ingólfur Kristjánsson og Jökull Sigurðsson, segja þetta vera einu síðuna fyrir íslenska framhalds- skólanema sem býður upp á stuðning eins og þennan, sem er tengdur völd- um kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti. Efni í boði Framhaldsskólanemar geta nálgast margs konar efni á vefnum og má til dæmis nefna stærðfræðiskýringar á myndbandi, námsbækur, skýringar á helstu málfræði- og bókmennta- hugtökum ásamt sögum á íslensku og ensku með skýringum og upp- lestri og margt fleira. Auk þess er boðið upp á stórt og vandað rafbóka- safn og hljóðbókasafn þar sem nem- endur geta halað niður heilu bók- unum á tölvuna sína eða síma. „Við erum að bæta við efni inn á síðuna í hverjum mánuði,“ segir Ingólfur annar eigenda síðunnar. Ingólfur segir í framhaldinu frá þeirri miklu ánægju sem nýi vefurinn hefur haft í för með sér og er hann spenntur fyrir framhaldinu. Spyrillinn Ingólfur er afar stoltur af Spyrlinum sem er einnig í boði á vefnum þar sem nemendur geta valið kennslu- bækur og tekið próf úr þeim. Spyrill- inn er þannig uppsettur að hægt er að velja ákveðinn kafla úr kennslu- bók og svara spurningum úr efni við- komandi kafla. Forritið fer svo yfir svör nemandans og segir honum hvað var rétt og hvað var rangt. Nem- andinn getur í framhaldinu tekið allt prófið úr kaflanum aftur eða svarað aftur aðeins þeim spurningum sem hann svaraði rangt í upphafi. „Okkar von er sú að kennarar nýti sér Spyr- ilinn til að bæta við í kennsluna sína og skapa umræður,“ segir Ingólfur. Hann telur tækifærin vera mörg sem væri frábært að nýta til að auðvelda íslenskum ungmennum mennta- skólagöngu sína. Verð í lágmarki „Við leggjum áherslu á að halda verðinu eins lágu og við getum,“ segir Ingólfur. Mánaðargjaldið er 1.490 krónur og ársgjaldið 12.900 krónur. Ástæðan fyrir svona lágu verði er sú að sem flestir geti átt möguleika á að nálgast efnið þeirra. n Nýr vefur fyrir framhaldsskólanema

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.