Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Qupperneq 4
4 Fréttir Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002 Sama veRð í 8 áR! Linsur fyrir öll tækifæri 2500 kr. Milljón króna ferð í skugga skuldavanda n Reykjanesbær sendir sex fulltrúa til Svíþjóðar n Greiðir flug og bílaleigubíl R eykjanesbær mun í næsta mánuði senda sex fulltrúa, þar af þrjá bæjarfulltrúa og þrjá sviðsstjóra, til að vera viðstaddir vinabæjamót og vinnufund í Trollhättan í Svíþjóð þar sem einnig verður haldið upp á aldarafmæli bæjarins. Reykjanes­ bær mun greiða fyrir flug, bíla­ leigubíl og útlagðan kostnað fyrir sexmenningana en að sögn bæjar­ stjórans gerir fjárhagsáætlun ráð fyrir að kostnaður sveitarfélags­ ins vegna þessa muni nema einni milljón króna. Ferðin fyrirhugaða hefur verið gagnrýnd af íbúum sem spyrja sig um forgangsröðun á tím­ um gríðarlegra fjárhagsvandræða Reykjanesbæjar. Samkvæmt heimildum DV munu þrír bæjarfulltrúar, Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs fyrir Samfylkinguna, Árni Sigfússon, full­ trúi Sjálfstæðisflokks, og Kristinn Þór Jakobsson, fulltrúi Framsóknar­ flokks, fara fyrir hönd Reykjanes­ bæjar í ferðina. Ásamt þessum þremur kjörnu fulltrúum verða þrír sviðsstjórar með í för, af stjórnsýslu­ sviði, velferðarsviði og fræðslusviði samkvæmt heimildum DV. Umbótaverkefni réttlæta ferðina DV spurði Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, út í málið og hvað réttlætti slíka ferð. „Í Trollhättan núna í mars verður þremur umbótaverkefnum hleypt af stokkunum sem við vonumst til að hjálpi okkur að finna betri og hagkvæmari lausnir í þeim við­ fangsefnum sem verkefnin munu snúast um. Það réttlætir þátttökuna. Aldar afmæli Trollhättan er svo aukaatriði í málinu en borgaryfir­ völd, sem eru gestgjafinn í þetta sinn, ákváðu að hafa fundinn/mótið á sömu helgi og þeir fagna afmæl­ inu. Hefur Reykjanesbær átt í far­ sælu vinabæjar samstarfi við nokk­ ur sveitarfélög á Norðurlöndunum í áratugi. Á þeim tíma hafa skipst á skin og skúrir í rekstri þeirra allra en samstarfið og tengslin hafa haldið.“ Samkvæmt grein sem Kjartan Már ritaði á vef Reykjanesbæjar fyrr í mánuðinum fer vinabæja­ mótið fram þann 10.–12. mars næstkomandi. Þar er gert ráð fyrir að undirritað verði nýtt vinabæj­ arsamkomulag, sem kveður á um það markmið að samstarfið snúist um raunhæf, markviss umbótaverk­ efni sem standa muni í tvö ár í senn. Þessi verkefni eru umbætur og þró­ un rafrænnar stjórnsýslu, móttaka erlendra nýbúa og hvernig hægt sé að draga úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Allt séu þetta verkefni sem ofarlega séu á baugi í Reykjanesbæ að mati bæjarstjóra. Gert ráð fyrir milljón Aðspurður um kostnaðinn við ferðina segir Kjartan Már að Reykjanesbær muni greiða fyrir flug og bílaleigubíl fyrir sexmenn­ inga þar sem flogið verður til Óslóar og ekið þaðan til Trollhättan. Sam­ kvæmt útreikningum Google Maps er þriggja tíma keyrsla, eða 250 kílómetrar, milli staðanna. Reykjanesbær mun þó ekki þurfa að greiða fyrir gistingu og fæði hópsins þar sem gestgjafinn mun að sögn Kjartans sjá um það. Þá verður sú breyting á nú að makar bæjarfull­ trúa fara ekki með í ferðina í fyrsta sinn frá upphafi. „Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kostnaði allt að einni milljón en ljóst að hann verður mun lægri. Dagpeningar eru ekki greiddir en útlagður kostnaður gegn framvísun kvittana.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Kjartan Már Kjartansson Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að fjárhagsáætlun geri ráð fyrir að ferðin til Svíþjóðar kosti eina milljón. Þó sé búist við að kostnaðurinn verði minni. Sex á leið til Svíþjóðar Gagnrýnis- raddir hafa heyrst í Reykjanesbæ vegna þeirrar ákvörðunar að senda sex fulltrúa sveitarfélagsins til Trollhättan í Svíþjóð í næsta mánuði í ljósi þess að fjárhagsvandi þess er umtalsverður. Mynd SiGtryGGUr Ari „ Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kostnaði allt að einni milljón en ljóst að hann verður mun lægri. Íhugar for- setaframboð Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug­ og félagsvísindasviðs Há­ skólans á Akureyri, íhugar nú hvort hún eigi að bjóða sig fram í embætti for­ seta Íslands. Frá þessu greinir Sigrún í viðtali við Akur­ eyri Vikublað. Þar segir Sigrún að margir hafi ýtt á hana og hvatt hana til að bjóða sig fram. „En lengra er það ekki kom­ ið. Ég hef bara legið undir feldi og metið stöðuna.“ Fram kemur að Sigrún, sem verður sjötug á næsta ári, muni láta af störfum sem forseti hug­ og félagsvísindasviðs Há­ skólans á Akureyri í vor, vegna aldurs. Hún segist þó enn vera í fullu fjöri og ekki hrædd við að takast á við ný verkefni. Földu sterana í frímerkja- albúmum Tollverðir haldlögðu í síðasta mánuði tvær bögglapóstsendingar sem innihéldu mikið magn stera. Sterunum hafði verið komið fyrir í frímerkjaalbúmum, sem áður hafði verið skorið innan úr, þannig að rúm fyrir þá myndaðist. Albúmin voru innsigluð með glæru plasti. Þau reyndist inni­ halda 16.394 steratöflur og 1.635 millilítra af fljótandi sterum í stunguglösum og ampúlum. Í sendingunum, sem komu frá Svíþjóð, voru samtals 20 albúm, framleidd í Kína, sem flest inni­ héldu stera, en fáein voru þó tóm. Málið var sent til fíkniefnadeild­ ar lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu sem hefur lokið rannsókn þess og telst það upplýst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.