Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Síða 2
Helgarblað 26.–29. febrúar 20162 Fréttir Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Útlegð Kristins í New York lokið Kristinn Jón Guðmundsson er kominn heim eftir 30 ára dvöl í bandarísku stórborginni K uldinn hér er alls ekki eins nístandi og í New York,“ segir Kristinn Jón Guðmundsson sem sagði síðasta sunnudag skilið við líf sitt sem ólög­ legur innflytjandi í New York. Krist­ inn er nú að kynnast Íslandi upp á nýtt og segir það hafa komið á óvart hversu erfitt honum þótti að kveðja stórborgina eftir sjálfskipaða útlegð sem hófst haustið 1986. „Fyrsta daginn hérna heima hitti ég fjölskylduna og það var allt saman mjög ánægjulegt. Svo reynd­ ar gekk ég til Reykjavíkur daginn eft­ ir og rataði þá ekkert. Það er ekkert hægt að ganga lengur um bæinn því þetta eru allt amerísk kerfi hér með hringbrautum, yfirbrautum og ég þekki ekkert inn á þessi undirgöng. Ísland er heimsmenningarlegra en það var en svo er enn hægt að sjá gamla Íslendinga eins og þeir voru þegar ég fór,“ segir Kristinn. Kvaddur með veislu DV fjallaði um líf Kristins í New York, og áform hans um að flytja aftur heim, í viðtali við Ameríku­ farann rétt fyrir síðustu jól. Kristinn starfaði þar sem sendisveinn hjá efnalauginni Perry‘s Process Cleaners en hann fór upphaflega til Bandaríkjanna til að svala útþrá og leita að ástinni. Í síðustu viku fékk hann heimsókn frá fjölskyldumeð­ limum sem höfðu keypt flugmiðann heim en Kristinn var þá búinn að fá íslenskt vegabréf. Aðspurður svarar Kristinn að hann hafi komist klakk­ laust í gegnum landamæraeftirlitið á John F. Kennedy­flugvelli. „Menn höfðu áhyggjur af því að það yrði eitthvert múður en allir voru afskaplega vinsamlegir. Það var ekki auðvelt að kveðja borgina þegar það fór að líða á. Það lá við að ég vildi hætta við allt saman eins og ég hef gert áður en það var ekki hægt,“ segir Kristinn sem býr nú hjá foreldrum sínum í Garðabæ. „Í hvert skipti sem ég gekk um New York velti ég því fyrir mér hvort það væri í síðasta skipti sem ég gengi framhjá einhverju ákveðnu húsi. Mexíkanarnir sem unnu með mér hjá efnalauginni söfn­ uðu saman í veislu handa mér og keyptu tvær tertur. Þá varð ég allt í einu óskaplega meyr og þurfti að beita mig mikilli hörku til að brotna ekki saman. Þetta var allt saman mjög erfitt, erfiðara en ég hélt, en ég vissi alltaf að þetta yrði betra þegar ég kæmi aftur til Íslands. Ég hélt alltaf að ég ætti eftir að fá einhvers konar kvíðakast. Það gerðist nú ekki en ökuleiðin frá New Jersey til New York, í gegnum Queens og út á flug­ völlinn, var erfið tilfinningalega en um leið og ég var kominn í flugvél­ ina varð allt betra.“ Í aðlögun Kristinn var að spóka sig í miðborg Reykjavíkur þegar DV náði tali af honum. Hann var þá nýkominn af Gerðarsafni með æskuvini sín­ um Gunnari Lárusi Hjálmarssyni, betur þekktum sem Dr. Gunna. Þeir ætluðu þá að hitta fleiri æsku­ félaga Kristins úr Kópavogi sem höfðu margir ekki séð hann síðan á níunda áratugnum. „Dr. Gunni segir að ég sé í að­ lögun. Ég er örlítið feiminn og finnst ég vera aðskotadýr. Hér áður fyrr gat maður gengið með slætti því maður átti hluta af borginni og var heima­ maður en mér finnst ég ekki vera það ennþá. Ég vil helst ekki taka starf sem er verra en það sem ég var í áður. Ég hygg á endanum að ég geti komið mér þokkalega fyrir.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Hér áður fyrr gat maður gengið með slætti því maður átti hluta af borginni og var heimamaður en mér finnst ég ekki vera það ennþá Kominn heim Kristinn segir það hafa verið erfitt að kveðja New York, heimili hans síðustu 30 ár. Mynd ÞorMar ViGnir Gunnarsson Félagar Kristinn Jón Guðmundsson og Dr. Gunni eru æskufélagar úr Kópavoginum. Þeir skelltu sér á kaffihús í vikunni og stóð þá til að sýna Kristni borgina sem hann hafði ekki séð í 30 ár. Mynd ÞorMar ViGnir Gunnarsson Ó lafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru dæmdir í þriggja ára óskilorðsbund­ ið fangelsi fyrir rán sem þeir frömdu í útibúi Landsbankans í Borg­ artúni milli jóla og nýárs. Ólafur og Jóel rændu bankann vopnaðir hnífi og eftirlíkingu af skammbyssu en sam­ kvæmt ákæruskjali höfðu mennirnir um hálfa milljón, 1.080 evrur, 10.000 japönsk jen, 500 danskar krónur og 20 pund upp úr krafsinu. Heildarupp­ hæðin var um 700 þúsund krónur. Mennirnir gáfu sig fram og játuðu sök eftir umfangsmikla leit lögreglu að mönnunum. Í niðurstöðu dómsins segir að Jóel Maron hafi ekki áður verið dæmdur til refsingar en Ólafur hafði áður verið dæmdur í fangelsi fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að mennirnir frömdu vopnað rán á óvenju grófan hátt. Í bankanum var nokkur fjöldi fólks, bæði starfs­ menn og viðskiptavinir. Ráða mátti af myndbandsupptöku að þeir gengu óhikað og skipulega til verks og tók ránið stuttan tíma. Mönnunum til málsbóta var að þeir gáfu sig fram og vísuðu á ráns­ fenginn. Þá játuðu þeir sök fyrir dómi. Þeir eru ungir að árum og Jóel Maron er með hreint sakavottorð. Samkvæmt þessu öllu þykir mega ákveða refsingu þeirra, hvors um sig, 3 ára fangelsi. n valur@dv.is Þrjú ár fyrir Borgartúnsránið Höfðu um 700 þúsund upp úr ráninu Frá vettvangi Mikið umstang var í kringum Landsbankann eftir ránið. Mynd siGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.