Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Qupperneq 38
34 Menning Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016
H E I L S U R Ú M
ÚTSALAN
ER HAFIN!
AFSLÁTTUR!
20-80%
A
R
G
H
!!!
0
50
11
6
Leyndardómar Snæfellsjökuls
É
g kom upphaflega til Íslands
til að stunda nám við Lista
háskólann og til þess að gera
list um eldfjallið í Snæfellsjökli,“
segir franska listakonan Anne
Herzog, sem sýnir um þessar mund
ir verk sín á sýningunni Vítiseyjan í
Ásmundarsal Listasafns ASÍ.
„Ég er að sýna teikningar sem ég
vann á Snæfellsnesi frá því í lok árs
2014 þar til í byrjun þessa árs,“ segir
Anne. „Þetta eru teikningar gerðar
með bleki á pappír í mismunandi
stærðum og einnig tvö stór málverk
sem eru gerð með vaxi á striga.“
Herzog er ekki fyrsti franski lista
maðurinn sem hefur fengið inn
blástur frá Snæfellsjökli því jökullinn
gegnir lykilhlutverki í ævintýrabók
franska rithöfundarins Jules Vernes,
Leyndardómar Snæfellsjökuls (f.
Voyage au centre de la terre). „Eldfjöll
geta verið inngangur að heilum heimi
neðanjarðar,“ segir Anne þegar hún
er spurð um aðdráttaraflið sem eld
fjöll hafa.
Myndirnar vinnur hún á regluleg
um ferðalögum sínum að rótum fjalls
ins. „Þegar ég vinn myndirnar ferðast
ég fótgangandi eða á puttanum að eld
fjallinu. Ég tek viðtöl við ökumenn
ina og fólkið sem ég rekst á í nágrenni
fjallsins og geri eins konar heimilda
mynd. Ég teikna upp viðtölin við fólkið
og teikna landslagið og úr verður ein
hvers konar ferðabók. Ég á líka auðvelt
með að teikna skáldaðar sögur frá yfir
náttúrlegum stöðum í kringum eld
fjallið. Þá geri ég risastórar teikningu
með vaxi á striga, set ég strigann á eld
fjallið, kasta vaxinu á það og eldfjallið
skapar munstrið,“ segir Anne.
Hún segir að nafn sýningarinnar
vísi þó ekki einungis til vítisins hvers
Anne Herzog sýnir teikningar sínar í Listasafni ASÍ
n Eingöngu hvítir leikarar tilnefndir tvö ár í röð n Óskarsakademían 94% hvít
A
llir þeir tuttugu leikarar
sem eru tilnefndir til
Óskars verðlauna fyrir
besta leik í aðal og
aukahlutverkum eru hvítir
– annað árið í röð. Í þokkabót eru
allir tilnefndir leikstjórar hvítir karl
menn og allar kvikmyndirnar sem
tilnefndar eru sem besta myndin
skarta hvítum persónum í aðalhlut
verkum.
Þessi einsleitni í tilnefning
um hefur verið harðlega gagn
rýnd. Til að mótmæla hafa nokkrar
svartar stórstjörnur, til að mynda
Jada Pinkett Smith og Spike Lee,
ákveðið að sniðganga hátíðina.
Aðrir hafa tekið til varna, leik
konan Charlotte Rampling sagði
að umræðan var rasísk í garð
hvítra, og viðskiptatímaritið The
Economist reiknaði út að svartir
Bandaríkjamenn hafi fengið hlut
fallslega réttan fjölda tilnefninga
það sem af er 21. öldinni. Tölurnar
sýndu þó einnig að fjölbreytni er
stórlega ábótavant í kvikmynda
bransanum.
Af hverju svona hvít?
Þessi þekktustu kvikmyndaverðlaun
heims hafa verið veitt frá árinu 1929.
Á 20. öldinni voru 95 prósent allra
tilnefndra leikara á verðlaunahátíð
inni hvít, undantekningarnar voru
örfáar og sigurvegarar úr minni
hlutahópum enn færri.
Þetta breyttist þó í byrjun nýrrar
aldar og árið 2001 hlutu tveir svartir
leikarar verðlaunin fyrir besta leik í
aðalhlutverki, Halle Berry og Denzel
Washington.
Margir héldu að jafnrétti væri
náð á þessum vettvangi en efa
semdaraddir hafa aftur heyrst
undanfarin tvö ár þegar allir til
nefndir leikarar hafa verið hvítir.
Spurning hefur vaknað: Af hverju
eru Óskarsverðlaunin svona hvít?
Sniðganga verðlaunin
Umræða um kynþáttahalla á
Óskars verðlaununum hefur skotið
upp kollinum áður en aldrei verið
jafn áberandi og í ár, meðal annars
á samfélagsmiðlum undir myllu
merkinu #OscarsSoWhite. Margir
vilja meina að gengið hafi verið
framhjá myndum á borð við Creed,
Concussion, Beasts of no nation,
og Straight Outta Compton. Aðal
leikarar og leikstjórar þessara mynda
eru svartir, en í þeim tilvikum þar
sem þær hlutu tilnefningu voru það
aðeins hvítir aukaleikarar eða hand
ritshöfundar sem voru tilnefndir.
Eftir að tilnefningarnar voru
gerðar opinberar hvatti leikkon
an Jada Pinkett Smith til þess að
svart fólk í kvikmyndabransanum
sniðgengi hátíðina (eiginmaður
hennar, Will Smith, var einn af þeim
sem orðaðir voru við verðlaun fyrir
Concussion) og leikstjórinn Spike
Hvítþveginn Óskar
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Hvít verðlaun, svartur kynnir
Grínast hefur verið með að kynnirinn
Chris Rock verði eini svarti maðurinn á
sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni sem
fer fram 28. febrúar næstkomandi.
Mætir ekki Leikstjórinn Spike Lee mætir
ekki á Óskarsverðlaunahátíðina, þrátt fyrir
að veita eigi honum heiðursverðlaun fyrir
framlag hans til kvikmyndalistarinnar.
Metsölulisti
Eymundsson
20.–26. jan. 2016
1 Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin
Baldvinsson
2 DauðaslóðinSara Blædel
3 Þýska húsiðArnaldur Indriðason
4 Mamma klikk!Gunnar Helgason
5 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir
6 SogiðYrsa Sigurðardóttir
7 Fram hjáJill Alexander Essbaum
8 Fávís mærIda Simons
9 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir
10 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson
Páll Baldvin Baldvinsson