Fréttablaðið - 08.04.2017, Side 4

Fréttablaðið - 08.04.2017, Side 4
Aðalheiður Gunnarsdóttir íbúi á Akureyri fær ekki vistun á öldrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri með eiginmanni sínum, Stefáni Þórarinssyni, sem hún hefur verið gift í 65 ár. Aðal- heiður er talin of hraust. Hún er ári yngri en Stefán sem er á 91. aldursári. „Mér líður eins og þetta sé skilnaður að vissu leyti. Þegar ég fékk þessar fréttir fannst mér þetta mikið högg og mér finnst þetta sárt,“ sagði Aðalheiður. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar sagði breyting- una á aðal- skipulaginu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðn- aðarstarfsemi vera til vitnis um nýja hugsun í uppbygg- ingu Reykjanesbæjar til framtíðar. Ákvörðunin væri ekki afturvirk en næði United Silicon ekki að uppfylla þau ströngu skilyrði sem um fyrirtækið gilda þá yrði verk- smiðjunni lokað. Valgerður Sverrisdóttir fv. iðnaðar- og við- skiptaráðherra bar fyrir sig minnisleysi og kvaðst ekki ætla að bregðast við fullyrðingu Benedikts Sig- urðarsonar, fulltrúa Kaldbaks, um að hún hefði skellt á hann hurðum þegar hann greindi henni frá því að franski bankinn Société Générale hefði aldrei ætlað að fjárfesta í Búnaðarbankanum. Tölur vikunnar 02.04.2017 Til 08.04.2017 500 milljónum meira kostar það á ári að leigja björgunarþyrlur en að kaupa þær. 778 milljónir voru greiddar af ferðamönn- um fyrir heilbrigðisþjónustu í fyrra. 22,5% virðisaukaskattur er fyrirhugaður á ferðaþjónustu. 683 bátar hafa stundað strandveiðar að meðaltali á ári frá 2009. 83 tonn af mat- vælum fara á ári hverju í lífrænan úrgang. 501 kynferðisbrot var skráð á síðasta ári. 971.000 krónur voru meðalmánaðar- laun starfsmanna Seðlabanka Íslands í fyrra. 1.200 tillögur bárust í nafnasamkeppni um heiti á götum og torgum í hverfinu 201 Smári í Kópavogi. Umboðsaðili Jeep á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 FÁGUN STAÐALBÚNAÐUR *U pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da í bl ön du ðu m a ks tri Öflugur, kraftmikill og ríkulega útbúinn jeppi með frábæra aksturseiginleika. Komdu og reynsluaktu. Opið í dag 12-16. Sjálfskiptur 9 þrepa 2,2 l dísel 185 hestöfl eða 200 hestöfl Eyðsla 5,7 L/100 km* Verð frá 6.990.000 kr. jeep.is Svíþjóð Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í mið- borg Stokkhólms, höfuðborgar Sví- þjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgar- yfirvöld opnuðu skóla og íþrótta- mannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenn- inu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæð- inu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun var maður handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af honum. Ríkislögreglustjórinn Dan Elias- son sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömb- unum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé hald- ið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lög- reglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakon- ungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfir- lýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. Árásin er ekki sú fyrsta af þessu tagi í Evrópu. Í júlí í fyrra féllu til dæmis 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi. thorgnyr@frettabladid.is Fjórir látnir og fjölmargir særðir eftir árásina í Stokkhólmi í gær Minnst fjórir létust þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Maður sem lýst var eftir var handtekinn. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. Ríkislögreglustjórinn í Svíþjóð heitir því að lögreglumenn geri allt til þess að ná sökudólgnum. Vöruflutningabílnum var ekið inn í verslun Åhléns. Nordicphotos/AFp Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar Þrjú í fréttum Aðskilnaður, mengun og minnisleysi 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -8 E 0 8 1 C A 1 -8 C C C 1 C A 1 -8 B 9 0 1 C A 1 -8 A 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.