Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Page 22
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 201622 Fólk Viðtal L ogi tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara rétt eftir há- degi og viðurkennir að vera nývaknaður. Hann er þó klæddur og búinn að setja gel í hárið. Hann er í fríi í dag því hann ætlaði að vinna í meistararit- gerðinni sinni – áður en blaðamaður ákvað að trufla. Á borðstofuborðinu eru glæsilegar veitingar sem konan hans, Ingibjörg Elva Vilbergsdótt- ir, á heiðurinn af að hafa komið fyr- ir. Bóndadagskakan er þar á sínum stað. Konan hefur forðað sér út en við njótum góðs af gestrisni hennar. „Það var rifið aftan í mig þegar ég var í skoti og ég fann strax að það fór eitthvað. Öxlin bókstaflega rifn- aði. Eftir það var enginn handbolti,“ segir Logi til að rifja upp fyrir blaða- manni af hverju hann hætti í hand- boltanum á sínum tíma. En ferill- inn var ævintýralegur. Vægast sagt. Hann hófst með trompi hjá Lemgo í Þýskalandi fyrir framan 30 þúsund áhorfendur og lauk með með trompi – fyrsta Íslandsmeistaratitli FH í næstum 20 ár. Logi var sannköll- uð þjóðhetja. Það gekk allt upp hjá honum. Bókin hugsuð sem uppgjör Eftir að hafa gert upp atvinnu- mannsferil sinn í bókinni 10.10.10 sem kom út þann sama dag, hvarf Logi smám saman af sjónarsviðinu. Lítið spurðist til hans þangað til hann dúkkaði skyndilega upp með gullbindi í EM-stofunni á RÚV að ræða um Evrópumótið í hand- bolta. Þrátt fyrir að íslenska hand- boltalandsliðið hafi ekki slegið í gegn á mótinu er óhætt að segja að Logi hafi gert það, enda setti gull- bindið nánast netið á hliðina um tíma. Þær gerast varla betri, endur- komurnar í sviðsljósið. Þótt Logi væri ekki alveg hættur í handboltanum þegar hann skrif- aði bókina þá vissi hann að ferlin- um væri lokið. Axlarmeiðslin plög- uðu hann og honum gekk illa að ná sér. Skrifin voru hans leið til að tak- ast á við breytta tíma. „Ég vissi hve alvarleg meiðslin voru. Ég var bú- inn að fara í aðgerð og leita mér að- stoðar úti um allt. Búinn að fara til Bandaríkjanna, Englands og auðvit- að Þýskalands og hitta alla þá bestu. Ég reyndi eitthvað aðeins að spila, en vissi að þetta var mjög líklega bara búið. Ég hugsaði þessa bók því sem hálfgert uppgjör og langaði að sýna öllum sem eru að stefna á at- vinnumennsku hvernig þetta er í raun og veru. Menn halda bara að þetta snúist um að telja peninga og fagna með forsetanum. Þetta er að- eins meira en það,“ útskýrir Logi og heldur áfram: „Þessi bók var hluti af ákveðnum kaflaskilum hjá mér. Af því ég sá fyrir mér að ég væri að detta út. Ég vildi gera upp þennan tíma og halda svo áfram. Gera eitt- hvað nýtt.“ Opnaði allar dyr Í kjölfarið reyndi hann að draga sig meðvitað úr sviðsljósinu og hætti til að mynda að veita viðtöl. Hann þurfti að breyta um umhverfi. Hætta að vera íþróttamaðurinn Logi Geirsson. En það reyndist hægara sagt en gert. „Ég var á þessum tíma auðvit- að mjög vinsæll sem íþróttamaður. Ég og Hemmi Gunn vorum fyrstir til þess að sprengja Facebook-skal- ann á Íslandi – að fá 5.000 vini. Eft- ir Ólympíuleikana var rosaleg bylgja með öllu sem ég gerði. Allt sem ég gerði virkaði,“ segir Logi og vísar þar meðal annars til gelframleiðslu hans og Björgvins Páls Gústavs- sonar, markvarðar landsliðsins. En skömmu eftir Ólympíuleikana hófu þeir framleiðslu á hárgelinu Silver, sem dró nafn sitt að sjálfsögðu af Ólympíusilfrinu. „Á þessum tíma gerði ég bókstaflega allt. Það var gel, það var bók, það voru sjónvarps- þættir, það var þjálfun, svo varð ég umboðsmaður. Ég reyndi að opna allar dyr. Ég var að reyna að finna Það var varla hægt að þverfóta fyrir Loga Geirssyni fyrir nokkrum árum. Eftir mikla velgengni í handboltanum var hann einn dáðasti maður landsins og allir vildu nýta krafta hans með einhverjum hætti. Hann var bókstaflega alls staðar. Allt í öllu. Á endanum fékk hann ógeð á sjálfum sér, dró sig í hlé og fór að sinna öðrum verkefnum fjarri sviðsljósinu. Þótt hann hati ekki athyglina þá kann hann vel við að vera bara venjulegur fjölskyldumaður. Logi segist hafa átt full- kominn feril í handboltanum þótt hann hafi hætt fyrr en hann ætlaði sér vegna meiðsla. Hann fer sínar eigin leiðir í lífinu og er með þá línu húðflúraða á bakið á sér. Blaðamaður heimsótti Loga á heimili hans í Njarðvík og ræddi um lífið í atvinnumennskunni, erfiða reynslu sem breytti honum, sjálfstraustið, kaflaskilin, íslenska landsliðið og alvarleg veikindi móður sem hafa fengið mikið á hann. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Minn ferill var fullkominn. Gjörsamlega fullkominn. Það heppnaðist allt. „Ég fékk ógeð á sjálfum mér“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.