Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Side 8
8 Fréttir Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Ósáttur við vanefndir A nnar aðstandi bílaþáttarins Kíkt í skúrinn hefur leitað til innheimtufyrirtækis vegna vanefnda sjónvarps- stöðvarinnar Hringbrautar á launagreiðslum. Í viðtali við DV segir Viðar Freyr Guðmundsson að frá upphafi hafi gengið bagalega að fá laun greidd. Hann hefur lagt bann við því að þættirnir verði endursýnd- ir á stöðinni. „Það er sárt að vera svikinn, en sárara þegar vinir svíkja mann,“ segir Viðar í yfirlýsingu á Facebook-síðu þáttarins. „Stefnum á að gera upp vanefndir fyrir lok apríl,“ segir Guðmundur Örn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringbrautar, í skriflegu svari til DV. Vanefndir varðandi sýningarrétt Þátturinn Kíkt í skúrinn, sem fjallar um bílaáhuga landsmanna og allt því tengdu, hefur þrátt fyrir nokkrar vinsældir birst stopult á skjáum landsmanna. Þær skýringar hafa verið gefnar að um tæknilega örðug- leika sé að ræða en annar aðstand- enda þáttarins, Viðar Freyr, vísar því á bug og segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Hring- braut. „Það er fjarri sanni að það hafi verið tæknilegar ástæður fyrir fjarveru þáttanna,“ segir Viðar Freyr í yfirlýsingu sem birtist á Facebook- síðu þáttanna. „Hið sanna er að að það hafa verið vanefndir með að greiða fyrir sýningarréttinn af hálfu Hringbrautar og því hafa framleið- endur ekki viljað skila inn þáttunum fyrr en greiðslur bærust,“ segir Við- ar Freyr. Að hans sögn hefur hann farið fram á að bann verði lagt við að stöðin sýni þættina vegna van- efnda. „Það er fullreynt að semja við stöðina og ekkert nema innantóm loforð sem þaðan koma, þegar nokk- ur svör berast þaðan yfirhöfuð,“ seg- ir Viðar og skorar á alla þá sem eiga viðskipti við Hringbraut að gæta sín og helst afhenda þeim ekkert nema gegn fyrir framgreiðslu. Vanefndir gerðar upp í lok apríl Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hringbraut- ar, kannaðist við málið og í skrif- legu svari til DV heitir hann bót og betrun. „Viðkomandi er tökumað- ur og sá um samsetningu þáttarins. Framleiðandi þáttarins, Jóhannes Bachmann, hætti nýverið samstarfi við tökumanninn og tók upp sam- starf við annan tökumann sem olli viðkomandi miklum vonbrigðum,“ segir Guðmundur. Að hans sögn hefur Hringbraut þegar greitt þrjár milljónir króna vegna þáttanna en eftirstöðv- ar vegna þeirra eru 600 þúsund krónur, sú skuld er komin fram yfir gjalddaga. „Tekjur í desember og janúar hafa verið undir áætlun og því hafa greiðslur til nokkurra að- ila tafist. Við sjáum að febrúar og mars líta vel út auglýsingalega séð og stefnum við á að gera upp van- efndir fyrir lok aprílmánaðar,“ segir Guðmundur. Sakar framkvæmdastjóra um lygi Viðar Freyr er afar ósáttur við þessar útskýringar Guðmundar þegar þær eru bornar undir hann. „Þetta er al- gjör útúrsnúningur, ég er fyrst að heyra það núna að það sé einhver annar tökumaður, þannig að það eitt gerir þetta að lygi,“ segir Viðar Freyr. „Að tilgreina mig sem „tökumann“ er þeirra leið til að þykjast eiga þættina og gefa í skyn að ég sé einhver starfs- maður á plani. Langmestur hluti vinnunnar við að framleiða þættina var á minni könnu, auk tækjakostn- aðar, sem er ekki lítill í svona vinnu. Einnig mikil vinna við að kynna þættina með því til dæmis að halda úti Facebook-síðu þáttarins. Þessu til sönnunar vísa ég einfaldlega í kredit- listann sem birtist í lok hvers þáttar. Þar stendur skýrt að framleiðandi sé vidarfreyr.is,“ segir Viðar Freyr. Hann segir að það sé sér að meinalausu þó að Jóhannes fari að gera þátt með einhverjum öðrum en það verði þá undir öðru nafni eða vörumerki en því sem hann tók mikinn þátt í að skapa. „Ég sætti mig heldur ekki við að þættirnir mínir séu endursýndir eins og þá lystir. Sérstaklega ekki þegar ekki er búið að borga fyrir sýningarréttinn að frumsýningu þeirra allra, hvað þá fyrir þessar endursýningar,“ segir Viðar Freyr. Fjölbreyttar afsakanir „Það er búið að vera vesen frá fyrsta degi að fá greitt. Yfirleitt berst aðeins hluti launanna og mjög oft er lofað að greiðsla berist á morgun og svo heyrist ekkert í nokkrar vikur,“ segir Viðar Freyr. Hann segir að afsak- anirnar séu yfirleitt keimlíkar. „Ég er búinn að heyra að sumarið hafi verið erfitt og þá var þátturinn settur í sumarfrí. Eitthvert bókhaldsklúður varð í haust og svo var The Voice- tímabilið erfitt í tengslum við aug- lýsingasölu,“ segir Viðar. Þá hafi hon- um verðið tilkynnt að jólasalan hafi verið undir væntingum. Hann er því eðlilega efins um mögulegar efndir Hringbrautar. „Ég er búinn að hafa samband við innheimtufyrirtæki og hef heimildir fyrir því að fleiri séu í svipaðri stöðu og ég varðandi launa- greiðslur,“ segir Viðar Freyr. n „Það er sárt að vera svikinn, en sárara þegar vinir svíkja mann,“ segir aðstandandi bílaþáttar á Hringbraut Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Þegar allt lék í lyndi Viðar Freyr Guðmundsson og Jóhannes Bachmann við tökur þáttanna Kíkt í skúrinn. „Stefnum á að gera upp vanefndir fyrir lok apríl Guðmundur Örn Jóhannesson Framkvæmda- stjóri Hringbrautar. „Það er búið að vera vesen frá fyrsta degi að fá greitt PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET... ÚTSALA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Revestimiento Ace Negro 33,3x100 cm Ace Blanco 33,3x100 cm Pavimento Crystal Floor White 33,3x33,3 cm Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm Verðdæmi: Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1990.- m2 Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2 Teppi og dúkar 25-70% afsláttur WC innb. kassi/skál/seta kr. 39.700 Þúsundir fermetra af flísum með 20%-70% afslætti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.