Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Side 36
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 201632 Sport Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Sérfræðingar í prenthylkjum Jón Daði Böðvarsson Staða: Óvissa Selfyssingurinn tók mikla áhættu hálfu ári fyrir EM með því að skipta frá Viking í Noregi til Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. Hans bíður mikil samkeppni í Þýskalandi og komst til dæmis ekki í leikmannahóp liðsins í síðasta leik. Gangi honum erfiðlega að komast í liðið í Þýskalandi opnar hann sæti í liðinu í framlínunni ásamt Kolbeini. Lykilmenn í óvissu Hjörvars Hafliðasonar Hápressa Í slenska landsliðið leikur gegn Bandaríkjamönnum ytra í vináttu leik á sunnudag. Hörð barátta er um sæti í landsliðs- hópnum sem fer til Frakklands í júní. Staða leikmanna er mismun- andi. Lykilmenn eins og Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Sigurðsson hafa leikið vel með félagsliðum sínum að undanförnu á meðan aðrir eru í erfiðari stöðu. n Hannes Þór Halldórsson Staða: Meiddur Hannes gekk til liðs við NEC í Hollandi í fyrrasumar og hóf leiktíðina þar með látum. Hann meiddist alvarlega á öxl í október og hefur ekkert leikið síðan. NEC hefur fengið til liðs við sig nýjan markvörð, Brad Jones, fyrrverandi markvörð Middlesbro og Liver- pool. Ljóst er að það verður við ramman reip að draga fyrir Hannes að fá aftur treyju númer eitt hjá NEC. Ástralinn hefur farið hamförum í markinu að undanförnu og haldið hreinu í síðustu þremur leikjum. Óháð því hvort Hannes komist aftur í markið í Hollandi er engin spurning að landsliðið er allt annað með Hannesi en án hans. Eiður Smári Guðjohnsen Staða: Án félags Eiður, sem er orðinn 37 ára, lék síðast í Kína en er nú án félags. Eiður er ekki bundinn félagaskiptaglugganum sem víða lokar núna 1. febrúar því hann er samningslaus og því ekki um bein félagaskipti um að ræða. En hann þolir líklega ekki lengri bið eftir liði og vonandi finnur hann lið sem fyrst. Gaman væri að sjá ef eitthvert lið hér heima getur boðið honum samning og við fengið að njóta hans hér heima. Alfreð Finnbogason Staða: Í leit að liði Alfreð, sem var frábær í síðustu tveimur alvöru vináttulandsleikjum Íslands, gegn Slóvakíu og Póllandi, er að leita sér að nýju liði. Alfreð fékk fá tækifæri með Olympiakos í Grikklandi fyrir áramót og janúarmánuður hefur farið í leit að nýju liði. Líklegt er að Alfreð endi í MLS, þýsku Bundesligunni eða Serie A á Ítalíu. Rúrik Gíslason Staða: Meiddur Rúrik Gíslason byrjaði leiktíðina ágætlega með Nürnberg í þýsku B-deildinni. En í október þurfti hann að leggjast undir hníf- inn vegna meiðsla á hásin. Síðan þá hefur Nürnberg verið eitt heitasta liðið í deildinni og m.a. unnið fimm deildarleiki í röð. Það er ljóst að þegar Rúrik kemur til baka verður hægara sagt en gert að komast í liðið hjá Nürnberg. Hans bíður mikil barátta um að komast í 23 manna hópinn á EM. Skorað gegn Hollandi Ekki er víst að allir lykil- menn landsliðsins verði til taks á EM í sumar. Mynd EPA 152 íslensk mörk V ítaspyrnan sem Gylfi Þór Sig- urðsson skoraði úr á sunndag gegn Everton var 152. mark- ið sem Íslendingur skorar í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen er ennþá langmarka- hæstur með rúmlega þriðjung mark- anna. Þorvaldur Örlygsson var fyrsti Íslendingurinn til að skora í ensku úrvals- deildinni í janúar- mánuði 1993 í sigri Nottingham Forest á Chelsea. Opta segir að ís- lensku mörkin séu 150 talsins en samkvæmt mínum taln- ingum eru þau 152. n n Eiður Smári 55 mörk n Heiðar Helguson 28 mörk n Gylfi Þór Sigurðsson 27 mörk n Hermann Hreiðarsson 14 mörk n Guðni Bergsson 8 mörk n Grétar Rafn Steinsson 4 mörk n Ívar Ingimarsson 4 mörk n Brynjar Gunnarsson 4 mörk n Arnar Gunnlaugsson 3 mörk n Jóhannes K. Guðjónsson 2 mörk n Þórður Guðjónsson 1 mark n Aron Einar Gunnarsson 1 mark n Þorvaldur Örlygsson 1 mark Mark Gylfi Þór skor- ar gegn Manchester United. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.