Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Hæ sæti hvað færð þú að borða? Smáralind • Kringlunni Reykjanesbæ • Sími 511 2022 www.dyrabaer.is Þ að er allt að verða gaga. All- ir ætla að verða ríkir á ferða- þjónustunni. Ég er búinn að standa í verkalýðsmál- um síðan 1992 og hef því upplifað ýmislegt. Við sem störfum í þessum geira erum sammála um að ástandið sé miklu verra en fyr- ir hrun, það er að segja þetta svindl og svínarí sem sumir vinnuveit- endur eru að reyna að komast upp með,“ segir Aðalsteinn Á. Baldurs- son, formaður Framsýnar - stéttar- félags. Hann skrifaði kraftmikinn pistil á heimasíðu Framsýnar und- ir yfirskriftinni „Nútíma þrælahald á Íslandi“ þar sem hann tók mansals- málið í Vík í Mýrdal sem dæmi um að ljót mál sem þessi færist í vöxt hér- lendis. Þar segir hann að blessunar- lega hafi málin sem komið hafa upp hjá Framsýn ekki verið í líkingu við málið í Vík en þó hafi þurft að koma að kynferðismálum og fela starfs- menn tímabundið fyrir yfirmönnum vegna ofsókna á vinnustöðum. Rúmlega 60 mál komið upp Að sögn Aðalsteins er vandamál- ið tvíþætt. „Í fyrsta lagi eru starfs- menn að koma í auknum mæli í gegnum erlend fyrirtæki og starfa hér samkvæmt svokallaðri 183- daga reglu. Það er fullkomlega lög- legt og í samræmi við tvísköttunar- samninga. Þessir starfsmenn borga enga skatta eða skyldur hérlend- is en hins vegar er algjörlega skýrt að þeir mega ekki vera undir lág- markslaunum hérlendis. Það er lögbrot,“ segir Aðalsteinn ákveðinn. Að hans sögn hafi rúmlega 60 slík mál komið upp hjá Framsýn frá sumrinu 2015. „Í öllum tilvikum fengu starfsmennirnir ekki greidd laun eftir íslenskum lágmarkskjör- um. Málin eru nú vonandi upp- lýst en viðkomandi fyrirtæki sem áttu í hlut og starfa í byggingar- og matvælaiðnaði báru við mistök- um. Ætlunin hefði ekki verið að hlunnfara erlendu starfsmenn- ina. Reyndar eru þetta stöðluð við- brögð þegar stéttarfélögin gera athugasemdir við kjarasamnings- brot fyrirtækja gagnvart erlendum starfsmönnum, það er að um mis- tök sé um að ræða og þau verði leiðrétt,“ segir Aðalsteinn. Leita eftir erlendum sjálfboðaliðum Að mati Aðalsteins er ekki síð- ur alvarlegt vandamál að íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru að leita eft- ir erlendum sjálfboðaliðum. „Slíkir sjálfboðaliðar fá húsaskjól og fæði en eiga í staðinn að skila vinnu í at- vinnustarfsemi. Það segir sig sjálft að þessir aðilar eru í samkeppni við aðila sem eru með allt sitt á hreinu, borga fólki sanngjörn laun og borga skatta og skyldur. Við lít- um slíkt alvarlegum augum. Hvað verður um réttmæt laun þessara aðila? Þetta eru ekkert annað en þrælabúðir fyrir mér,“ segir Aðal- steinn. Hann bendir á tvær heima- síður sem dæmi, Workaway.info og Helpx.net en þar má finna tugi aug- lýsinga frá íslenskum aðilum sem óska eftir sjálfboðaliðum til starfa í ferðaþjónustu. Ráða eftirlitsmann Hann segir þessi vandamál út- breidd um allt land og erfitt sé fyr- ir eftirlitsaðila að fylgjast með. Í viðleitni til þess hafi Framsýn aug- lýst eftir aðila til þess að heimsækja vinnustaði um allt umdæmið og hafa eftirlit með því að vinnuveit- endur fari að lögum og reglum. „Það var mikið hringt og spurt um starfið en þrettán umsóknir bárust alls. „Þetta starf verður ekki fyrir hvern sem er og sá sem tekur þetta að sér verður að vera tilbúinn í hvað sem er og vera harður af sér,“ segir Aðalsteinn. Hann kallar eftir því að verkalýðshreyfingin og opinberir aðilar séu á tánum til þess að verjast þessu áhlaupi sem nú ríður yfir. n „Það er allt að verða gaga“ Tíð dæmi um erlenda starfsmenn sem fá greitt undir lágmarkslaunum Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Aðalsteinn Á. Baldursson Segir að svindl og svínarí sé margfalt verra en fyrir hrun þegar kemur að kjörum og réttindum starfsmanna. Mynd SigtRygguR ARi JóhAnnSSon„Þetta eru ekkert annað en þræla- búðir fyrir mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.