Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Side 21
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Umræða 21
Uppáfindíngarleysið
En við vorum að tala um ketti og
hunda. Halldór Laxness var hunda-
maður eins og flestir vita, og það sama
sumar frægar persónur úr bókum
hans, eins og Bjartur í Sumarhúsum.
Það er samt í bókinni um Bjart, Sjálf-
stætt fólk, sem er ein af mínum upp-
áhalds kattafrásögnum í íslenskum
bókmenntum. Það var eftir „reimleik-
ana“ í fjárhúsum Bjarts, sem hann hélt
fyrst vera rottugang og fór á bæi að ná
sér í fresskött; „má vera grimmur.“
Það fer svo á bænum að kötturinn vill
helst hvergi vera nema í horninu hjá
ömmu gömlu, Hallberu, og það jafnt
þótt hún eigi aldrei hlýlegt orð handa
kettinum, og velji honum aldrei önn-
ur sæmdarheiti en grey, garmur, skarn
eða skratti. En kötturinn kærir sig koll-
óttan um það, því eins og höfundur-
inn segir, af innsýn sinni í sálarlíf
manna og dýra, þá kunni kötturinn að
meta höfuðkost ellinnar, sem er upp-
áfindíngarleysið.
Þveröfug tjáning
Eins og fólk veit þá hafa hundar og
kettir mjög ólíkt, eða eiginlega gagn-
stætt, táknmál að ýmsu leyti; þegar
hundar dilla skottinu eru þeir glaðir,
en þegar kettir gera slíkt hið sama eru
þeir í árásarhug; að sama skapi hefur
þveröfuga merkingu að horfast í augu
við hunda eða ketti. Þetta er með-
al annars ástæðan fyrir því að allt vill
fara í hund og kött þegar þessi dýr
hittast. Samt eru mörg dæmi um að
hundur og köttur þrífist saman, og þá
byggir það algerlega á því að hund-
urinn upplifi sig sem lægra settan en
köttinn. Hundar eru hópdýr, og verða
að vita stöðu sína í goggunarröðinni
til þess að þeim líði vel, og þeim líður
ekkert illa með það að vera lágt settir,
það veitir þeim bara öryggistilfinn-
ingu að vera neðstir í röðinni, og það
jafnt þótt einstaklingar af tegundum
eins og menn eða kettir séu ofar. Hafi
hundur hins vegar þá hugmynd að
hann sé skipaður hærra en köttur, þá
byrja vandræðin; köttur getur aldrei
sætt sig við að hundur ætli að ráðskast
með hann; þá setur hann út klær og
hvæsir og veinar.
Mælamaðurinn
Þar sem ég er alinn upp við ketti þá
misskil ég stundum í fljótu bragði at-
ferli hunda, og það þótt sé um að
ræða þá miklu ljúflinga sem vinir
mínir eiga. Einn vinur minn bjó utan
borgar marka og hafði þar risastóran
úlfhund, þýskan schaefer. Jafnan
þegar ég renndi í hlað kom sjefferinn
æðandi til mín með miklum gleðis-
lætti sem í fljótu bragði fyrir katta-
mann gat virst dálítið skerí. Eigandinn
sagði stoltur: „Ef einhverjir ætluðu að
koma hingað með innbrot eða annað
vesen í huga, myndu þeir hugsa sig
um tvisvar þegar þeir sæju dýrið
standa hér á pallinum.“ Og þar hafði
eigandinn örugglega rétt fyrir sér. En
hann bætti því við svona í trúnaði að
hins vegar þegar ókunnugir menn
stigju út úr bílnum og gengju óhikað
upp að húsinu, eins og til dæmis sá
sem kæmi frá Orkuveitunni að lesa á
mælana, þá lúskraðist hundurinn upp
í móa og léti ekki sjá sig fyrr en mæla-
maðurinn æki aftur á braut. n
Hundamenn, og katta-
menn eins og við Fischer„Ég held að þeir sem
kynnst hafi kött-
um viti að þeir telji sig nú
svona gegnumsneitt yfir
mannfólkið hafna. Og
að vinátta við fólk felist
í því að þeir útvelja sum-
ar manneskjur sem nógu
verðugar til að fá að ann-
ast sig.
Hundur og köttur „Það er alltaf gaman
að velta fyrir sér hunda- og kattafólki og
jafnvel muninum á því ef einhver er.“ Mynd EPA
Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is
hundafóður
80% kjöt
20% jurtir,
grænmeti og ávextir
0% kornmeti
Vesturhrauni 5
Garðabæ
S: 530-2000
Bíldshöfða 16
Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
Akureyri
S: 461-4800
Bætiefni
www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland
BENSÍN BÆTIEFNI
Fyrir allar bensínvélar
með eða án hvarfakúts
· Hreinsar bensíndælu, leiðslur
· Kemur í veg fyrir botnfall í
soggrein, túðum, ventlum og
ventlasætum.
· Minnkar eldsneytisnotkun
· Lengir líftíma hvarfakúts og
súrefnisskynjara.
· Tryggir nákvæma stjórnun
eldsneytisloka.
· Kemur í veg fyrir tæringu í elds-
·
· Bætir útblásturinn og minnkar
DÍSEL BÆTIEFNI
Fyrir allar díselvélar
þ.m.t. common rail
og önnur olíuverk
·
· Bætir útblásturinn og
minnkar losun út í
· Kemur í veg fyrir botnfall
í túðum, ventlum og
ventlasætum.
· Minnkar eldsneytisnotkun.
· Tryggir nákvæma stjórnun
eldsneytisloka.
· Kemur í veg fyrir tæringu í
eldsneytisgeymi.
· Minnkar bank í mótor.
tæringar- og ryðvörn.
tæringar- og ryðvörn.
SÓTAGNASÍUHREINSIR
Hreinsiefni til að hreinsa kolefni
og sótagnir úr sótagnasíum.
· Losar um og arlægir kolefn -
isagnir úr sótagnasíu.
· Ekki þarf að taka kút úr við
hreinsun.
· Sparar peninga þar sem ekki
þarf að skipta um sótagnasíu.
(þetta fer eftir ástandi á
sótagnasíu)
·
· Málm- og öskulaus formúla
· Gufar upp án þess að skilja
eftir sig óhreinindi
fyrir allar vélar