Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Page 19
Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Umræða 19 Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um. Augnheilbrigði Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu. Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land. NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Nýjar umbúðir Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Thealoz dropar Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun. og fólk af því tæi sem þykir ekki mikið sport að skutla í styrjöldum. /…/ Þegar við Siggi fórum að dragast í föt- in aftur þótti okkur stórskrýtið að við skyldum ekki vera hrokknir uppaf. En ekki voru menn búnir að vera lengi á fótum þegar þeir fóru að gera sér eitt- hvað til dundurs í þjóðlífinu: að þessu sinni var farið að próklamera kvik- indi sem kallað var „fullveldi Íslands“. Þetta gerðist í þeybitru síðla hausts, mig minnir í aur og hálku undir lág- skýuðum himni. Í þessum hráslaga komu menn saman, allir sem ekki voru dauðir, að fagna fullveldinu í Bakarabrekkunni og Lækjargötu og horfa á Stjórnarráðið. Það var spilað á lúðrana. Danskur herforíngi stýrði lítilli fylkíngu sjóliða, og kom með ís- landsfána í hendinni sem hann dró upp á Stjórnarráðinu okkar til merk- is um að danir afhentu okkur íslend- íngum hérmeð þetta djöfulsins land; gerði síðan honnör og marséraði til skips með hermenn sína.“ Frábær bók Gunnars Þórs Bjarnasonar Því er ég nú að rifja upp öll þessi fín- heit að á dögunum lá ég heila helgi í sófa niðursokkinn í bók sem ég gat ekki slitið mig frá, en það var semsé „Þegar siðmenningin fór fjandans til – Íslendingar og stríðið mikla 1914– 1918“ eftir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðing; hún kom út í lok síð- asta árs og fékk á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Einhvern veginn fannst mér þar tengjast allt saman sem ég hafði áður lesið, bæði skáldskapur og ýmiskonar fróðleikur, meðal annars úr sjóslysa- og svaðil- farabókum; „Þegar Nirði var sökkt“ o.s.frv. um örlög íslenskra skipa í kaf- bátahernaðinum. Sömuleiðis fékk maður greinargóðan aðdraganda að ríkisarfamorðinu í Sarajevó, en á því hefst einmitt Góði dátinn; maður fékk líka mynd af upplausn og óförum hers Habsborgaraveldisins sem segir frá í sömu bók eftir Jaroslav Hasek. Mest er þó um vert að þarna fær mað- ur mynd af þjóðlífinu á þessum um- brotaárum og skilning á því að um- rædd styrjöld hafði rétt eins og sú seinni mikil áhrif á gerbreytta stöðu okkar í heiminum; í stað þess að öll áhrif kæmu frá Danmörku og öll verslun í gegnum Kaupmannahöfn lentum við á yfirráðasvæði Engil- saxa, og höfum í raun verið þar síðan; enskur ræðismaður tók eiginlega að sér utanríkispólitík landsins, og við fórum að versla beint við Bandaríkin. Og ég held það þurfi varla að taka það fram að þessi bók er alger hvalreki fyrir alla sem hafa áhuga á sögu bæði okkar lands og heimsins alls. n Georg Trakl „Grimmdin og hörmungarnar sem hann upplifði í kringum sig yfirbuguðu hann algerlega.“„Það rann semsé upp fyrir mér á dögunum að hingað til hefði ég mest kynnst sögu fyrri heimsstyrjaldar- innar í gegnum skáldskap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.